Viðskipti

Fréttamynd

Lækkanir á flestum fjármálamörkuðum

Gengi hlutabréfa á bandarískum fjármálamarkaði lækkaði talsvert við opnun viðskipta í dag. Helstu vísitölurnar hækkuðu nokkuð í gær en tóku dýfu í dag. Skýringanna er að leita í áhyggjum manna um að samdráttur á bandarískum fasteignalánamarkaði hafi haft áhrif á alþjóðamarkaði. Gengi bréfa á evrópskum fjármálamörkuðum hefur sömuleiðis farið niður í dag.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Evrópski seðlabankinn býr til stuðpúða

Evrópski seðlabankinn hefur opnað pyngjur sínar og boðist til að lána evrópskum fjármálastofnunum allt að 95 milljarða evra, jafnvirði um 8.300 milljarða íslenskra króna, til að mýkja áhrifin af harðri lendingu vegna samdráttar á bandarískum fasteignalánamarkaði og koma í veg fyrir að þeirra gæti í Evrópu. Mörg lánafyrirtæki sem hafa haldið úti starfsemi í Bandaríkjunum hafa orðið illa úti vegna samdráttarins.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Hraður vöxtur á Norðurlöndunum

Norræn hagkerfi munu vaxa hratt á árinu, eða allt frá 3,8 prósentum til 4,5 prósenta. Vöxturinn mun verða talsvert minni hér á landi á sama tíma, einungis 1,5 prósent, að því er fram kemur í nýrri skýrslu greiningardeildar Glitnis um stöðu og horfur í efnahagsmálum á Norðurlöndunum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Afkoma Danske Bank undir væntingum

Hagnaður Danske Bank fyrir skatta á fyrstu sex mánuðum ársins nam rúmum 10 milljörðum danskra króna, jafnvirði rúmra 118 milljarða íslenskra króna. Þrátt fyrir að vera 18 prósenta hækkun frá sama tíma í fyrra en þetta lítillega undir væntingum.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Hagnaður Murdochs eykst milli ára

News Corporation, afþreyinga- og fjölmiðlaveldi ástralskættaða milljarðamæringsins Ruperts Murdoch, skilaði hagnaði upp á 890 milljónir bandaríkjadala, jafnvirði um 56,5 milljarða íslenskra króna, á síðasta ársfjórðungi, sem var fjórði fjórðungurinn í bókum samstæðunnar. Þetta er 4,5 prósenta aukning á milli ára.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Vilja 25 prósent í OMX

Kauphöllin í Dubaí er enn að þreifa fyrir sér með kaup á norrænu kauphallarsamstæðunni OMX og greindi frá því í dag að hún ætli að tryggja sér allt að fjórðung í henni. OMX-samstæðan rekur kauphallir víða á Norðurlöndunum, þar á meðal hér, og í Eystrasaltsríkjunum. Gengi bréfa í OMX-samstæðunni hækkaði um tæp sex prósent í dag.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Acer með mestu markaðshlutdeildina

Tölvuframleiðandinn Acer er með 20,3 prósenta markaðshlutdeild á fartölvumarkaði í Evrópu og er það mesta markaðshlutdeildin í álfunni, samkvæmt nýútkominni skýrslu greiningafyrirtækisins Gartner. Þetta er fjórða árið í röð sem fyrirtækið situr í fyrsta sæti.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Storebrand keyrir fram úr væntingum

Hagnaður norska fjármálafyrirtækisins Storebrand nam 576 milljónum norskra króna á öðrum fjórðungi ársins. Þetta jafngildir rúmum 6,3 milljörðum króna, sem er 73 prósenta aukning frá sama tíma í fyrra. Þetta er næstum tvöfalt meira en greinendur gerðu ráð fyrir. Kaupþing og Exista eiga rúman fjórðung í félaginu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Pliva dregur úr hagnaði Barr

Hagnaður bandaríska lyfjafyrirtækisins Barr nam 45,3 milljónum bandaríkjadala, rúmlega 2,9 milljörðum króna, á öðrum ársfjórðungi. Þetta er 41 prósents samdráttur frá sama tíma í fyrra og skrifast að mestu leyti á kostnað við yfirtöku á króatíska samheitalyfjafyrirtækinu Pliva síðasta haust. Afkoman er talsvert undir væntingum greinenda.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Stýrivaxtahækkun líkleg í Bretlandi

