Seðlabankinn Ný fyrirtækjalán rufu 300 milljarða króna múrinn á árinu 2022 Hrein ný fyrirtækjalán í bankakerfinu námu 302 milljörðum króna á árinu 2022 og er það langsamlega mesta útlánaaukningin sem hefur mælst á einu ári frá því að Seðlabanki Íslands byrjaði að halda utan um gögnin árið 2013. Innherji 26.1.2023 09:05 Óverðtryggð íbúðalán greidd upp í fyrsta sinn í sex ár Uppgreiðslur óverðtryggðra íbúðalána í desember voru meiri en veiting nýrra lána af sama tagi en þetta var í fyrsta sinn í sex ár sem hrein ný óverðtryggð íbúðalán í bankakerfinu voru neikvæð í einum mánuði. Innherji 25.1.2023 16:02 „Light“ útgáfa af upplýsingaskyldu skráðra félaga í nýrri tillögu ESB Ef tillaga framkvæmdastjórnar ESB verður samþykkt hvað varðar upplýsingaskyldu skráðra félaga liggur fyrir að innleiða þurfi breytinguna í íslenskan rétt. Slíkt myndi hafa í för með sér að skráð félög þyrftu ekki að lengur að birta innherjaupplýsingar opinberlega fyrr en þær verða endanlegar. Tillagan myndi því létta töluvert á kröfum til skráðra félaga á Íslandi og annars staðar á Evrópska efnahagssvæðinu um að birta innherjaupplýsingar. Umræðan 25.1.2023 10:01 Lífeyrissjóðirnir keyptu gjaldeyri fyrir meira en tólf milljarða í desember Íslensku lífeyrissjóðirnir juku verulega við gjaldeyriskaup sín undir árslok 2022 og keyptu að jafnaði erlendan gjaldeyri fyrir um 11,4 milljarða í hverjum mánuði á síðustu fjórum mánuðum ársins. Niðurstaðan var að hrein gjaldeyriskaup sjóðanna jukust um tæplega 100 prósent frá fyrra ári en gengi krónunnar lækkað talsvert á síðari árshelmingi 2022. Útlit er fyrir enn meiri kaup lífeyrissjóðanna á gjaldeyri á þessu ári. Innherji 19.1.2023 12:08 Þurfum að hafa „augun opin“ fyrir áhættu við uppgang skuggabankakerfis Umfangsmiklar breytingar á skipuriti og fækkun sviða sem sinna fjármálaeftirliti, meðal annars í þeim tilgangi að fá betri yfirsýn með áhættuþáttum í starfsemi þeirra sem sinna útlánum, eru viðbragð við ákalli tímans um meiri sérhæfingu og mun gefa eftirlitinu meiri slagkraft, að sögn seðlabankastjóra. Þótt því fylgi kostir að fjármálaleg milliganga sé að færast til ýmissa sjóða, stundum nefnt skuggabankakerfi, þá er mikilvægt að hafa „augun opin“ fyrir þeirri áhættu sem þær breytingar skapa. Innherji 16.1.2023 13:47 Seðlabankinn breytir skipuritinu til að „styrkja fjármálaeftirlit“ Seðlabankinn hefur breytt skipuriti sínu þannig að fagsviðum sem sinna fjármálaeftirliti fækkar úr fjórum í tvö. Breytingarnar eru sagðar taka mið af þeirri þróun sem átt hefur sér stað á fjármálamarkaði og hafa það að markmiði að styrkja fjármálaeftirlit bankans. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Seðlabankanum. Innherji 12.1.2023 17:33 Tafir á innleiðingu gæti haft „mikil áhrif“ á seljanleika skuldabréfa bankanna Alþingi náði ekki að afgreiða fyrir jól frumvarp um breytingar á lögum um sértryggð skuldabréf, sem er sagt geta lækkað fjármögnunarkostnað íslenskra banka á tímum þegar aðstæður á mörkuðum hafa sjaldan verið verri, en fjármálaráðherra og forsvarsmenn fjármálafyrirtækja höfðu lýst því yfir að mikilvægt væri að tryggja framgang málsins fyrir áramót. Bankarnir segja brýnt að afgreiðsla