Jafnvægi fasteigna og kaupmáttar 22. júní 2004 00:01 Ekki er jafnrík ástæða til þess að hafa áhyggjur af hækkun húsnæðisverðs hér á landi og í mörgum nágrannaríkjanna. Þetta er niðurstaða Tryggva Þórs Herbertssonar og Axels Hall, hagfræðinga á Hagfræðistofnun. Mikil umræða hefur verið um svokallaðar eignabólur á fasteignamörkuðum víða um heim. Fasteignaverð hefur hækkað mikið hér á landi á undanförnum árum líkt og í nágrannalöndunum. "Hækkunin hér endurspeglar leiðréttingu og hversu mikið kaupmáttur hefur hækkað hér á landi," segir Tryggvi Þór Herbertsson. Tryggvi segir mikla fylgni á milli kaupmáttar og húsnæðisverðs. "Rannsóknir sýna að fjölskyldur eyða nokkuð svipuðu hlutfalli af launum sínum í húsnæði." Hann segir fleiri þætti koma við sögu svo sem þróun langtímavaxta. "Flestir eru þeirrar skoðunar að langtímavextir muni fara lækkandi í vestrænum á næstu árum. Það þýðir að flestir ættu að vera tilbúnir að taka hærri lán." Í Bretlandi og á Spáni hafa menn töluverðar áhyggjur af því að eignaverð muni lækka í snöggri verðleiðréttingu. Fasteignaverð hefur hækkað langt umfram kaupmátt launa. Líkur á verðleiðréttingu húsnæðis í þessum löndum eru því margfallt meiri en hér á landi. Meðal hagfræðinga eru þær raddir uppi að hugsanlega sé hækkun húsnæðisverðs komin til að vera. Fólk sé einfaldlega tilbúið að verja stærri hluta tekna sinna til kaupa á húsnæði. Tryggvi segir að það hafi komið þeim á óvart eftir mikla umræðu um að hækkun fasteignaverðs sé farið úr böndum og lækkun sé óumflýjanleg, að sjá að húsnæði er í jafnvægi við kaupmáttinn þegar horft sé yfir lengra tímabil. Hann segir að þumalputtareglan til dæmis í Bandaríkjunum sé sú að fólk kaupi húsnæði sem kosti þriggja ára laun. "Þetta hlutfall er núna komið í fimm í Bandaríkjunum. Þeir sem eru með fimm milljónir í árstekjur eru þá að kaupa 25 milljón króna húseignir." Tryggvi segist vel skilja áhyggjur breska Seðlabankans af fasteignaverði. Miðað við þær forsendur sem Tryggvi og Axel gefa sér í leitinni að jafnvæi fasteignamarkaðar þyrfti húsnæðisverð að lækka um 25 prósent í Bretlandi miðað við hlutfall launa og fasteignaverðs eins og það hefur verið að meðaltali síðustu 20 ár. Hér á landi þyrfti óverulega lækkun til þess að ná þessu hlutfalli. "Þetta er því nánast í jafnvægi og ekki rétt að tala um verðhækkanir fasteigna á Íslandi með sama hætti og eðlilegt er að ræða um slíkar hækkanir í löndum þar sem hækkun fasteigna hefur farið verulega fram úr hækkun launa." Viðskipti Mest lesið Að hringja sig inn veik á mánudögum Atvinnulíf Varar við glötuðum tækifærum í kringum almyrkvann á næsta ári Viðskipti innlent Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Viðskipti erlent Lokatilraun til að bjarga loðnuvertíð Viðskipti innlent Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Þau hlutu UT-verðlaunin í ár Viðskipti innlent Greiða Póstinum 618 milljónir fyrir alþjónustu Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Fermingarmyndin ekki til útflutnings Atvinnulíf Fleiri fréttir Lokatilraun til að bjarga loðnuvertíð Varar við glötuðum tækifærum í kringum almyrkvann á næsta ári Þau hlutu UT-verðlaunin í ár Greiða Póstinum 618 milljónir fyrir alþjónustu Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Sjá meira
