Íslensku félögin bera af Eggert Þór Aðalsteinsson skrifar 1. ágúst 2007 03:30 Exista, Glitnir, Kaupþing, Landsbankinn og Straumur-Burðarás eru í algjörum sérflokki þegar gengishækkanir tuttugu stærstu fjármálafyrirtækja Norðurlanda á árinu eru skoðaðar. Íslensku fyrirtækin fimm hafa öll hækkað um fimmtung eða meira það sem af er ári en aðeins tvö önnur fyrirtæki eru upp um tíu prósent frá ársbyrjun. Exista leiðir þau félög sem hafa hækkað hvað mest á árinu, um 67 prósent við lokun markaða á mánudaginn. Landsbankinn og Kaupþing komu þar á eftir með tæplega helmingshækkun. Góð uppgjör hjá bönkunum og væntingar um frekari yfirtökur skýra miklar hækkanir á íslenskum félögunum á þessu ári að mati Hermanns Þórissonar, sérfræðings hjá Landsbankanum. „Aðstæður á markaði hafa hjálpað til, fjármögnun bankanna er ódýrari og þeim gengur vel að fjármagna sig í skuldabréfum og innlánum. Í upphafi árs voru einnig klárlega tækifæri á markaðnum að okkar mati.“ Þrjú íslensk fyrirtæki eru í hópi tíu verðmætustu fjármálafyrirtækja Norðurlanda. Kaupþing er það langverðmætasta, metið á rúma 900 milljarða króna, en Glitnir og Landsbankinn koma þar á eftir og Exista situr í ellefta sæti. Áhrif Íslendinga á þessum lista eru meiri en sem nemur eignarhlut þeirra í íslensku fyrirtækjunum því fyrir ofan Kaupþing situr Sampo Group í Finnlandi sem er að fimmtungshluta í eigu Existu. Exista á tæpan fjórðung í Kaupþingi sem á fimmtungshlut í Storebrand í Noregi, fimmtánda verðmætasta félaginu. Ekkert norrænt fjármálafyrirtæki hefur vaxið meira að verðmæti en Kaupþing. Frá áramótum hefur verðmæti félagsins aukist um hvorki meira né minna en 280 milljarða króna. Citigroup metur hlutinn í Kaupþingi á 1.500 krónur og miðað við það mat er Kaupþing á við verga landsframleiðslu Íslands á síðasta ári sem var yfir 1.100 milljarðar. Hermann segir erfitt að áætla hversu mikið bankarnir geti vaxið. Það fer eftir því hversu vel stefna stjórnenda gengur eftir og hversu gott aðgengi fyrirtækið hefur að viðbótar eigið fé. „Það er greinilegt að Kaupþing er farið að banka upp í stærðina á DnbNor [stærsta banka Noregs].“ Hann bendir einnig á að krónan hafi styrkst mikið á árinu þannig að öll íslensku fyrirtækin verða verðmætari í erlendum myntum fyrir vikið. Ef hún hins vegar veikist dregur úr virði fyrirtækjanna í erlendri mynt. Nordea ber eftir sem áður höfuð og herðar yfir önnur norræn fjármálafyrirtæki. Það er metið á 2.540 milljarða sem er meira en samanlagt heildarvirði íslensku fyrirtækjanna á listanum. Viðskipti Mest lesið Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Samstarf Fleiri fréttir Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Sjá meira
Exista, Glitnir, Kaupþing, Landsbankinn og Straumur-Burðarás eru í algjörum sérflokki þegar gengishækkanir tuttugu stærstu fjármálafyrirtækja Norðurlanda á árinu eru skoðaðar. Íslensku fyrirtækin fimm hafa öll hækkað um fimmtung eða meira það sem af er ári en aðeins tvö önnur fyrirtæki eru upp um tíu prósent frá ársbyrjun. Exista leiðir þau félög sem hafa hækkað hvað mest á árinu, um 67 prósent við lokun markaða á mánudaginn. Landsbankinn og Kaupþing komu þar á eftir með tæplega helmingshækkun. Góð uppgjör hjá bönkunum og væntingar um frekari yfirtökur skýra miklar hækkanir á íslenskum félögunum á þessu ári að mati Hermanns Þórissonar, sérfræðings hjá Landsbankanum. „Aðstæður á markaði hafa hjálpað til, fjármögnun bankanna er ódýrari og þeim gengur vel að fjármagna sig í skuldabréfum og innlánum. Í upphafi árs voru einnig klárlega tækifæri á markaðnum að okkar mati.“ Þrjú íslensk fyrirtæki eru í hópi tíu verðmætustu fjármálafyrirtækja Norðurlanda. Kaupþing er það langverðmætasta, metið á rúma 900 milljarða króna, en Glitnir og Landsbankinn koma þar á eftir og Exista situr í ellefta sæti. Áhrif Íslendinga á þessum lista eru meiri en sem nemur eignarhlut þeirra í íslensku fyrirtækjunum því fyrir ofan Kaupþing situr Sampo Group í Finnlandi sem er að fimmtungshluta í eigu Existu. Exista á tæpan fjórðung í Kaupþingi sem á fimmtungshlut í Storebrand í Noregi, fimmtánda verðmætasta félaginu. Ekkert norrænt fjármálafyrirtæki hefur vaxið meira að verðmæti en Kaupþing. Frá áramótum hefur verðmæti félagsins aukist um hvorki meira né minna en 280 milljarða króna. Citigroup metur hlutinn í Kaupþingi á 1.500 krónur og miðað við það mat er Kaupþing á við verga landsframleiðslu Íslands á síðasta ári sem var yfir 1.100 milljarðar. Hermann segir erfitt að áætla hversu mikið bankarnir geti vaxið. Það fer eftir því hversu vel stefna stjórnenda gengur eftir og hversu gott aðgengi fyrirtækið hefur að viðbótar eigið fé. „Það er greinilegt að Kaupþing er farið að banka upp í stærðina á DnbNor [stærsta banka Noregs].“ Hann bendir einnig á að krónan hafi styrkst mikið á árinu þannig að öll íslensku fyrirtækin verða verðmætari í erlendum myntum fyrir vikið. Ef hún hins vegar veikist dregur úr virði fyrirtækjanna í erlendri mynt. Nordea ber eftir sem áður höfuð og herðar yfir önnur norræn fjármálafyrirtæki. Það er metið á 2.540 milljarða sem er meira en samanlagt heildarvirði íslensku fyrirtækjanna á listanum.
Viðskipti Mest lesið Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Samstarf Fleiri fréttir Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Sjá meira