frumvarpsins verði sett í forgang ef þeir eiga að geta gefið út sértryggð skuldabréf sem teljast veðhæf hjá Evrópska seðlabankanum sem aftur hafi „mikil áhrif“ á seljanleika þeirra. Innherji 11.1.2023 09:01 Enn á að slá ryki í augu fólks Komið hefur fram að fjármálaeftirlit Seðlabankans telur Íslandsbanka hafa brotið lög við framkvæmd útboðs Íslandsbanka síðasta vor. Skoðun 11.1.2023 07:31 Vill meira gagnsæi Stjórnarandstaðan kallar eftir meira gagnsæi þegar sala á ríkiseignum er til rannsóknar. Fjármálaeftirlitið telur lög hafa verið brotin við söluna á Íslandsbanka samkvæmt tilkynningu sem bankinn sendi frá sér í gær. Innlent 10.1.2023 19:27 Frekar tilkynning en sáttameðferð Fjármálaeftirlitið telur Íslandsbanka mögulega hafa brotið lög þegar ríkið seldi 22,5% hlut sinn í bankanum, en bankinn sendi frá sér tilkynningu þess efnis að sáttaferli væri hafið milli bankans og FME. Stjórnarandstæðingur segir frekar um að ræða tilkynningu um væntanleg viðurlög heldur en sáttameðferð. Innlent 10.1.2023 13:04 Íslandsbanki kunni að hafa brotið lög við útboðið Í frummati fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands vegna athugunar á framkvæmd Íslandsbanka hf. á útboði Bankasýslu ríkisins á 22,5 prósent eignarhluta ríkisins í Íslandsbanka segir að FME telji að bankinn kunni að hafa brotið gegn lögum og reglum sem um bankann gilda. Innlent 9.1.2023 18:57 Krónan ekki veikari gegn evru í tvö ár þrátt fyrir inngrip Seðlabankans Seðlabankinn beitti ítrekuðum inngripum á gjaldeyrismarkaði í dag til að reyna stemma stigu við stöðugri gengisveikingu krónunnar. Þetta voru fyrstu inngrip bankans í tvo mánuði en þrátt fyrir að hafa selt talsvert magn af gjaldeyri þá lækkaði gengi krónunnar engu að síður um liðlega eitt prósent gagnvart evrunni. Innherji 9.1.2023 18:09 Áforma að auka gjaldeyriseignir sínar um meira en 200 milljarða Fyrirætlanir lífeyrissjóðanna gera ráð fyrir að þeir muni að óbreyttu auka gjaldeyriseignir sínar fyrir samanlagt vel á þriðja hundrað milljarða króna á árinu 2023, samkvæmt þeim fjárfestingastefnum sem þeir hafa sett sér. Lífeyrissjóður verslunarmanna, sá sjóður sem hefur síðustu árin jafnan verið með hæst hlutfall erlendra eigna, áformar hins vegar að viðhalda óbreyttu vægi gjaldeyriseigna í eignasafni sínu. Innherji 9.1.2023 16:41 Ekkert lát er á auknum verðtryggðum íbúðalánum hjá lífeyrissjóðum Umskipti hafa orðið á íbúðalánamarkaði á síðustu mánuðum og misserum þar sem neytendur eru í síauknu mæli farnir að sækja á ný í verðtryggð íbúðalán umfram óvertryggð, bæði hjá bönkunum og lífeyrissjóðum, samhliða ört hækkandi vaxtastigi. Ný verðtryggð útlán lífeyrissjóða til heimila í nóvember á liðnu ári hafa ekki verið meiri frá því í marsmánuði við upphaf faraldursins 2020. Innherji 7.1.2023 12:10 ORCA Capital fær leyfi Seðlabankans til að stýra sérhæfðum sjóðum Fyrrverandi forstöðumaður eignastýringar Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins (LSR) fer fyrir nýju sjóðastýringarfyrirtæki sem hefur fengið starfsleyfi hjá Seðlabanka Íslands sem rekstraraðili fyrir sérhæfða sjóði. Innherji 6.1.2023 16:35 Seðlabankinn kippti markaðnum niður á jörðina Það er útlit fyrir að