Jafnvægi fasteigna og kaupmáttar 22. júní 2004 00:01 Ekki er jafnrík ástæða til þess að hafa áhyggjur af hækkun húsnæðisverðs hér á landi og í mörgum nágrannaríkjanna. Þetta er niðurstaða Tryggva Þórs Herbertssonar og Axels Hall, hagfræðinga á Hagfræðistofnun. Mikil umræða hefur verið um svokallaðar eignabólur á fasteignamörkuðum víða um heim. Fasteignaverð hefur hækkað mikið hér á landi á undanförnum árum líkt og í nágrannalöndunum. "Hækkunin hér endurspeglar leiðréttingu og hversu mikið kaupmáttur hefur hækkað hér á landi," segir Tryggvi Þór Herbertsson. Tryggvi segir mikla fylgni á milli kaupmáttar og húsnæðisverðs. "Rannsóknir sýna að fjölskyldur eyða nokkuð svipuðu hlutfalli af launum sínum í húsnæði." Hann segir fleiri þætti koma við sögu svo sem þróun langtímavaxta. "Flestir eru þeirrar skoðunar að langtímavextir muni fara lækkandi í vestrænum á næstu árum. Það þýðir að flestir ættu að vera tilbúnir að taka hærri lán." Í Bretlandi og á Spáni hafa menn töluverðar áhyggjur af því að eignaverð muni lækka í snöggri verðleiðréttingu. Fasteignaverð hefur hækkað langt umfram kaupmátt launa. Líkur á verðleiðréttingu húsnæðis í þessum löndum eru því margfallt meiri en hér á landi. Meðal hagfræðinga eru þær raddir uppi að hugsanlega sé hækkun húsnæðisverðs komin til að vera. Fólk sé einfaldlega tilbúið að verja stærri hluta tekna sinna til kaupa á húsnæði. Tryggvi segir að það hafi komið þeim á óvart eftir mikla umræðu um að hækkun fasteignaverðs sé farið úr böndum og lækkun sé óumflýjanleg, að sjá að húsnæði er í jafnvægi við kaupmáttinn þegar horft sé yfir lengra tímabil. Hann segir að þumalputtareglan til dæmis í Bandaríkjunum sé sú að fólk kaupi húsnæði sem kosti þriggja ára laun. "Þetta hlutfall er núna komið í fimm í Bandaríkjunum. Þeir sem eru með fimm milljónir í árstekjur eru þá að kaupa 25 milljón króna húseignir." Tryggvi segist vel skilja áhyggjur breska Seðlabankans af fasteignaverði. Miðað við þær forsendur sem Tryggvi og Axel gefa sér í leitinni að jafnvæi fasteignamarkaðar þyrfti húsnæðisverð að lækka um 25 prósent í Bretlandi miðað við hlutfall launa og fasteignaverðs eins og það hefur verið að meðaltali síðustu 20 ár. Hér á landi þyrfti óverulega lækkun til þess að ná þessu hlutfalli. "Þetta er því nánast í jafnvægi og ekki rétt að tala um verðhækkanir fasteigna á Íslandi með sama hætti og eðlilegt er að ræða um slíkar hækkanir í löndum þar sem hækkun fasteigna hefur farið verulega fram úr hækkun launa." Viðskipti Mest lesið Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur „Gróskuhugarfarið hjálpar okkur líka að viðurkenna mistök” Atvinnulíf Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Viðskipti innlent Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Viðskipti erlent Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Sjá meira
Ekki er jafnrík ástæða til þess að hafa áhyggjur af hækkun húsnæðisverðs hér á landi og í mörgum nágrannaríkjanna. Þetta er niðurstaða Tryggva Þórs Herbertssonar og Axels Hall, hagfræðinga á Hagfræðistofnun. Mikil umræða hefur verið um svokallaðar eignabólur á fasteignamörkuðum víða um heim. Fasteignaverð hefur hækkað mikið hér á landi á undanförnum árum líkt og í nágrannalöndunum. "Hækkunin hér endurspeglar leiðréttingu og hversu mikið kaupmáttur hefur hækkað hér á landi," segir Tryggvi Þór Herbertsson. Tryggvi segir mikla fylgni á milli kaupmáttar og húsnæðisverðs. "Rannsóknir sýna að fjölskyldur eyða nokkuð svipuðu hlutfalli af launum sínum í húsnæði." Hann segir fleiri þætti koma við sögu svo sem þróun langtímavaxta. "Flestir eru þeirrar skoðunar að langtímavextir muni fara lækkandi í vestrænum á næstu árum. Það þýðir að flestir ættu að vera tilbúnir að taka hærri lán." Í Bretlandi og á Spáni hafa menn töluverðar áhyggjur af því að eignaverð muni lækka í snöggri verðleiðréttingu. Fasteignaverð hefur hækkað langt umfram kaupmátt launa. Líkur á verðleiðréttingu húsnæðis í þessum löndum eru því margfallt meiri en hér á landi. Meðal hagfræðinga eru þær raddir uppi að hugsanlega sé hækkun húsnæðisverðs komin til að vera. Fólk sé einfaldlega tilbúið að verja stærri hluta tekna sinna til kaupa á húsnæði. Tryggvi segir að það hafi komið þeim á óvart eftir mikla umræðu um að hækkun fasteignaverðs sé farið úr böndum og lækkun sé óumflýjanleg, að sjá að húsnæði er í jafnvægi við kaupmáttinn þegar horft sé yfir lengra tímabil. Hann segir að þumalputtareglan til dæmis í Bandaríkjunum sé sú að fólk kaupi húsnæði sem kosti þriggja ára laun. "Þetta hlutfall er núna komið í fimm í Bandaríkjunum. Þeir sem eru með fimm milljónir í árstekjur eru þá að kaupa 25 milljón króna húseignir." Tryggvi segist vel skilja áhyggjur breska Seðlabankans af fasteignaverði. Miðað við þær forsendur sem Tryggvi og Axel gefa sér í leitinni að jafnvæi fasteignamarkaðar þyrfti húsnæðisverð að lækka um 25 prósent í Bretlandi miðað við hlutfall launa og fasteignaverðs eins og það hefur verið að meðaltali síðustu 20 ár. Hér á landi þyrfti óverulega lækkun til þess að ná þessu hlutfalli. "Þetta er því nánast í jafnvægi og ekki rétt að tala um verðhækkanir fasteigna á Íslandi með sama hætti og eðlilegt er að ræða um slíkar hækkanir í löndum þar sem hækkun fasteigna hefur farið verulega fram úr hækkun launa."
Viðskipti Mest lesið Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur „Gróskuhugarfarið hjálpar okkur líka að viðurkenna mistök” Atvinnulíf Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Viðskipti innlent Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Viðskipti erlent Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Sjá meira