Íslensk hlutabréf í hæstu hæðum 23. júní 2004 00:01 Úrvalsvísitala Kauphallar Íslands hefur tvöfaldast á tólf mánaða tímabili. Vísitalan nálgast nú óðfluga 3.000 stig og hefur hækkað mikið á þessu ári eftir metár í fyrra. Hækkunin frá áramótum er um 50 prósent. Sérfræðingar greiningadeilda bankanna töldu í upphafi árs að ekki væri verulegt svigrúm fyrir hækkanir á þessu ári. Síðan þá hafa orðið miklar hækkanir og áfram virðist bjartsýnin ríkja á íslenskum hlutabréfamarkaði. "Við teljum að markaðurinn sé yfirverðlagsður," segir Edda Rós Karlsdóttir forstöðumaður greiningardeildar Landsbankans. Hún segir að þrátt fyrir hátt verð sé mikil bjartsýni ríkjandi á markaði og ekki horfur á að hann lækki mikið á næstunni. Eftir því sem væntingar í viðskiptum á markaði verða meiri um framtíðarrekstur fyrirtækja, því meiri hætta er á snöggri stórri lækkun. Edda Rós segir það ekki mat sitt að svo sé komið á íslenska markaðnum enn sem komið er, þrátt fyrir miklar hækkanir að undanförnu. "Það er hins vegar ljóst að miklar framtíðarvæntingar eru komnar í verð hlutabréfa margra félaga." Kaup KB banka á danska bankanum FIH hleyptu lífi í markaðinn og hafa bréf bankans hækkað mikið að undanförnu. Bankinn var yfirverðlagður samkvæmt mati greiningar Landsbankans. Kaupin nú kalla á nýtt verðmat sem koma mun í dag. Gera má ráð fyrir að kaupin í Danmörku hækki verðmatið á bankanum. Bankinn hefur þegar tekið út miklar hækkanir og spurningin er hvort bankinn sé búinn að taka út þá hækkun sem nýtt verðmat gefur til kynna. Meðal þess sem sérfræðingar nota til greiningar á verðmati fyrirtækja eru ýmsar kennitölur sambands rekstrar og markaðsvirðis. Edda Rós segir ljóst að slíkar kennitölur séu háar á íslenska markaðnum sem gefur háa verðlagningu til kynna. Svo nefnt VH hlutfall sem er hlutfallið milli markaðsvirðis fyrirtækis og hagnaðar þess er nálægt fimmtán fyrir íslenska markaðinn. Það þýðir að með núverandi hagnaði tekur fimmtán ár fyrir fyrirtækin að greiða markaðsvirði sitt. Hlutfallið er enn hærra þegar tillit er tekið til þess að mikill gengishagnaður er fyrirsjáanlegur í uppgjöri banka og fjárfestingarfélaga á árinu. Til þess að standa undir áhættuálagi á fjárfestingu í hlutabréfum þarf hagnaður fyrirtækjanna að aukast, ef verðið á að haldast svo hátt til framtíðar. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Sjá meira
Úrvalsvísitala Kauphallar Íslands hefur tvöfaldast á tólf mánaða tímabili. Vísitalan nálgast nú óðfluga 3.000 stig og hefur hækkað mikið á þessu ári eftir metár í fyrra. Hækkunin frá áramótum er um 50 prósent. Sérfræðingar greiningadeilda bankanna töldu í upphafi árs að ekki væri verulegt svigrúm fyrir hækkanir á þessu ári. Síðan þá hafa orðið miklar hækkanir og áfram virðist bjartsýnin ríkja á íslenskum hlutabréfamarkaði. "Við teljum að markaðurinn sé yfirverðlagsður," segir Edda Rós Karlsdóttir forstöðumaður greiningardeildar Landsbankans. Hún segir að þrátt fyrir hátt verð sé mikil bjartsýni ríkjandi á markaði og ekki horfur á að hann lækki mikið á næstunni. Eftir því sem væntingar í viðskiptum á markaði verða meiri um framtíðarrekstur fyrirtækja, því meiri hætta er á snöggri stórri lækkun. Edda Rós segir það ekki mat sitt að svo sé komið á íslenska markaðnum enn sem komið er, þrátt fyrir miklar hækkanir að undanförnu. "Það er hins vegar ljóst að miklar framtíðarvæntingar eru komnar í verð hlutabréfa margra félaga." Kaup KB banka á danska bankanum FIH hleyptu lífi í markaðinn og hafa bréf bankans hækkað mikið að undanförnu. Bankinn var yfirverðlagður samkvæmt mati greiningar Landsbankans. Kaupin nú kalla á nýtt verðmat sem koma mun í dag. Gera má ráð fyrir að kaupin í Danmörku hækki verðmatið á bankanum. Bankinn hefur þegar tekið út miklar hækkanir og spurningin er hvort bankinn sé búinn að taka út þá hækkun sem nýtt verðmat gefur til kynna. Meðal þess sem sérfræðingar nota til greiningar á verðmati fyrirtækja eru ýmsar kennitölur sambands rekstrar og markaðsvirðis. Edda Rós segir ljóst að slíkar kennitölur séu háar á íslenska markaðnum sem gefur háa verðlagningu til kynna. Svo nefnt VH hlutfall sem er hlutfallið milli markaðsvirðis fyrirtækis og hagnaðar þess er nálægt fimmtán fyrir íslenska markaðinn. Það þýðir að með núverandi hagnaði tekur fimmtán ár fyrir fyrirtækin að greiða markaðsvirði sitt. Hlutfallið er enn hærra þegar tillit er tekið til þess að mikill gengishagnaður er fyrirsjáanlegur í uppgjöri banka og fjárfestingarfélaga á árinu. Til þess að standa undir áhættuálagi á fjárfestingu í hlutabréfum þarf hagnaður fyrirtækjanna að aukast, ef verðið á að haldast svo hátt til framtíðar.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Sjá meira