undirliggjandi lykilbreytur líkt og fólksfjölgun og íbúðauppbygging muni frekar ýta undir verðlækkanir á húsnæðismarkaði en hækkanir á næstu árum. Umræðan 5.1.2023 07:54 „Ekki miklar líkur“ á að vanskil heimila aukist verulega, ekki verið lægri frá 2008 Vegnir meðalvextir óverðtryggðra lána með breytilega vexti, sem á við um meira en fjórðung allra fasteignalána neytenda, voru komnir upp í átta prósent undir lok síðasta árs en fjármálastöðugleikanefnd Seðlabankans telur samt „ekki miklar líkur“ á að vanskil muni aukast verulega. Heimilin eigi að geta endurfjármagnað íbúðalán til að létta greiðslubyrði ef þess gerist þörf. Þá segir nefndin að lífeyrissjóðirnir stefni að því að auka hlutfall erlendra fjárfestinga um 3,5 prósentu af heildareignum sínum á þessu ári. Innherji 4.1.2023 17:48 Stöðutaka með krónunni minnkar um fjórðung á örfáum mánuðum Talsvert hefur dregið úr væntingum útflutningsfyrirtækja og fjárfesta um að gengi krónunnar eigi eftir að styrkjast. Það má sjá þegar litið er til umfangs stöðutöku með krónunni, eða svonefnd gnóttstaða í gegnum framvirka samninga með gjaldeyri, en hún minnkaði um liðlega fjórðung á fáum mánuðum undir árslok 2022, eftir að hafa áður farið stöðugt vaxandi frá því í ársbyrjun 2021. Innherji 4.1.2023 13:16 Ásgeir seðlabankastjóri ársins að mati tímaritsins The Banker Að hækka stýrivexti þvert gegn ráðleggingum annarra hagfræðinga og seðlabanka krefst ekki aðeins hugrekkis heldur sömuleiðis ákveðni, eiginleikar sem Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri Íslands hefur yfir að bera, segir í umfjöllun The Banker. Alþjóðlega fjármálatímaritið, sem er gefið út af The Financial Times, hefur valið Ásgeir sem seðlabankastjóra ársins 2023. Innherji 4.1.2023 06:31 Ætti að vera „auðsótt“ fyrir markaðinn að ráða við útgáfuþörf ríkissjóðs Áætluð lánsfjárþörf ríkissjóðs á árinu 2023, sem hefur boðað útgáfu ríkisbréfa fyrir samtals um 140 milljarða, ætti ekki að valda miklum erfiðleikum fyrir innlendan skuldabréfamarkað, að sögn sérfræðinga, sem setja samt spurningamerki við litla áherslu á verðtryggða skuldabréfaútgáfu. Frekari sala á eignarhlutum ríkisins í Íslandsbanka mun skipta höfuðmáli um hvort fjárþörf ríkissjóðs verði endurskoðuð til hækkunar eða lækkunar á árinu. Innherji 3.1.2023 16:03 Útlit fyrir að gjaldeyriskaup lífeyrissjóða hafi tvöfaldast að umfangi í fyrra Gjaldeyriskaup íslensku lífeyrissjóðanna jukust nokkuð hröðum skrefum á síðustu mánuðum ársins 2022 en samhliða því fór gengi krónunnar að gefa talsvert eftir. Útlit er fyrir að hrein gjaldeyriskaup sjóðanna í fyrra verði tvöfalt meiri borið saman við árið 2021 en svigrúm þeirra til að auka vægi fjárfestinga í erlendum gjaldmiðlum í eignasöfnum sínum hefur aukist talsvert eftir miklar verðlækkanir á alþjóðlegum mörkuðum. Innherji 3.1.2023 13:30 „Ég er ekki í neinum felum fyrir þessari þjóð“ Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri var valinn maður ársins af fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar og var valið kynnt í Kryddsíld á gamlársdag. Ásgeir segist sofa vel á næturnar þrátt fyrir ábyrgð í starfi og vera kurteis maður, að minnsta kosti að mati mömmu