Íslensk fréttastofa á ensku Óli Kristján Ármannsson skrifar 22. febrúar 2006 06:00 Gunnlaugur Árnason aðalritstjóri M2 Communications og Viðskiptablaðsins og Tom Naysmith sem stýrir M2 í Bretlandi. Hópur fjárfesta sem tengist Viðskiptablaðinu hefur keypt bresku frétta- og upplýsingaveituna M2 Communications Limited (M2). Fréttir og annað efni frá M2 eru sögð ná til allt að sjö milljóna manna um allan heim á degi hverjum. Kaupverðið er sagt trúnaðarmál. Landsbanki Íslands í London fjármagnaði yfirtökuna að hluta til og veitti ráðgjöf. Fjárfestahópurinn er undir forystu Gunnars Jóhanns Birgissonar, stjórnarformanns Framtíðarsýnar, útgáfufélags Viðskiptablaðsins. Gunnlaugur Árnason, ritstjóri Viðskiptablaðsins, hefur verið ráðinn aðalritstjóri M2 samhliða því að ritstýra Viðskiptablaðinu. Hann segir að gengið hafi verið frá kaupunum í Lundúnum á Valentínusardaginn, 14. febrúar, en útrásin hafi átt sér nokkurn aðdraganda. Þegar ég hóf störf á Viðskiptablaðinu lagði ég fram ákveðnar hugmyndir sem stjórnendur tóku vel í og svo var farið af stað með fjármögnun. Hann segir þetta skuldsetta yfirtöku, en skuldsetningin sé þó í algjöru lágmarki. Gunnlaugur segir ástæður þess að ráðist var í kaupin tvíþættar. Fyrirtækið er stöndugt og hefur alltaf verið rekið með hagnaði og fjárfestingin sem slík mjög góð. Svo var náttúrlega tímabært að fylgja íslenskum fyrirtækjum í útrásinni og koma um leið á framfæri áreiðanlegum upplýsingum af íslensku viðskiptalífi, en fyrirtækið er í raun fréttaveita fyrir fréttaveitur. Samhliða kaupunum hefur Viðskiptablaðið stofnað fréttastofuna Icelandic Financial News (IFN), sem sérhæfir sig í fréttum af íslensku viðskipta- og efnahagslífi. Fréttum IFN verður svo dreift í gegnum samstarfsaðila M2, svo sem Reuters og Dow Jones. Viðskiptablaðið verður áfram Viðskiptablaðið, segir Gunnlaugur aðspurður um hvaða breytingar kaupin hafi í för með sér, en bætir við að einhverjar mannaráðningar séu fyrirséðar. En þarna verður náttúrlega ákveðin samnýting á blaðamönnum. Við fáum efni frá þeim sem við myndum ekki fá öðruvísi og eins miðla blaðamenn Viðskiptablaðsins upplýsingum til þessa fréttamiðils, hvort það er um Avion Group, Novator eða Baug. M2 Communications var stofnað árið 1993 og er með blaðamenn víða um heim, meðal annars í Bretlandi, Finnlandi, Póllandi og á Indlandi. Fyrirtækið dreifir eigin fréttum auk efnis frá öðrum, svo sem fréttatilkynningum. M2 er sagt vera stærsta fyrirtæki Evrópu í dreifingu fréttatilkynninga og það þriðja stærsta í heiminum. Viðskipti Mest lesið Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Birgir til Banana Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Viðskipti innlent Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Sjá meira
Hópur fjárfesta sem tengist Viðskiptablaðinu hefur keypt bresku frétta- og upplýsingaveituna M2 Communications Limited (M2). Fréttir og annað efni frá M2 eru sögð ná til allt að sjö milljóna manna um allan heim á degi hverjum. Kaupverðið er sagt trúnaðarmál. Landsbanki Íslands í London fjármagnaði yfirtökuna að hluta til og veitti ráðgjöf. Fjárfestahópurinn er undir forystu Gunnars Jóhanns Birgissonar, stjórnarformanns Framtíðarsýnar, útgáfufélags Viðskiptablaðsins. Gunnlaugur Árnason, ritstjóri Viðskiptablaðsins, hefur verið ráðinn aðalritstjóri M2 samhliða því að ritstýra Viðskiptablaðinu. Hann segir að gengið hafi verið frá kaupunum í Lundúnum á Valentínusardaginn, 14. febrúar, en útrásin hafi átt sér nokkurn aðdraganda. Þegar ég hóf störf á Viðskiptablaðinu lagði ég fram ákveðnar hugmyndir sem stjórnendur tóku vel í og svo var farið af stað með fjármögnun. Hann segir þetta skuldsetta yfirtöku, en skuldsetningin sé þó í algjöru lágmarki. Gunnlaugur segir ástæður þess að ráðist var í kaupin tvíþættar. Fyrirtækið er stöndugt og hefur alltaf verið rekið með hagnaði og fjárfestingin sem slík mjög góð. Svo var náttúrlega tímabært að fylgja íslenskum fyrirtækjum í útrásinni og koma um leið á framfæri áreiðanlegum upplýsingum af íslensku viðskiptalífi, en fyrirtækið er í raun fréttaveita fyrir fréttaveitur. Samhliða kaupunum hefur Viðskiptablaðið stofnað fréttastofuna Icelandic Financial News (IFN), sem sérhæfir sig í fréttum af íslensku viðskipta- og efnahagslífi. Fréttum IFN verður svo dreift í gegnum samstarfsaðila M2, svo sem Reuters og Dow Jones. Viðskiptablaðið verður áfram Viðskiptablaðið, segir Gunnlaugur aðspurður um hvaða breytingar kaupin hafi í för með sér, en bætir við að einhverjar mannaráðningar séu fyrirséðar. En þarna verður náttúrlega ákveðin samnýting á blaðamönnum. Við fáum efni frá þeim sem við myndum ekki fá öðruvísi og eins miðla blaðamenn Viðskiptablaðsins upplýsingum til þessa fréttamiðils, hvort það er um Avion Group, Novator eða Baug. M2 Communications var stofnað árið 1993 og er með blaðamenn víða um heim, meðal annars í Bretlandi, Finnlandi, Póllandi og á Indlandi. Fyrirtækið dreifir eigin fréttum auk efnis frá öðrum, svo sem fréttatilkynningum. M2 er sagt vera stærsta fyrirtæki Evrópu í dreifingu fréttatilkynninga og það þriðja stærsta í heiminum.
Viðskipti Mest lesið Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Birgir til Banana Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Viðskipti innlent Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Sjá meira