Innlent

Líklega hætt við að selja Iceland Express

MYND/Hari

Sænska lággjaldaflugfélagið Fly Me hefur kaypt ráðandi hlut í í Lithuanian Airlines í Litháen, en íslenska eignarhaldsfélagið Fons á meirihluta í Fly Me. Litháíska flugfélagið rekur sjö þotur og eru starfsmenn hátt í sex hundruð.

Fons á líka flugfélagið Iceland Express, sem verið hefur til sölu, eftir að Fons eignaðist stóran hluta í FL Group, en Morgunblaðið hefur það eftir Pálma Haraldssyni í Fons að eftir að ákveðið var fyrir helgi að Flugleiðir færu úr beinni eign FL Group yrði líklega hætt við söluna á Iceland Express






Fleiri fréttir

Sjá meira


×