sinnar. Innlent 2.1.2023 17:14 Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri maður ársins Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri er maður ársins hjá fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. Valið var kunngjört í beinni útsendingu í Kryddsíldinni rétt í þessu. Ljóst er að Ásgeir hefur með ákvörðunum sínum haft gríðarleg áhrif á daglegt líf Íslendinga á árinu. Innlent 31.12.2022 15:25 Verðbólgan mjakast upp á við og mælist 9,6 prósent Verðbólga síðustu tólf mánaða hækkaði lítillega á milli mánaða. Mælist hún nú 9,6 prósent en stóð í 9,3 prósent í síðasta mánuði. Viðskipti innlent 22.12.2022 09:12 Arion banki hækkar vexti Arion banki hefur ákveðið að hækka vexti í kjölfar stýrisvaxtahækkunar Seðlabanka Íslands þann 23. nóvember síðastliðinn. Ákvörðunin gildir frá og með deginum í dag. Viðskipti innlent 21.12.2022 10:21 Viðskiptafréttir ársins 2022: Skattsvik, klikkaður fasteignamarkaður og úrræðagóðir Akureyringar Árið 2022 í viðskiptalífinu einkenndist af því að í fyrsta sinn frá því snemma árs 2020 komst lífið aftur í venjubundið horft eftir tveggja ára kórónuveirufaraldur. Viðskipti innlent 18.12.2022 10:00 Ætti að lækka fjármögnunarkostnað banka sem getur skipt „töluverðu máli“ Frumvarp um breytingar á lögum um sértryggð skuldabréf, sem mun greiða fyrir útgáfu og viðskiptum íslenskra banka með slík bréf þvert á landamæri innan Evrópu, ætti að leiða til þess að fjármögnunarkostnaður fjármálastofnana lækki á tímum þegar aðstæður á mörkuðum hafa versnað til muna, að sögn fjármálaráðherra, sem vill tryggja framgang málsins á sem skemmstum tíma. Samtök fjármálafyrirtækja segja mikilvægt að frumvarpið verði að lögum fyrir áramót ef bankarnir eiga að geta gefið út sértryggð skuldabréf sem teljast veðhæf hjá Evrópska seðlabankanum. Innherji 13.12.2022 17:50 Seðlabankinn líti á niðurstöðu kjarasamninga með „jákvæðum augum“ Með undirritun kjarasamninga við stóran hluta alls almenns vinnumarkaðar, sem kveða á um launahækkanir sem eru í takti við flestar efnahagsspár, er „stór óvissuþáttur“ að baki, að mati hagfræðinga. Þeir segja að með samningunum sé búið að minnka óvissu um verðbólguhorfur sem gæti stutt við lækkun vaxta horft fram á við. Innherji 13.12.2022 08:34 „Góðar líkur“ á að samningurinn skili launafólki auknum kaupmætti Verði sá kjarasamningur sem hefur verið undirritaður milli SA og VR, LÍV og samflots iðnaðarmanna staðfestur mun það „vafalítið“ verða mörgum léttir, bæði launafólki og atvinnurekendum, að fá meiri vissu um fjárráð og rekstrarkostnað næsta árið, að sögn hagfræðings. Samningurinn sé nálægt grunnspá Seðlabankans um launaþróunina og gangi verðbólguspár eftir er útlit fyrir að hann muni skila launafólki almennt nokkurri kaupmáttaraukningu á komandi ári. Innherji 12.12.2022 18:04 Vöxtur í fyrirtækjaútlánum í fjármálakerfinu minnkaði um helming Eftir að umfang fyrirtækjaútlána í fjármálakerfinu hafði aukist umtalsvert á fyrri árshelmingi hægði nokkuð á vextinum á þriðja ársfjórðungi. Útlán til fyrirtækja bólgnuðu þá út um liðlega 44 milljarða króna sem er helmingi minni vöxtur en hafði mælst á öðrum ársfjórðungi. Innherji 12.12.2022 07:00 « ‹ 21 22 23 24 25 26 27 28 29 … 48 ›
