
Viðskipti

Krónan veiktist um rúm 2% í dag
Gengi íslensku krónunnar veiktist um rúm 2% í dag og hefur því veikst um 6,4% á síðustu tveimur dögum. Titringinn á gjaldeyrismarkaði má rekja til skýrslu matsfyrirtækisins Fitch sem birt var í gær.

Gengið skýrir samdráttinn
Hagnaður Opinna kerfa Group eftir skatta var 215 milljónir króna árið 2005, en árið 2004 nam hagnaðurinn 225 milljónum. Þá voru Skýrr og Teymi hluti af samstæðunni, en fyrirtækin voru bæði færð yfir til móðurfélagsins Kögunar í byrjun árs 2005.

Íslensk fréttastofa á ensku
Hópur fjárfesta sem tengist Viðskiptablaðinu hefur keypt bresku frétta- og upplýsingaveituna M2 Communications Limited (M2). Fréttir og annað efni frá M2 eru sögð ná til allt að sjö milljóna manna um allan heim á degi hverjum.

Danól og Ölgerðin til sölu
Danól hefur verið sett í sölu ásamt Ölgerðinni Agli Skallagrímssyni. MP Fjárfestingarbanki sér um söluna sem taka á einn og hálfan mánuð.

Afkoma Íslandsbanka sú besta í sögu bankans
Afkoma Íslandsbanka á síðsta ári var sú besta í sögu bankans en hagnaður bankans nam nítján milljörðum króna. Bankinn hyggur á frekari útrás á þessu ári.

Hermann nýr forstjóri Olíufélagsins
Hermann Guðmundsson hefur verið ráðinn nýr forstjóri Olíufélagsins sem eigendur Bílanausts keyptu á dögunum. Hermann hefur verið framkvæmdastjóri Bílanausts síðastliðin fjögur ár.

Íslenskir fjárfestar kaupa breskt fjölmiðlafyrirtæki
Hópur fjárfesta sem tengist Viðskiptablaðinu hefur keypt bresku frétta- og upplýsingaveituna M2 Communications Limited. Þetta kemur fram í tilkynningu frá þeim.
Hrun í Kauphöllinni
Hlutabréf hafa snarlækkað í dag í kjölfar þess að matsfyrirtækið Fitch telur að neikvæðar horfur séu á lánshæfismati ríkissjóðs. Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 4,7 prósent.

Hagnaður Jarðborana 634 milljónir
Hagnaður Jarðborana var 634 milljónir á síðasta ári og jókst um 176 milljónir á milli ára. Þetta mun vera besta afkoma félagsins frá upphafi.

Hagnaður SPRON rúmir fjórir milljarðar
Hagnaður SPRON á síðasta ári nam fjórum koma einum milljarði króna og hefur aldrei verið meiri. Þetta kemur fram í afkomutilkynningu félagsins sem birt var í dag. Hagnaðurinn jókst um 150 prósent á milli ára og nema heildareignir SPRON-samstæðunnar nú 115 milljörðum króna.

Óvissa um útgáfu PS3
Óvíst er að Sony nái að gefa út Playstation 3, næstu kynslóð leikjatölvunnar vinsælu, í vor eins og ætlað var vegna þess að ekki hefur verið lokið við gerð ákveðinna staðla sem ný tækni hennar á að styðjast við.
Orkla til sölu
Norska, fjölmiðlafyrirtækið Orkla Media, sem rekur meðal annars dönsku blöðin Berlingske Tidene, BT og Weekendavisen, er til sölu. Að því er fram kemur á norska fréttavefnum NTB hefur stjórn félagsins ákveðið að hlusta á tilboð í samsteypuna í heild sinni eða að hluta. Dagsbrún, móðurfélag 365 miðla, og norska blaðið Dagbladet hafa sýnt fyrirtækinu áhuga.

FL Group kaupir hlut í Bang og Olufsen
FL Group hefur keypt ríflega átta prósenta hluta í danska félaginu Bang og Olufsen eftir því sem fram kemur í frétt á heimasíðu Kauphallar Íslands. Markaðsvirði hlutarins er um 7,5 milljarðar króna.

Sparisjóður Keflavíkur kaupir afgreiðslu Landsbanka í Sandgerði
Landsbankinn og Sparisjóðurinn í Keflavík hafa gert samkomulag um kaup Sparisjóðsins á afgreiðslu Landsbankans í Sandgerði. Fram kemur í tilkynningu frá félögunum sparisjóðurinn mun taka við öllum eignum og skuldum afgreiðslunnar 5. mars ásamt póstafgreiðslu í Sandgerði sem Landsbankinn og Íslandspóstur eru aðilar að.
FL Group kaupir í Bang og Olufsen
FL Group hefur keypt 8,2 prósenta hlut í danska raftækjaframleiðandanum Bang og Olufsen fyrir 7,5 milljarða króna.

Dagblað Dagsbrúnar verði stærst í Danmörku
Dagblaðið sem Dagsbrún, móðurfélag 365 miðla, ætlar að gefa út í Danmörku verður gefið í út í 500 þúsund eintökum dag hvern og verður þannig langstærsta dagblað Danmerkur. Þetta hefur Jótlandspósturinn eftir heimildarmönnum sínum í málinu.

