Viðskipti

Fréttamynd

Hlutafé KB banka hækkað

Hlutafé í KB banka verður hækkað um allt að 1,1 milljarð króna að nafnvirði með áskrift allt að 110 milljónum nýrra hluta. Þetta var tillaga stjórnar bankans sem samþykkt var á hluthafafundi Kaupþings Búnaðarbanka í gær.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Sæplast gerir stóran samning

Sæplast hefur gert einn stærsta sölusamning sinn til þessa við þýskt fiskvinnslufyrirtæki. Euro-Baltic Fischverarbeitungs á þýsku eyjunni Rügen í Eystrasalti, hefur gert samning um kaup á 3.000 kerum, sem verða framleidd í verksmiðju Sæplasts á Dalvík.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Kári heimilar sölu í deCode

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, hefur gefið verðbréfamiðlurum heimild til að selja allt að 12 prósentum af eignarhlut sínum í fyrirtækinu. Verðmæti viðskiptanna gætu numið 250 milljónum króna eða meira.<font size="2"></font> 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Vaxtahækkunin meiri en spáð var

Vaxtahækkun Seðlabankans í gær var talsvert meiri en greiningardeildir bankanna bjuggust við. Aðrir vextir hafa snarhækkað í morgun í kjölfarið og krónan styrkst. Ingólfur Bender hjá Íslandsbanka reiknar með enn frekari vaxtahækkunum Seðlabankans.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Björgólfur Thor í stjórn BTC

Björgólfur Thor Björgólfsson var kjörinn í stjórn Bulgarian Telecommunication Corporation á aðalfundi félagsins síðastliðinn þriðjudag. Björgólfur Thor var ásamt alþjóðlega fjárfestingarfélaginu Advent International stærsti fjárfestirinn í kaupum á 65% hlut í BTC.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Þorlákur Karlsson til HR

Þorlákur Karlsson hefur verið ráðinn deildarforseti viðskiptadeildar Háskólans í Reykjavík. Hann tekur við af Agnari Hanssyni, sem hefur verið forseti deildarinnar síðastliðin fimm ár. Þorlákur tekur við starfinu fyrsta ágúst, næstkomandi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Rafveita Selfossveitna seld

Hitaveita Suðurnesja hefur keypt rafveituhluta Selfossveitna fyrir 615 milljónir króna. Rúmar 400 milljónir verða greiddar með peningum en rúmar 200 milljónir verða greiddar með hlutabréfum í Hitaveitu Suðurnesja h/f. Verðlag á veitusvæði Selfossveitna lækkar um 10% þegar salan hefur gengið í gegn eða frá og með 1. september.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Með næstbestu ávöxtun í Evrópu

Icelandic Equity sjóðurinn hefur gengið næstbest af hlutabréfasjóðum Evrópu, með 18,6 prósenta ávöxtun á öðrum ársfjórðungi þessa árs, að því er fram kemur í viðskiptafréttum Bloomberg.com. Litið var til gengis allra sjóða í Evrópu á tímabilinu 31. mars til 22. júní.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Kaupfélag ásælist sparisjóð

Mikil ólga er í Skagafirði vegna þess að Kristján Hjelm sparisjóðsstjóri hefur verið neyddur til að segja upp störfum. Þetta er talið vera þáttur í valdabaráttu sem átt hefur sér stað um Sparisjóð Hólahrepps þar sem Kaupfélag Skagfirðinga hefur leynt og ljóst stefnt að yfirráðum.  </font /></b />

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Væntingavísitalan lækkar enn

Væntingavísitala landsmanna hefur ekki verið lægri síðan í desember 2003 samkvæmt mælingu Gallup í júnímánuði og birt var í dag. Gildi vísitölunnar mældist 104,7 og lækkar því um 5,2% á milli mánaða.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Tveggja milljarða tap á ríkissjóði

Heildartekjur ríkissjóðs námu tæpum 67 milljörðum króna á fyrsta ársfjórðungi þessa árs, samkvæmt Hagstofu Íslands, sem birtir nú í fyrsta sinn samandregið talnaefni yfir fjármál ríkis og sveitarfélaga á rekstrargrunni innan ársins, en ekki eingöngu árstölur eins og verið hefur.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Íslenska hagkerfið í 5. sæti

Ísland er í fimmta sæti ríkja heimsins í samkeppnishæfni í viðskiptum samkvæmt athugun Alþjóða gjaldeyrissjóðsins. Bandaríkin eru í efsta sæti, Singapore í öðru, Kanada í þriðja og Ástralía í fjórða sæti. Íslenska hagkerfið þykir þar með hið samkeppnishæfasta í Evrópu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Húsbréfum skipt í íbúðabréf

Eigendur húsbréfa og húsnæðisbréfa geta skipt bréfum sínum í íbúðarbréf til 1. júlí. Það hentar þeim sem nýtt hafa bréfin í sparnaðarskyni. Hallur Magnússon, sviðstjóri þróunar- og almannatengsla hjá Íbúðarlánasjóði, segir að verið sé að bjóða skipti á ákveðnum skiptikjörum. Þau verði aðeins í boði í þetta eina sinn.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