Ný fyrirtækjalán rufu 300 milljarða króna múrinn á árinu 2022 Hrein ný fyrirtækjalán í bankakerfinu námu 302 milljörðum króna á árinu 2022 og er það langsamlega mesta útlánaaukningin sem hefur mælst á einu ári frá því að Seðlabanki Íslands byrjaði að halda utan um gögnin árið 2013. Innherji 26.1.2023 09:05
Óverðtryggð íbúðalán greidd upp í fyrsta sinn í sex ár Uppgreiðslur óverðtryggðra íbúðalána í desember voru meiri en veiting nýrra lána af sama tagi en þetta var í fyrsta sinn í sex ár sem hrein ný óverðtryggð íbúðalán í bankakerfinu voru neikvæð í einum mánuði. Innherji 25.1.2023 16:02
„Light“ útgáfa af upplýsingaskyldu skráðra félaga í nýrri tillögu ESB Ef tillaga framkvæmdastjórnar ESB verður samþykkt hvað varðar upplýsingaskyldu skráðra félaga liggur fyrir að innleiða þurfi breytinguna í íslenskan rétt. Slíkt myndi hafa í för með sér að skráð félög þyrftu ekki að lengur að birta innherjaupplýsingar opinberlega fyrr en þær verða endanlegar. Tillagan myndi því létta töluvert á kröfum til skráðra félaga á Íslandi og annars staðar á Evrópska efnahagssvæðinu um að birta innherjaupplýsingar. Umræðan 25.1.2023 10:01
Lífeyrissjóðirnir keyptu gjaldeyri fyrir meira en tólf milljarða í desember Íslensku lífeyrissjóðirnir juku verulega við gjaldeyriskaup sín undir árslok 2022 og keyptu að jafnaði erlendan gjaldeyri fyrir um 11,4 milljarða í hverjum mánuði á síðustu fjórum mánuðum ársins. Niðurstaðan var að hrein gjaldeyriskaup sjóðanna jukust um tæplega 100 prósent frá fyrra ári en gengi krónunnar lækkað talsvert á síðari árshelmingi 2022. Útlit er fyrir enn meiri kaup lífeyrissjóðanna á gjaldeyri á þessu ári. Innherji 19.1.2023 12:08
Þurfum að hafa „augun opin“ fyrir áhættu við uppgang skuggabankakerfis Umfangsmiklar breytingar á skipuriti og fækkun sviða sem sinna fjármálaeftirliti, meðal annars í þeim tilgangi að fá betri yfirsýn með áhættuþáttum í starfsemi þeirra sem sinna útlánum, eru viðbragð við ákalli tímans um meiri sérhæfingu og mun gefa eftirlitinu meiri slagkraft, að sögn seðlabankastjóra. Þótt því fylgi kostir að fjármálaleg milliganga sé að færast til ýmissa sjóða, stundum nefnt skuggabankakerfi, þá er mikilvægt að hafa „augun opin“ fyrir þeirri áhættu sem þær breytingar skapa. Innherji 16.1.2023 13:47
Seðlabankinn breytir skipuritinu til að „styrkja fjármálaeftirlit“ Seðlabankinn hefur breytt skipuriti sínu þannig að fagsviðum sem sinna fjármálaeftirliti fækkar úr fjórum í tvö. Breytingarnar eru sagðar taka mið af þeirri þróun sem átt hefur sér stað á fjármálamarkaði og hafa það að markmiði að styrkja fjármálaeftirlit bankans. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Seðlabankanum. Innherji 12.1.2023 17:33
Tafir á innleiðingu gæti haft „mikil áhrif“ á seljanleika skuldabréfa bankanna Alþingi náði ekki að afgreiða fyrir jól frumvarp um breytingar á lögum um sértryggð skuldabréf, sem er sagt geta lækkað fjármögnunarkostnað íslenskra banka á tímum þegar aðstæður á mörkuðum hafa sjaldan verið verri, en fjármálaráðherra og forsvarsmenn fjármálafyrirtækja höfðu lýst því yfir að mikilvægt væri að tryggja framgang málsins fyrir áramót. Bankarnir segja brýnt að afgreiðsla frumvarpsins verði sett í forgang ef þeir eiga að geta gefið út sértryggð skuldabréf sem teljast veðhæf hjá Evrópska seðlabankanum sem aftur hafi „mikil áhrif“ á seljanleika þeirra. Innherji 11.1.2023 09:01
