Vilhjálmur segir Seðlabankann búinn að skíta í buxurnar Jakob Bjarnar skrifar 21. september 2023 14:11 Það er soðið uppúr hjá Vilhjálmi, hann hellir sér yfir Seðlabankann og segir hann fyrst og síðast hugsa um hag fjármálakerfisins - skítt með heimilin. vísir/vilhelm Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, skrifar pistil á Facebook-síðu sína þar sem hann beinir sjónum að Seðlabankanum og stöðugum stýrivaxtahækkunum bankans. Vilhjálmur er venju fremur ómyrkur í máli og er þá mikið sagt. „Eins og flestir vita mun 650 milljarða snjóhengja skella á skuldsettum heimilum á næstu mánuðum þegar endurskoðun á föstum vöxtum mun koma til framkvæmda en algengt er að vaxtabyrði heimilanna muni hækka um allt að 165% þegar það gerist. Það blasir við að flest heimili munu ekki getað tekið á sig jafnvel tugi ef ekki hundruð þúsund króna hækkun á mánaðarlegri greiðslubyrði,“ skrifar Vilhjálmur. Óhætt er að segja að nú gusti um Ásgeir Jónsson Seðlabankastjóra en í morgun hæddist Ólafur Margeirsson hagfræðingur að honum fyrir ráðleggingar hans til handa heimilunum. Vilhjálmur segir þau hjá Seðlabankanum nú búin að átta sig á því að þessar „sturluðu stýrivaxtahækkanir sem áttu að vera í þágu launafólks og heimila muni slátra þeim. Það var því grátbroslegt að heyra fulltrúa Seðlabankans beina því til skuldsettra heimila að tala við sína viðskiptabanka og óska m.a. eftir því að fara aftur yfir í verðtryggð lán.“ Vilhjálmur segir rök Seðlabankans ekki halda vatni enda tali bankinn út og suður í ráðleggingum sínum til heimilanna nú þegar þessir „glæpsamlegu okurvextir“ eru að ganga að heimilunum dauðum. Mat Vilhjálms er einfalt; Seðlabankinn horfir einungis á stöðugleika fjármálakerfisins en er skítsama um fjármálastöðugleika heimilanna. „Fyrirgefið þetta orðbragð en núna er Seðlabankinn búinn að átta sig á að hann er búinn að skíta algerlega í buxurnar og talar því út og suður sem enginn skilur og mér er það til efs að fulltrúar bankans skilji sjálfa sig!“ Seðlabankinn Verðlag Neytendur Íslenskir bankar Tengdar fréttir Ólafur segir ráðleggingar Ásgeirs aðhlátursefni Hagfræðingurinn Ólafur Margeirsson telur Ásgeir Jónsson Seðlabankastjóra vera úti á túni með ráðleggingar sínar til húsnæðiseigenda og lánasýslu þeirra. 21. september 2023 10:30 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Fleiri fréttir Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Sjá meira
„Eins og flestir vita mun 650 milljarða snjóhengja skella á skuldsettum heimilum á næstu mánuðum þegar endurskoðun á föstum vöxtum mun koma til framkvæmda en algengt er að vaxtabyrði heimilanna muni hækka um allt að 165% þegar það gerist. Það blasir við að flest heimili munu ekki getað tekið á sig jafnvel tugi ef ekki hundruð þúsund króna hækkun á mánaðarlegri greiðslubyrði,“ skrifar Vilhjálmur. Óhætt er að segja að nú gusti um Ásgeir Jónsson Seðlabankastjóra en í morgun hæddist Ólafur Margeirsson hagfræðingur að honum fyrir ráðleggingar hans til handa heimilunum. Vilhjálmur segir þau hjá Seðlabankanum nú búin að átta sig á því að þessar „sturluðu stýrivaxtahækkanir sem áttu að vera í þágu launafólks og heimila muni slátra þeim. Það var því grátbroslegt að heyra fulltrúa Seðlabankans beina því til skuldsettra heimila að tala við sína viðskiptabanka og óska m.a. eftir því að fara aftur yfir í verðtryggð lán.“ Vilhjálmur segir rök Seðlabankans ekki halda vatni enda tali bankinn út og suður í ráðleggingum sínum til heimilanna nú þegar þessir „glæpsamlegu okurvextir“ eru að ganga að heimilunum dauðum. Mat Vilhjálms er einfalt; Seðlabankinn horfir einungis á stöðugleika fjármálakerfisins en er skítsama um fjármálastöðugleika heimilanna. „Fyrirgefið þetta orðbragð en núna er Seðlabankinn búinn að átta sig á að hann er búinn að skíta algerlega í buxurnar og talar því út og suður sem enginn skilur og mér er það til efs að fulltrúar bankans skilji sjálfa sig!“
Seðlabankinn Verðlag Neytendur Íslenskir bankar Tengdar fréttir Ólafur segir ráðleggingar Ásgeirs aðhlátursefni Hagfræðingurinn Ólafur Margeirsson telur Ásgeir Jónsson Seðlabankastjóra vera úti á túni með ráðleggingar sínar til húsnæðiseigenda og lánasýslu þeirra. 21. september 2023 10:30 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Fleiri fréttir Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Sjá meira
Ólafur segir ráðleggingar Ásgeirs aðhlátursefni Hagfræðingurinn Ólafur Margeirsson telur Ásgeir Jónsson Seðlabankastjóra vera úti á túni með ráðleggingar sínar til húsnæðiseigenda og lánasýslu þeirra. 21. september 2023 10:30