Verulegar líkur á lækkunum á hlutabréfum
Lektor í viðskiptafræði segir verulegar líkur á lækkunum á íslenskum hlutabréfum og mikil áhætta sé fólgin í kaupum á þeim. Ekki sé innistæða fyrir hækkunum undanfarið en Úrvalsvísitala Kauphallar Íslands hefur hækkað um rúm 24% frá áramótum.

Tap á flugrekstri FinnAr
Tap finnska flugfélagsins Finnair nam 220 milljónum króna á síðasta ársfjórðungi. Á sama tímabili árið 2004 var um 250 milljóna króna hagnaður af starfseminni. Í tilkynningu frá félaginu segir að hátt eldsneytisverð og aukinn launakostnaður séu aðal ástæður fyrir tapi en sölutekjur jukust um 7,5% milli ára.

FL Group kaupir bjórfyrirtæki
FL Group, móðurfélag Flugleiða til skamms tíma, hefur keypt tæp ellefu prósent í danska ölgerðarfyrirtækinu Royal Unibrew, sem er næst stærsta fyrirtæki sinnar tegundar á Norðurlöndum. Fyrirtækið rekur sex verksmiðjur í Danmörku, Eistlandi og Lettlandi, með tvö þúsund og þrjú hundruð starfsmönnum. Það flytur afurðir sínar til 65 landa, einkum í Evrópu, Ameríku og Afríku

FL Group í ölið
FL Group hefur keypt tæplega ellefu prósenta hlut í dankska drykkjarvöruframleiðandanum Royal Unibrew A/S. Markaðsvirði hlutarins er um 4,2 milljarðar króna.

Krónan hækkaði mest gagnvart dalnum
Íslenska krónan hækkaði næstmest allra gjaldmiðla í heiminum gagnvart bandaríska dollaranum fyrstu vikuna í febrúar. Krónan hækkaði um rúmlega þrjú prósent gagnvart dollarnum og aðeins kanadíski dollarinn hækkaði meira í síðustu viku, eða um rösklega sex prósent.
Eigendur Dagbladet bjóða í Orkla Medier
Eigendur norska blaðsins Dagbladet hafa ákveðið að bjóða í norska fjölmiðlafyrirtækið Orkla Medier, sem rekur meðal annars dönsku blöðin Berlingske Tidende, BT og Weekendavisen. Þetta kemur fram á vef Jótlandspóstsins. Dagsbrún, móðurfélag 365 miðla, sýndi Orkla Medier áhuga á dögunum ásamt nokkrum öðrum norrænum fjölmiðlafyrirtækjum en nú er útlit fyrir að Orkla verði áfram í eigu Norðmanna.

Skýrr kaupir í EJS
Skýrr hf. hefur skrifað undir samning um kaup 58,7 prósenta hlut í EJS hf. en kaupverðið er sagt vera trúnaðarmál.

Líklega hætt við að selja Iceland Express
Sænska lágjaldaflugfélagið Fly Me hefur kaypt ráðandi hlut í í Lithuanian Airlines í Litháen, en íslenska eignarhaldsfélagið Fons á meirihluta í Fly Me. Litháíska flugfélagið rekur sjö þotur og eru starfsmenn hátt í sex hundruð.
Tígullinn nútímavæddur
KEA tók í notkun nýtt merki í dag eftir að hafa notað græna tígulinn sem einkennistákn í rúma sjö áratugi. Félagið heldur sig þó við svipað form en nýja merkið er gult.

Icelandair Group í Kauphöllina
FL Group stefnir á skráningu Icelandair Group í Kauphöll Íslands og er undirbúningur þeirra skráningar þegar hafinn. Á kynningarfundi klukkan tvö í dag var upplýst að stjórn FL Group stefni að því að koma Icelandair Group í dreifða eignaraðild.

SÍF verður Alfesca
SÍF hf. hefur breytt nafni sínu í Alfesca og samhliða því tekið upp nýtt fyrirtækismerki. Í tilkynningu frá félaginu segir að nýtt nafn og merki sé tilkomið vegna umfangsmikilla breytinga á starfsemi félagsins.

Bankarnir lánuðu stjórnendum 5.5 milljarða 2004
Stjórnarmenn og æðstu stjórnendur þriggja íslensku viðskiptabankanna fengu samtals 5.5 milljarða að láni frá bönkunum árið 2004 og 2.7 milljarða árið þar á undan. Þetta kemur fram í svari viðskiptaráðherra við fyrirspurn Jóhönnu Sigurðardóttur, þingmanns Samfylkingarinnar. Þar er vísað til ársreikningar bankanna.

Síminn kaupir í Kögun
Síminn hefur keypt tæplega 27% hlut í Kögun og nemur hlutur Símans samtals 52 milljónum hluta að nafnverði. Samningur um kaupin var undirritaður í morgun.

Avion Group kaupir annað stærsta leiguflugfélag Frakklands
Avion Group hefur keypt franska leiguflugfélagið Star Airlines, sem er annað stærsta leiguflugfélag Frakklands. Flugfélagið á 6 þotur og starfsmenn þess eru 460. Félagið flytur 900 þúsund farþega á ári til tuttugu áfangastaða. Við segjum nánar frá þessu síðar í dag.