Enn á að slá ryki í augu fólks Komið hefur fram að fjármálaeftirlit Seðlabankans telur Íslandsbanka hafa brotið lög við framkvæmd útboðs Íslandsbanka síðasta vor. Skoðun 11.1.2023 07:31
Vill meira gagnsæi Stjórnarandstaðan kallar eftir meira gagnsæi þegar sala á ríkiseignum er til rannsóknar. Fjármálaeftirlitið telur lög hafa verið brotin við söluna á Íslandsbanka samkvæmt tilkynningu sem bankinn sendi frá sér í gær. Innlent 10.1.2023 19:27
Frekar tilkynning en sáttameðferð Fjármálaeftirlitið telur Íslandsbanka mögulega hafa brotið lög þegar ríkið seldi 22,5% hlut sinn í bankanum, en bankinn sendi frá sér tilkynningu þess efnis að sáttaferli væri hafið milli bankans og FME. Stjórnarandstæðingur segir frekar um að ræða tilkynningu um væntanleg viðurlög heldur en sáttameðferð. Innlent 10.1.2023 13:04
Íslandsbanki kunni að hafa brotið lög við útboðið Í frummati fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands vegna athugunar á framkvæmd Íslandsbanka hf. á útboði Bankasýslu ríkisins á 22,5 prósent eignarhluta ríkisins í Íslandsbanka segir að FME telji að bankinn kunni að hafa brotið gegn lögum og reglum sem um bankann gilda. Innlent 9.1.2023 18:57
Krónan ekki veikari gegn evru í tvö ár þrátt fyrir inngrip Seðlabankans Seðlabankinn beitti ítrekuðum inngripum á gjaldeyrismarkaði í dag til að reyna stemma stigu við stöðugri gengisveikingu krónunnar. Þetta voru fyrstu inngrip bankans í tvo mánuði en þrátt fyrir að hafa selt talsvert magn af gjaldeyri þá lækkaði gengi krónunnar engu að síður um liðlega eitt prósent gagnvart evrunni. Innherji 9.1.2023 18:09
Áforma að auka gjaldeyriseignir sínar um meira en 200 milljarða Fyrirætlanir lífeyrissjóðanna gera ráð fyrir að þeir muni að óbreyttu auka gjaldeyriseignir sínar fyrir samanlagt vel á þriðja hundrað milljarða króna á árinu 2023, samkvæmt þeim fjárfestingastefnum sem þeir hafa sett sér. Lífeyrissjóður verslunarmanna, sá sjóður sem hefur síðustu árin jafnan verið með hæst hlutfall erlendra eigna, áformar hins vegar að viðhalda óbreyttu vægi gjaldeyriseigna í eignasafni sínu. Innherji 9.1.2023 16:41
Ekkert lát er á auknum verðtryggðum íbúðalánum hjá lífeyrissjóðum Umskipti hafa orðið á íbúðalánamarkaði á síðustu mánuðum og misserum þar sem neytendur eru í síauknu mæli farnir að sækja á ný í verðtryggð íbúðalán umfram óvertryggð, bæði hjá bönkunum og lífeyrissjóðum, samhliða ört hækkandi vaxtastigi. Ný verðtryggð útlán lífeyrissjóða til heimila í nóvember á liðnu ári hafa ekki verið meiri frá því í marsmánuði við upphaf faraldursins 2020. Innherji 7.1.2023 12:10
ORCA Capital fær leyfi Seðlabankans til að stýra sérhæfðum sjóðum Fyrrverandi forstöðumaður eignastýringar Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins (LSR) fer fyrir nýju sjóðastýringarfyrirtæki sem hefur fengið starfsleyfi hjá Seðlabanka Íslands sem rekstraraðili fyrir sérhæfða sjóði. Innherji 6.1.2023 16:35