Englandsbanki gaf í skyn í dag að stýrivaxtahækkun liggi í loftinu. Bankinn var undir miklum þrýstingi á fyrri hluta árs að hækka stýrivexti til að ná verðbólgu niður. Hann brást við með stýrivaxtahækkunum á árinu og standa vextirnir í Bretlandi nú í 5,75 prósentum. Stýrivaxtahækkanir fara fyrir brjóstið á verslanaeigendum.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Carlsberg yfir væntingum

Hagnaður danska bjórframleiðandans Carlsberg nam rétt rúmum einum milljarði danskra króna, jafnvirði 11,8 milljörðum íslenskra króna, á öðrum fjórðungi ársins. Þrátt fyrir samdrátt upp á 18 prósent á milli ára er afkoman yfir væntingum markaðsaðila.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Kínverjar horfa til Hollands

Kínverski tölvuframleiðandinn Lenovo er sagður vera að íhuga að leggja fram kauptilboð í hollenska keppinautinn Packard Bell. Verðmiðinn er talinn hlaupa á um 800 milljónum bandaríkjadala, jafnvirði 51 milljarðs íslenskra króna.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Raungengi með sterkara móti

Raungengi í júlí mældist 113,4 stig miðað við 111,5 í júní og hefur ekki verið sterkara í 16 mánuði, samkvæmt nýbirtum tölum Seðlabanka Íslands. Raungengi er gengisvísitala krónunnar þar sem fram kemur meðalverð hennar í öðrum gjaldmiðlum og búið er að leiðrétta miðað við verðbólgu í hverju landi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Starfsmenn fá yfir 1,4 milljarða

Starfsmenn í Actavis Group, sem höfðu gert kaupréttarsamninga við félagið, fengu í gær 16,58 milljónir evra, um 1.450 milljónir króna, þegar fyrirtækið greiddi upp alla samningana. Um var að ræða greiðslu sem tók mið af mismuni á yfirtökutilboðsverði Novators í Actavis, sem hljóðaði upp á 1,075 evrur á hlut, og kaupverði af kaupréttarsamningum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Kögun hagnast

Hagnaður Kögunar hf. fyrir afskriftir (EBITDA) hefur aukist um 22 prósent frá fyrri helmingi síðasta árs til fyrri helmings þessa árs. Hagnaður eftir skatta á fyrri helmingi ársins nemur 876 milljónum króna. Í fyrra tapaði félagið 394 milljónum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Metafkoma FL Group

Hagnaður FL Group nam 23,1 milljörðum króna fyrstu sex mánuði árs og jókst um 304 prósent frá fyrra ári. Heildareignir félagsins eru metnar á tæplega 320 milljarða króna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Svartsýni eykst

Væntingavísitala Gallups lækkaði um 13,8 prósent síðastliðinn mánuð og virðist því heldur hafa dregið úr væntingum íslenskra neytenda.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

1,2 milljarða hagnaður

Teymi hagnaðist um 1,16 milljarða króna á öðrum fjórðungi þessa árs. Hagnaður fyrir afskriftir, vexti og skatta (EBITDA) nam 1,03 milljörðum króna. Sala fjórðungsins nam 5,16 milljörðum króna og jókst um fimmtán prósent frá sama tímabili árið áður. Þá var Teymi enn hluti af Dagsbrúnar-samsteypunni.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Glitnir fram úr væntingum

Glitnir skilaði 9,5 milljörðum króna í hús á öðrum ársfjórðungi sem var rúmum 1,1 milljarði króna meira en meðaltalsspá markaðsaðila hljóðaði upp á. Þetta er næstbesti ársfjórðungur bankans frá upphafi en sá besti kom á öðrum ársfjórðungi í fyrra þegar félagið hagnaðist um ellefu milljarða króna. Nam arðsemi eiginfjár 24,2 prósentum á síðasta fjórðungi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Kaupmáttur ýtir undir fasteignaverð

Fjögurra vikna velta á fasteignamarkaði á höfuðborgarsvæðinu jókst um 155 prósent miðað við sama tímabil í fyrra og hefur ekki verið meiri á þeim tíma sem gögn ná til. Veltan í júní nam 28,7 milljörðum króna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Skaðvaldar á svartan lista

Stjórnvöld í Kína hafa nú komið sér upp sínum fyrsta svarta mengunarlista. Hann prýða þrjátíu kínversk fyrirtæki sem á einn eða annan hátt hafa brotið mengunarlög landsins.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Enn biðstaða í Stork

Beðið er ákvörðunar Candover sem vill kaupa Stork. Marel hefur augastað á matvælavinnsluvélahluta samstæðunnar. Þróun mála hjá ABN Amro kann að hafa áhrif á yfirtökuferlið.

Viðskipti innlent