Mbappé íhugaði að hætta í franska landsliðinu eftir mikla kynþáttaníð Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 20. júní 2022 17:00 Kylian Mbappé segist ekki hafa fengið vernd frá franska knattspyrnusambandinu og íhugaði að hætta í landsliðinu. James Williamson - AMA/Getty Images Franska stórstjarnan Kylian Mbappé íhugaði að hætta í franska landsliðinu í fótbolta eftir að leikmaðurinn verð fyrir mikilli kynþáttaníð í kjölfar þess að hann misnotaði vítaspyrnu sem varð til þess að liðið féll úr leik gegn Sviss á EM í fyrra. Frakkar og Svisslendingar áttust þá við í spennutrylli í 16-liða úrslitum Evrópumótsins í fótbolta. Staðan var jöfn að loknum venjulegum leiktíma og framlengingar, 3-3, og því þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni til að skera úr um sigurvegara. Mbappé klikkaði þar á fimmtu og seinustu spyrnu heimsmeistaranna og Svisslendingar fóru því áfram í átta liða úrslit á kostnað Frakka. Segir að franska knattspyrnusambandið hafi ekki staðið með sér Eftir leikinn fékk Mbappé heilan helling af ljótum skilaboðum þar sem hann varð fyrir mikilli og grófri kynþáttaníð - eitthvað sem er því miður orðið allt of algengt í lífi íþróttafólks. Noël Le Graët, forseti franska knattspyrnusambandsins, mætti í viðtal á dögunum þar sem hann sagðist hafa rætt við Mbappé fljótlega eftir mótið. Mbappé hafi þá verið tilbúinn til að yfirgefa franska landsliðið þar sem honum hafi ekki þótt franska knattspyrnusambandið standa með sér. „Honum þótti sambandið ekki verja sig nægilega eftir að hann misnotaði vítaspyrnuna og alla þá gagnrýni sem hann fékk á sig á samfélagsmiðlum. Hann vildi ekki lengur spila fyrir franska landsliðið,“ sagði Le Graët. Mbappé fann sig hins vegar knúinn til að svara þessum ummælum Le Graëts og skrifaði á Twitter-síðu sína að forsetinn hafi komist að þeirri niðurstöðu að ekki hafi verið um kynþáttafordóma að ræða. „Reyndar útskýrði ég mjög vel fyrir honum að þetta hafi verið í tengslum við kynþáttafordóma en ekki vítaklúðrið. En hann komst að þeirri niðurstöðu að ekki hafi verið um kynþáttafordóma að ræða,“ skrifaði Mbappé á Twitter-síðu sína. Oui enfin je lui ai surtout bien expliqué que c’était par rapport au racisme et NON au penalty. Mais lui considérait qu’il n’y avait pas eu de racisme… https://t.co/wZ1nQfb4l4— Kylian Mbappé (@KMbappe) June 19, 2022 Sóknarmaðurinn hefur þó haldið áfram að spila fyrir franska landsliðið og skoraði bæði í undanúrslitum og úrslitum Þjóðadeildarinnar þar sem Frakkar fögnuðu sigri á seinasta ári. Þá skoraði hann einnig fjögur mörk fyrir liðið gegn Kasakstan er Frakkar tryggðu sæti sitt á HM í Katar. Ummæli leikmannsins birtust á Twitter-í gær, stuttu eftir að alþjóðaknattspyrnusambandið FIFA birti niðurstöður úr rannsókn sinni á netníð sem sneri að leikmönnum sem spiluðu á EM 2020 og Afríkukeppninni 2020. Þær niðurstöður sýna að yfir helmingur leikmanna varð fyrir netníð á meðan leik stóð, fyrir og eftir leik. Fótbolti Kynþáttafordómar Franski boltinn Tengdar fréttir Helmingur leikmanna á EM og Afríkukeppninni urðu fyrir netníð Alþjóðaknattspyrnusambandið FIFA hefur birt skýrslu um rannsókn á netníð sem sneri að leikmönnum sem spiluðu á EM 2020 og Afríkukeppninni 2020 og kom í ljós að helmingur leikmanna hafði orðið fyrir aðkasti á netinu. 19. júní 2022 17:30 Mest lesið Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Fleiri fréttir Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Manchester City rak stjórann sinn fimm dögum fyrir bikarúrslitaleik Hákon hjálpaði liði sínu að setja met í frönsku deildinni Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Þjálfarinn lofaði Mikael: „Var okkar besti maður“ Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Mitrovic fór á spítala vegna óreglulegs hjartsláttar Sonur Buffons spilaði sinn fyrsta leik Sjáðu stórleik Cecilíu gegn meisturunum Kynnir fyrsta hópinn á miðvikudag Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Ísak Andri á skotskónum þegar Norrköping komst í undanúrslit Real Madríd jafnaði topplið Barcelona að stigum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR Mikael tryggði AGF stig gegn Viborg Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Sjá meira