Seðlabankinn kippti markaðnum niður á jörðina Það er útlit fyrir að undirliggjandi lykilbreytur líkt og fólksfjölgun og íbúðauppbygging muni frekar ýta undir verðlækkanir á húsnæðismarkaði en hækkanir á næstu árum. Umræðan 5.1.2023 07:54
„Ekki miklar líkur“ á að vanskil heimila aukist verulega, ekki verið lægri frá 2008 Vegnir meðalvextir óverðtryggðra lána með breytilega vexti, sem á við um meira en fjórðung allra fasteignalána neytenda, voru komnir upp í átta prósent undir lok síðasta árs en fjármálastöðugleikanefnd Seðlabankans telur samt „ekki miklar líkur“ á að vanskil muni aukast verulega. Heimilin eigi að geta endurfjármagnað íbúðalán til að létta greiðslubyrði ef þess gerist þörf. Þá segir nefndin að lífeyrissjóðirnir stefni að því að auka hlutfall erlendra fjárfestinga um 3,5 prósentu af heildareignum sínum á þessu ári. Innherji 4.1.2023 17:48
Stöðutaka með krónunni minnkar um fjórðung á örfáum mánuðum Talsvert hefur dregið úr væntingum útflutningsfyrirtækja og fjárfesta um að gengi krónunnar eigi eftir að styrkjast. Það má sjá þegar litið er til umfangs stöðutöku með krónunni, eða svonefnd gnóttstaða í gegnum framvirka samninga með gjaldeyri, en hún minnkaði um liðlega fjórðung á fáum mánuðum undir árslok 2022, eftir að hafa áður farið stöðugt vaxandi frá því í ársbyrjun 2021. Innherji 4.1.2023 13:16
Ásgeir seðlabankastjóri ársins að mati tímaritsins The Banker Að hækka stýrivexti þvert gegn ráðleggingum annarra hagfræðinga og seðlabanka krefst ekki aðeins hugrekkis heldur sömuleiðis ákveðni, eiginleikar sem Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri Íslands hefur yfir að bera, segir í umfjöllun The Banker. Alþjóðlega fjármálatímaritið, sem er gefið út af The Financial Times, hefur valið Ásgeir sem seðlabankastjóra ársins 2023. Innherji 4.1.2023 06:31
Ætti að vera „auðsótt“ fyrir markaðinn að ráða við útgáfuþörf ríkissjóðs Áætluð lánsfjárþörf ríkissjóðs á árinu 2023, sem hefur boðað útgáfu ríkisbréfa fyrir samtals um 140 milljarða, ætti ekki að valda miklum erfiðleikum fyrir innlendan skuldabréfamarkað, að sögn sérfræðinga, sem setja samt spurningamerki við litla áherslu á verðtryggða skuldabréfaútgáfu. Frekari sala á eignarhlutum ríkisins í Íslandsbanka mun skipta höfuðmáli um hvort fjárþörf ríkissjóðs verði endurskoðuð til hækkunar eða lækkunar á árinu. Innherji 3.1.2023 16:03
Útlit fyrir að gjaldeyriskaup lífeyrissjóða hafi tvöfaldast að umfangi í fyrra Gjaldeyriskaup íslensku lífeyrissjóðanna jukust nokkuð hröðum skrefum á síðustu mánuðum ársins 2022 en samhliða því fór gengi krónunnar að gefa talsvert eftir. Útlit er fyrir að hrein gjaldeyriskaup sjóðanna í fyrra verði tvöfalt meiri borið saman við árið 2021 en svigrúm þeirra til að auka vægi fjárfestinga í erlendum gjaldmiðlum í eignasöfnum sínum hefur aukist talsvert eftir miklar verðlækkanir á alþjóðlegum mörkuðum. Innherji 3.1.2023 13:30
„Ég er ekki í neinum felum fyrir þessari þjóð“ Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri var valinn maður ársins af fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar og var valið kynnt í Kryddsíld á gamlársdag. Ásgeir segist sofa vel á næturnar þrátt fyrir ábyrgð í starfi og vera kurteis maður, að minnsta kosti að mati mömmu sinnar. Innlent 2.1.2023 17:14
