
Íþróttir

Gengið frá kaupunum á mánudag
Fjárfestingarhópur Eggerts Magnússonar mun ganga formlega frá kaupum á West á mánudag, að því er breska blaðið Independent heldur fram í morgun. Eggert verður stjórnarformaður, Björgólfur Guðmundsson verður ekki í stjórn og Argentínumennirnir Javier Mascherano og Carlos Tevez fara frá félaginu.

Wenger óánægður með varnarleikinn
Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, kennir slökum varnarleik sinna manna um jafnteflið gegn Newcastle í dag. Enn einu sinni voru leikmenn Arsenal með skelfilega nýtingu í sókninni.

Ferguson hrósar sínum mönnum
Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Man. Utd. hrósaði leikmönnum sínum í hástert eftir leikinn gegn Sheffield United í dag og sagði þá hafa sýnt mikinn karakter með því að tryggja sér sigur eftir að hafa lent undir.

Markalaust hjá Middlesbrough og Liverpool
Útivallagrýla Liverpool hélt áfram í dag þegar liðið gerði markalaust jafntefli við Middlesbrough á útivelli í ensku úrvalsdeildinni. Liverpool hefur nú hlotið tvö stig í sjö útileikjum tímabilsins og skorað í þeim eitt mark.

Bayern lagði Stuttgart í toppslagnum
Bayern Munchen unnu góðan sigur á Stuttgart í þýsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag, 2-1, eftir að hafa lent undir strax á 8. mínútu leiksins. Við tapið féll Stuttgart af toppi deildarinnar en þar situr nú Schalke eftir 4-2 sigur á Engergie Cuttbus.

Þýskaland lagði Svía af velli
Þjóðverjar unnu öruggan sigur á Svíum, 30-24, í vináttulandsleik í handbolta sem fram fór í Þýskalandi í dag. Þá höfðu Norðmenn betur gegn Dönum, 26-23.

Ótrúlegur sigur Vals
Arnór Gunnarsson tryggði Valsmönnum dramatískan sigur á Haukum á Ásvöllum í dag þegar hann skoraði sigurmarkið þremur sekúndum fyrir leikslok. Lokatölur urðu 30-29 fyrir Val sem er komið á topp DHL-deildarinnar að nýju. Í DHL-deild kvenna vann Grótta sigur á Fram.

Einvígi Man. Utd. og Chelsea heldur áfram
Manchester United heldur toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir 2-1 útisigur á nýliðum Sheffield United í dag þar sem Wayne Rooney skoraði bæði mörk Rauðu djöflanna. Meistarar Chelsea fylgja þeim rauðklæddu eins og skugginn en liðið lagði West Ham á Stamford Bridge, 1-0.

Sama gamla sagan hjá Arsenal
Ófarir Arsenal á hinum nýja heimavelli sínum, Emirates, halda áfram og í dag náði liðið aðeins jafntefli gegn Newcastle. Arsenal sótti án afláts í leiknum og hefði með réttu átt að skora nokkur mörk en eins og í síðustu leikjum gengur liðið herfilega að nýta marktækifærin.

Messi hefði átt að fara í aðgerð í sumar
Læknir argentínska landsliðsins í fótbolta segir nýlegt ristarbrot Lionel Messi ekki hafa komið sér á óvart þar sem hann hefði verið mjög tæpur í fætinum síðustu mánuði. Læknirinn segir Barcelona hafa hunsað ráð sín.

Getum vel unnið án Messi og Eto´o
Ludovic Giuly, franski sóknarmaðurinn hjá Barcelona, segir að liðið þurfi ekki á auknum liðsstyrk að halda þótt að Lionel Messi og Samuel Eto´o séu frá næstu vikur vegna meiðsla.

Federer hafði betur í uppgjöri
Svisslendingurinn Roger Federer sigraði Rafael Nadal frá Spáni í uppgjöri tveggja bestu tennisspilara heims á Meistaramótinu í Shanghai í dag. Federer sigraði í tveimur lotum, 6-4 og 7-5, og tryggði sér þannig sæti í úrslitum mótsins fjórða árið í röð.

Helgi mætir gömlu félögunum í fyrsta leik
Örlögin létu til sín taka þegar dregið var í töfluröð fyrir næsta keppnistímabil í fótboltanum hér heima. Í Landsbankadeild karla mun Fram taka á móti Val í fyrsta leik, en sem kunnugt er fór Helgi Sigurðsson í fússi frá Fram til Vals í síðustu viku. Íslandsmeistarar FH mæta ÍA í fyrsta leik á Akranesi.

Hermann og Ívar byrja - Brynjar á bekknum
Þrír Íslendingar eru í eldlínunni í leik Reading og Charlton í ensku úrvalsdeildinni sem er nýhafinn. Ívar Ingimarsson er í byrjunarliði Reading en Brynjar Björn Gunnarsson er á bekknum. Hjá Charlton er Hermann Hreiðarsson í byrjunarliðinu.

Fulham steinlá gegn Manchester City
Heiðar Helguson og félagar hans í Fulham réðu ekki feitum hesti frá heimsókn sinni til Manchester í dag og töpuðu 3-1 fyrir heimamönnum í City. Heiðar kom inn á í hálfleik og lagði upp mark Fulham.

Gallas nýtur hverrar mínútu
Franski varnarmaðurinn William Gallas er hæsta ánægður í herbúðum Arsenal og segist alls ekki sjá eftir því að hafa yfirgefið herbúðir Chelsea í sumar.

