Franski boltinn

Fréttamynd

Ramos loksins klár í slaginn

Spænski miðvörðurinn Sergio Ramos verður í leikmannahópi París Saint-Germain er liðið sækir Manchester City heim í Meistaradeild Evrópu á miðvikudaginn. Ramos hefur verið frá vegna meiðsla síðan hann gekk í raðir PSG í sumar.

Fótbolti
Fréttamynd

Chelsea og Lyon með stór­sigra í stór­leikjum dagsins

Tveir stórleikir fóru fram í ensku og frönsku úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu í dag. Englandsmeistarar Chelsea pökkuðu Manchester City saman og sömu sögu er að segja af stöllum Söru Bjarkar Gunnarsdóttur hjá Lyon sem völtuðu yfir Frakklandsmeistara PSG.

Fótbolti
Fréttamynd

Miðjumanni PSG sleppt úr haldi lögreglu

Frönsku landsliðskonunni Aminata Diallo, sem var handtekin síðastliðinn miðvikudag, grunuð um að skipuleggja líkamsárás á liðsfélaga sinn, hefur verið sleppt úr haldi lögreglu án ákæru.

Fótbolti
Fréttamynd

Di Maria reyndist hetja PSG

Franska stórveldið Paris Saint-Germain bjargaði sér fyrir horn er liðið vann 2-1 sigur gegn Lille í frönsku úrvalsdeildinni í kvöld. Angel Di Maria tryggði sigur PSG með marki undir lokin.

Fótbolti