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri maður ársins Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri er maður ársins hjá fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. Valið var kunngjört í beinni útsendingu í Kryddsíldinni rétt í þessu. Ljóst er að Ásgeir hefur með ákvörðunum sínum haft gríðarleg áhrif á daglegt líf Íslendinga á árinu. Innlent 31.12.2022 15:25
Verðbólgan mjakast upp á við og mælist 9,6 prósent Verðbólga síðustu tólf mánaða hækkaði lítillega á milli mánaða. Mælist hún nú 9,6 prósent en stóð í 9,3 prósent í síðasta mánuði. Viðskipti innlent 22.12.2022 09:12
Arion banki hækkar vexti Arion banki hefur ákveðið að hækka vexti í kjölfar stýrisvaxtahækkunar Seðlabanka Íslands þann 23. nóvember síðastliðinn. Ákvörðunin gildir frá og með deginum í dag. Viðskipti innlent 21.12.2022 10:21
Viðskiptafréttir ársins 2022: Skattsvik, klikkaður fasteignamarkaður og úrræðagóðir Akureyringar Árið 2022 í viðskiptalífinu einkenndist af því að í fyrsta sinn frá því snemma árs 2020 komst lífið aftur í venjubundið horft eftir tveggja ára kórónuveirufaraldur. Viðskipti innlent 18.12.2022 10:00
Ætti að lækka fjármögnunarkostnað banka sem getur skipt „töluverðu máli“ Frumvarp um breytingar á lögum um sértryggð skuldabréf, sem mun greiða fyrir útgáfu og viðskiptum íslenskra banka með slík bréf þvert á landamæri innan Evrópu, ætti að leiða til þess að fjármögnunarkostnaður fjármálastofnana lækki á tímum þegar aðstæður á mörkuðum hafa versnað til muna, að sögn fjármálaráðherra, sem vill tryggja framgang málsins á sem skemmstum tíma. Samtök fjármálafyrirtækja segja mikilvægt að frumvarpið verði að lögum fyrir áramót ef bankarnir eiga að geta gefið út sértryggð skuldabréf sem teljast veðhæf hjá Evrópska seðlabankanum. Innherji 13.12.2022 17:50
Seðlabankinn líti á niðurstöðu kjarasamninga með „jákvæðum augum“ Með undirritun kjarasamninga við stóran hluta alls almenns vinnumarkaðar, sem kveða á um launahækkanir sem eru í takti við flestar efnahagsspár, er „stór óvissuþáttur“ að baki, að mati hagfræðinga. Þeir segja að með samningunum sé búið að minnka óvissu um verðbólguhorfur sem gæti stutt við lækkun vaxta horft fram á við. Innherji 13.12.2022 08:34
„Góðar líkur“ á að samningurinn skili launafólki auknum kaupmætti Verði sá kjarasamningur sem hefur verið undirritaður milli SA og VR, LÍV og samflots iðnaðarmanna staðfestur mun það „vafalítið“ verða mörgum léttir, bæði launafólki og atvinnurekendum, að fá meiri vissu um fjárráð og rekstrarkostnað næsta árið, að sögn hagfræðings. Samningurinn sé nálægt grunnspá Seðlabankans um launaþróunina og gangi verðbólguspár eftir er útlit fyrir að hann muni skila launafólki almennt nokkurri kaupmáttaraukningu á komandi ári. Innherji 12.12.2022 18:04
Vöxtur í fyrirtækjaútlánum í fjármálakerfinu minnkaði um helming Eftir að umfang fyrirtækjaútlána í fjármálakerfinu hafði aukist umtalsvert á fyrri árshelmingi hægði nokkuð á vextinum á þriðja ársfjórðungi. Útlán til fyrirtækja bólgnuðu þá út um liðlega 44 milljarða króna sem er helmingi minni vöxtur en hafði mælst á öðrum ársfjórðungi. Innherji 12.12.2022 07:00