Wenger og Ferguson minnast Puskas
Margir aðilar innan knattspyrnuheimsins hafa vottað Ferenc Puskas virðingu sína í dag, en þessi fyrrum ungverski landsliðsmaður, oft talinn einn besti leikmaður sögunnar, lést sem kunnugt er á föstudag. Alex Ferguson og Arsene Wenger hafa nú tjáð sig um Puskas.

Wenger leggur áherslu á stöðugleika
Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, segir að lið sitt verði að fá stöðugleika í leik sinn ætli sér það að berjast um meistaratitilinn í vetur. Arsenal mætir Newcastle í dag.

Cannavaro verður valinn bestur
Ítalski varnarmaðurinn Fabio Cannavaro verður valinn leikmaður ársins af franska fótboltatímaritinu France Football, að því er Ramon Calderon, forseti Real Madrid, heldur fram.

Becks stakk af í brúðkaup Cruise
David Beckham er sagður vera kominn í ónáð hjá þjálfara sínum hjá Real Madrid, Fabio Capello, fyrir að mæta í brúðkaup kvikmyndaleikarans Tom Cruise.

Ferguson skammar enska fjölmiðla
Alex Ferguson hefur komið fyrrum aðstoðarmanni sínum hjá Man. Utd. Og núverandi landsliðsþjálfara Englendinga, Steve McLaren, til varnar. Hann segir McLaren fá ósanngjarna meðferð hjá fjölmiðlum.

Utah heldur sínu striki
Utah Jazz hélt áfram á sigurbraut sinni í NBA-deildinni og í nótt sigraði liðið Seattle á útivelli, 118-109. Utah er með besta vinningshlutfallið í deildinni; hefur unnið átta af níu leikjum sínum.

Shaquille O´Neal þarf í aðgerð
NBA meistarar Miami Heat verða án miðherja síns Shaquille O´Neal næstu 4-6 vikurnar eftir að læknar liðsins tilkynntu í kvöld að hann þyrfti í uppskurð vegna hnémeiðsla. Þetta eru ekki góð tíðindi fyrir meistarana, sem hafa ekki byrjað leiktíðina með neinum glæsibrag.

Henry á að fá Gullknöttinn
Arsene Wenger segir að Thierry Henry sé að sínu mati verðugasti leikmaðurinn til að verða sæmdur Gullknettinum sem besti knattspyrnumaður Evrópu, en Henry hefur ekki hlotið náð fyrir augum dómnefndar undanfarin ár þrátt fyrir frábær tilþrif.

Cleveland - Minnesota í beinni í nótt
Leikur Cleveland Cavaliers og Minnesota Timberwolves verður sýndur beint á NBA TV á Fjölvarpinu í kvöld og hefst klukkan hálf eitt eftir miðnætti. Cleveland er í efsta sæti Austurdeildarinnar og hefur farið ágætlega af stað, en Minnesota er í miklu basli í Vesturdeildinni og á von á erfiðum leik gegn LeBron James og félögum.

Calzaghe hnefaleikari ársins í Bretlandi
Heimsmeistarinn Joe Calzaghe var í dag útnefndur hnefaleikari ársins á Bretlandseyjum. Calzaghe, sem kemur frá Wales, var fyrirfram álitinn sigurstranglegur að þessu sinni, ekki síst eftir að hann tryggði sér WBO og IBF meistaratitilinn með sigri á Bandaríkjamanninum Jeff Lacy í mars.

Keflvíkingar töpuðu fyrir Dnipro
Keflvíkingar töpuðu fyrir úkraínska liðinu BC Dnipro í öðrum leik sínum í Áskorendakeppni Evrópu í körfubolta í Keflavík í kvöld 96-97. Leikurinn var í járnum á lokamínútunum, en sterkt lið gestanna reyndist Keflvíkingum of stór biti til að kyngja. Thomas Soltau skoraði 25 stig og hirti 8 fráköst fyrir Keflvíkinga og Magnús Gunnarsson skoraði 23 stig.

Rustu frá keppni í sex mánuði
Rustu Recber, markvörður Fenerbahce og landsliðsmarkvörður Tyrkja, verður frá keppni í um hálft ár eftir að hafa meiðst illa á hné í landsleiknum við Ítali í vikunni. Rustu er 33 ára gamall og það kemur væntanlega í hlut lærisveins hans hjá Fenerbahce - Volkan Demirel - að taka stöðu hans á báðum vígstöðvum.

Grönholm í forystu á Nýja-Sjálandi
Finnski ökuþórinn Marcus Grönholm hafði örugga forystu eftir fyrsta keppnisdaginn í rallinu á Nýja-Sjálandi, en hann hafði 31 sekúndna forystu á landa sinn Mikka Hirvonen eftir að hann vann fimm sérleiðir í dag. Finnarnir tveir geta komið liði Ford í góða stöðu í keppni bílframleiðenda ef svo fer sem horfir, en Ford hefur sem stendur 16 stiga forskot á lið Citroen.

Giggs verður klókari með árunum
Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, segir Ryan Giggs hafa breytt leik sínum nokkuð með árunum og nýti sér í síauknum mæli klókindi sín á knattspyrnuvellinum. Giggs er að verða 33 ára gamall, en hefur verið í fantaformi með liðinu í vetur.