„Gróðurhúsaáhrif“ á bensínverð

Stjórnvöld ætla ekki að lækka nein gjöld eða skatttekjur af bensíni og olíu, til að milda neikvæð áhrif af miklum hækkunum á heimsmarkaði á íslenskt efnahagslíf, og réttlæta það með baráttu sinni gegn gróðurhúsaáhrifum. Þetta kemur fram í greinargerð á heimasíðu fjármálaráðuneytisins þar sem fjallað er um þjóðarbúskapinn.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Útgjöld heimilanna aukast um 50%

Útgjöld heimilanna í landinu hafa aukist um meira en 50% frá árinu 1995 en vísitala neysluverðs hefur aðeins hækkað um 28%. Símakostnaður Íslendinga hefur þrefaldast á þessu tímabili.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Neysluútgjöld heimilanna hækka

Neysluútgjöld heimilanna hækkuðu um rúm 52% frá árinu 1995 til 2002. Á sama tíma hækkaði vísitala neysluverðs um 25%. Meðalneysluútgjöld heimilanna í landinu eru um 3,5 milljónir króna ár hvert, eða um 300 þúsund krónur á mánuði.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Íslensk hlutabréf í hæstu hæðum

Úrvalsvísitala Kauphallar Íslands hefur tvöfaldast á tólf mánaða tímabili. Vísitalan nálgast nú óðfluga 3.000 stig og hefur hækkað mikið á þessu ári eftir metár í fyrra. Hækkunin frá áramótum er um 50 prósent.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Jafnvægi fasteigna og kaupmáttar

Ekki er jafnrík ástæða til þess að hafa áhyggjur af hækkun húsnæðisverðs hér á landi og í mörgum nágrannaríkjanna. Þetta er niðurstaða Tryggva Þórs Herbertssonar og Axels Hall, hagfræðinga á Hagfræðistofnun.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Árshækkun fimm prósent

Vísitala byggingarkostnaðar mældist 300,8 stig fyrir júní, og hækkar um 0,33 prósent frá fyrra mánuði. Vísitalan gildir fyrir júlí. Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala byggingarkostnaðar hækkað um 5,0%. Hækkun vísitölunnar síðustu þrjá mánuði umreiknuð í árshækkun nemur 12,3 prósentum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Árshækkun fimm prósent

Vísitala byggingarkostnaðar mældist 300,8 stig fyrir júní, og hækkar um 0,33 prósent frá fyrra mánuði. Vísitalan gildir fyrir júlí. Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala byggingarkostnaðar hækkað um 5,0%. Hækkun vísitölunnar síðustu þrjá mánuði umreiknuð í árshækkun nemur 12,3 prósentum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Sameining lífeyrissjóða

Viðræðunefnd Lífeyrissjóðsins Framsýnar og Lífeyrissjóðs sjómanna hefur lokið 1. áfanga athugunar á hagkvæmni þess að sameina sjóðina í þeim tilgangi að styrkja tryggingafræðilega stöðu þeirra, efla eignastýringu, auka hagkvæmni í rekstri og þjónustu við sjóðfélaga. Að mati nefndarinnar hefur margt komið fram sem mælir með sameiningu og því lagði hún til að viðræðum verði fram haldið.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Lækkun tekjuskatts án verðbólgu

Tryggvi Þór Herbertsson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands, segir að ríkisstjórnin geti lækkað tekjuskatt eins og stjórnarsáttmálinn kveður á um, án þess að hleypa af stað verðbólgu, með því að beita niðurskurðarhnífnum. Hann telur þó óþarft að einblína á velferðarkerfið í því sambandi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

KB banki á sænska úrvalslistann

KB-banki hefur verið skráður á úrvalslista kauphallarinnar í Stokkhólmi, fyrstur íslenskra fyrirtæka. Er bankinn þar með kominn í hóp fjörtíu öflugustu fyrirtækjanna í sænsku kauphöllinni. Þetta er talið auka mjög möguleika bankans í tengslum við fyrirhugað tugmilljarða hlutafjárútboð.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fær gott lánshæfismat

Íbúðalánasjóður hefur í fyrsta skipti fengið innlendar lánshæfiseinkunnir Aaa og AA+ frá alþjóðlegu matsfyrirtækjunum Moody’s og Standard & Poor’s.  Einkunnir þær sem Íbúðalanasjóður fær eru hliðstæðar einkunnum sem innlend skuldabréfaútgáfa ríkisins fær og endurspeglar þannig náin tengsl Íbúðalánasjóðs og ríkisins og stöðu hans sem ríkisfyrirtækis.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Útflutningsgreinin fjármál

Eftir kaup KB banka á danska bankanum FIH koma um þrír fjórðu hlutar tekna bankans frá útlöndum. Þetta hlutfall ræðst að nokkru leyti af því hvernig sum verkefna bankans eru skilgreind, en sumar þessara erlendu tekna eru vegna verkefna fyrir íslensk fyrirtæki á erlendum vettvangi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Markaðurinn vanmetur áhættu

Íslenskur hlutabréfamarkaður hefur tekið út ríflega það sem hann á inni að mati Greiningardeildar Landsbankans. Vænt ávöxtun hlutabréfa er neikvæð til næstu tólf mánaða. Það þarf þó ekki að þýða að bréf muni fara lækkandi.

Viðskipti innlent