Frakkar og Svisslendingar áttust þá við í spennutrylli í 16-liða úrslitum Evrópumótsins í fótbolta. Staðan var jöfn að loknum venjulegum leiktíma og framlengingar, 3-3, og því þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni til að skera úr um sigurvegara. Mbappé klikkaði þar á fimmtu og seinustu spyrnu heimsmeistaranna og Svisslendingar fóru því áfram í átta liða úrslit á kostnað Frakka. Segir að franska knattspyrnusambandið hafi ekki staðið með sér Eftir leikinn fékk Mbappé heilan helling af ljótum skilaboðum þar sem hann varð fyrir mikilli og grófri kynþáttaníð - eitthvað sem er því miður orðið allt of algengt í lífi íþróttafólks. Noël Le Graët, forseti franska knattspyrnusambandsins, mætti í viðtal á dögunum þar sem hann sagðist hafa rætt við Mbappé fljótlega eftir mótið. Mbappé hafi þá verið tilbúinn til að yfirgefa franska landsliðið þar sem honum hafi ekki þótt franska knattspyrnusambandið standa með sér. „Honum þótti sambandið ekki verja sig nægilega eftir að hann misnotaði vítaspyrnuna og alla þá gagnrýni sem hann fékk á sig á samfélagsmiðlum. Hann vildi ekki lengur spila fyrir franska landsliðið,“ sagði Le Graët. Mbappé fann sig hins vegar knúinn til að svara þessum ummælum Le Graëts og skrifaði á Twitter-síðu sína að forsetinn hafi komist að þeirri niðurstöðu að ekki hafi verið um kynþáttafordóma að ræða. „Reyndar útskýrði ég mjög vel fyrir honum að þetta hafi verið í tengslum við kynþáttafordóma en ekki vítaklúðrið. En hann komst að þeirri niðurstöðu að ekki hafi verið um kynþáttafordóma að ræða,“ skrifaði Mbappé á Twitter-síðu sína. Oui enfin je lui ai surtout bien expliqué que c’était par rapport au racisme et NON au penalty. Mais lui considérait qu’il n’y avait pas eu de racisme… https://t.co/wZ1nQfb4l4— Kylian Mbappé (@KMbappe) June 19, 2022 Sóknarmaðurinn hefur þó haldið áfram að spila fyrir franska landsliðið og skoraði bæði í undanúrslitum og úrslitum Þjóðadeildarinnar þar sem Frakkar fögnuðu sigri á seinasta ári. Þá skoraði hann einnig fjögur mörk fyrir liðið gegn Kasakstan er Frakkar tryggðu sæti sitt á HM í Katar. Ummæli leikmannsins birtust á Twitter-í gær, stuttu eftir að alþjóðaknattspyrnusambandið FIFA birti niðurstöður úr rannsókn sinni á netníð sem sneri að leikmönnum sem spiluðu á EM 2020 og Afríkukeppninni 2020. Þær niðurstöður sýna að yfir helmingur leikmanna varð fyrir netníð á meðan leik stóð, fyrir og eftir leik.
Fótbolti Kynþáttafordómar Franski boltinn Tengdar fréttir Helmingur leikmanna á EM og Afríkukeppninni urðu fyrir netníð Alþjóðaknattspyrnusambandið FIFA hefur birt skýrslu um rannsókn á netníð sem sneri að leikmönnum sem spiluðu á EM 2020 og Afríkukeppninni 2020 og kom í ljós að helmingur leikmanna hafði orðið fyrir aðkasti á netinu. 19. júní 2022 17:30 Mest lesið Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Fleiri fréttir Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Manchester City rak stjórann sinn fimm dögum fyrir bikarúrslitaleik Hákon hjálpaði liði sínu að setja met í frönsku deildinni Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Þjálfarinn lofaði Mikael: „Var okkar besti maður“ Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Mitrovic fór á spítala vegna óreglulegs hjartsláttar Sonur Buffons spilaði sinn fyrsta leik Sjáðu stórleik Cecilíu gegn meisturunum Kynnir fyrsta hópinn á miðvikudag Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Ísak Andri á skotskónum þegar Norrköping komst í undanúrslit Real Madríd jafnaði topplið Barcelona að stigum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR Mikael tryggði AGF stig gegn Viborg Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Sjá meira
Helmingur leikmanna á EM og Afríkukeppninni urðu fyrir netníð Alþjóðaknattspyrnusambandið FIFA hefur birt skýrslu um rannsókn á netníð sem sneri að leikmönnum sem spiluðu á EM 2020 og Afríkukeppninni 2020 og kom í ljós að helmingur leikmanna hafði orðið fyrir aðkasti á netinu. 19. júní 2022 17:30