Ástin og lífið

Fréttamynd

Gamaldags þegar kemur að stefnumótum og trúir á ást við fyrstu sýn

„Við höfum afskaplega litla stjórn þegar kemur að ástinni. Þú þvingar henni ekki upp á sambönd eða fólk og með sama skapi verður ekki við neitt ráðið þegar hún mætir á svæðið. Ástin kemur þegar hún á að koma.“ Þetta segir lögmaðurinn og pistlahöfundurinn Arna Pálsdóttir í viðtali við Makamál. 

Makamál
Fréttamynd

57 ára á OnlyFans: „Ég sýni erótískar hreyfingar en ekki kynlíf“

„Reyndar hefði ég ekki gert þetta þegar ég var ung kona. Ég hefði ekki þorað því vegna hræðslu við umtal, útskúfun og fleira í þeim dúr, þó að mig hefði langað til þess.“ Segir 57 ára gömul kona sem kallar sig Your Silver Siren, en hún er ein af þeim íslensku konum sem birta erótískt efni á síðunni OnlyFans.

Makamál
Fréttamynd

Lítur ekki við mönnum sem drekka ekki kaffi

„Þeir íslensku strákar sem ég hef deitað eru svo logandi hræddir við skuldbindingar að það er varla hægt að bjóða þeim á almennileg stefnumót. Þeir gefa sér varla tíma til að kynnast. Væri til í deitmenningu í takt við þættina Sex and the City,“ segir Jóndís Inga Hinriksdóttir í viðtali við Makamál. 

Makamál
Fréttamynd

Jón Gnarr gaf saman Frosta og Erlu

Frosti Gnarr og Erla Hlín Hilmarsdóttir gengu í það heilaga í dag, mánudaginn 21. júní á afmælisdegi brúðarinnar. Þau höfðu miklu að fagna en hún var einnig að útskrifast.

Lífið
Fréttamynd

„Engin skömm í því að vilja vinna úr framhjáhaldi“

„Að mínu mati eru ekki til neinar dæmigerðar framhjáhalds týpur, það er í raun og veru mýta. Ég sé það í meðferðarvinnu að sá sem heldur framhjá gerir það ekkert endilega aftur,“ segir Björg Vigfúsdóttir fjölskyldumeðferðarfræðingur í viðtali við Makamál.

Makamál
Fréttamynd

Fyrirsætan Ragga Theodórs á lausu

Ragnheiður Theodórsdóttir fyrirsæta er orðin einhleyp á ný. Hún er ein glæsilegasta kona landsins og hefur mikinn áhuga á útivist, hestamennsku og ferðalögum. 

Lífið
Fréttamynd

Segir Rúrik hafa haldið fram­hjá sér

Fyrir­sætan Nat­hali­a Soli­ani hefur sakað Rúrik Gíslason, fyrrum lands­liðs­mann í knatt­spyrnu, um að hafa haldið fram hjá sér. Hún er nú hætt að fylgja honum á sam­fé­lags­miðlinum Insta­gram.

Lífið
Fréttamynd

Eva Ruza: „Hann hefur farið vel með hjartað mitt“

„Sumarið leggst alltaf vel í þessa gellu. Ég spennist öll upp á vorin yfir því að geta afklætt mig aðeins og gengið um á sandölum. Ég held að ég gleymi því alltaf smá að ég bý á Íslandi og ég er ekkert að fara að labba hálfber um bæinn,“ segir Eva Ruza í viðtali við Makamál. 

Makamál
Fréttamynd

Ástin blómstraði í Tryggvaskála

Ástarævintýri, sem enduðu með farsælum hjónaböndum gerðust á böllum í Tryggvaskála á Selfossi. Þá gisti Kristján tíundi konungur Danmerkur í skálanum 1921. Sögusýning um Tryggvaskála, sem fagnaði 130 ára afmæli á síðasta ári hefur nú verið opnuð.

Innlent
Fréttamynd

„Flest stefnumótin okkar eru á fjöllum“

Árið 2020 var ár stórra breytinga í lífi Þórdísar Valsdóttur fjölmiðlakonu. Í lok árs kynntist hún ástinni sinni Hermanni Sigurðssyni ljósmyndara og prentsmið og er augljóst að sjá að hér fer ástfangið og hamingjusamt par.

Makamál