Ekki er jafnrík ástæða til þess að hafa áhyggjur af hækkun húsnæðisverðs hér á landi og í mörgum nágrannaríkjanna. Þetta er niðurstaða Tryggva Þórs Herbertssonar og Axels Hall, hagfræðinga á Hagfræðistofnun. Mikil umræða hefur verið um svokallaðar eignabólur á fasteignamörkuðum víða um heim. Fasteignaverð hefur hækkað mikið hér á landi á undanförnum árum líkt og í nágrannalöndunum. "Hækkunin hér endurspeglar leiðréttingu og hversu mikið kaupmáttur hefur hækkað hér á landi," segir Tryggvi Þór Herbertsson. Tryggvi segir mikla fylgni á milli kaupmáttar og húsnæðisverðs. "Rannsóknir sýna að fjölskyldur eyða nokkuð svipuðu hlutfalli af launum sínum í húsnæði." Hann segir fleiri þætti koma við sögu svo sem þróun langtímavaxta. "Flestir eru þeirrar skoðunar að langtímavextir muni fara lækkandi í vestrænum á næstu árum. Það þýðir að flestir ættu að vera tilbúnir að taka hærri lán." Í Bretlandi og á Spáni hafa menn töluverðar áhyggjur af því að eignaverð muni lækka í snöggri verðleiðréttingu. Fasteignaverð hefur hækkað langt umfram kaupmátt launa. Líkur á verðleiðréttingu húsnæðis í þessum löndum eru því margfallt meiri en hér á landi. Meðal hagfræðinga eru þær raddir uppi að hugsanlega sé hækkun húsnæðisverðs komin til að vera. Fólk sé einfaldlega tilbúið að verja stærri hluta tekna sinna til kaupa á húsnæði. Tryggvi segir að það hafi komið þeim á óvart eftir mikla umræðu um að hækkun fasteignaverðs sé farið úr böndum og lækkun sé óumflýjanleg, að sjá að húsnæði er í jafnvægi við kaupmáttinn þegar horft sé yfir lengra tímabil. Hann segir að þumalputtareglan til dæmis í Bandaríkjunum sé sú að fólk kaupi húsnæði sem kosti þriggja ára laun. "Þetta hlutfall er núna komið í fimm í Bandaríkjunum. Þeir sem eru með fimm milljónir í árstekjur eru þá að kaupa 25 milljón króna húseignir." Tryggvi segist vel skilja áhyggjur breska Seðlabankans af fasteignaverði. Miðað við þær forsendur sem Tryggvi og Axel gefa sér í leitinni að jafnvæi fasteignamarkaðar þyrfti húsnæðisverð að lækka um 25 prósent í Bretlandi miðað við hlutfall launa og fasteignaverðs eins og það hefur verið að meðaltali síðustu 20 ár. Hér á landi þyrfti óverulega lækkun til þess að ná þessu hlutfalli. "Þetta er því nánast í jafnvægi og ekki rétt að tala um verðhækkanir fasteigna á Íslandi með sama hætti og eðlilegt er að ræða um slíkar hækkanir í löndum þar sem hækkun fasteigna hefur farið verulega fram úr hækkun launa."
Viðskipti Mest lesið Að hringja sig inn veik á mánudögum Atvinnulíf Varar við glötuðum tækifærum í kringum almyrkvann á næsta ári Viðskipti innlent Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Viðskipti erlent Lokatilraun til að bjarga loðnuvertíð Viðskipti innlent Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Þau hlutu UT-verðlaunin í ár Viðskipti innlent Greiða Póstinum 618 milljónir fyrir alþjónustu Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Fermingarmyndin ekki til útflutnings Atvinnulíf Fleiri fréttir Lokatilraun til að bjarga loðnuvertíð Varar við glötuðum tækifærum í kringum almyrkvann á næsta ári Þau hlutu UT-verðlaunin í ár Greiða Póstinum 618 milljónir fyrir alþjónustu Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Sjá meira