
Kynferðisofbeldi

Bylgja Metoo-frásagna skiljanleg en erfitt að meta hvar mörkin liggja
Formaður ráðgjafateymis um kynferðisofbeldi segir að hvorki hafi orðið nægar breytingar í dómskerfinu né í viðhorfum frá síðustu Metoo-bylgju og því skiljanlegt að þolendur stígi nú fram. Þolendur lýsi gjarnan geranda án þess að greina frá nafni sem geti haft þau áhrif að stór hópur saklausra sé grunaður um ofbeldið. Erfitt sé að ákveða hvar mörkin liggja í þessum málum.

Bein útsending: Konur og öryggi – Lyklar, piparsprey og tónlist í öðru eyranu
Konur upplifa margar óöryggi í sínu daglega lífi og við hinar ýmsu aðstæður. Hvort sem það er inni á heimili, á netinu, í útihlaupum eða göngutúrum. Hvað veldur og hvaða leiðir eru til að bæta úr?

Nokkur orð um kynferðislegt ofbeldi
Fyrir um 25 árum heyrði ég útvarpsviðtal við þáverandi talskonu Stígamóta um háa tíðni nauðgana á útihátíðum. Umræðuefnið var fastur liður í kringum verslunarmannahelgi. Útvarpsmaðurinn spurði hvaða skilaboðum talskonan vildi koma til ungra kvenna, hvaða ráð hún vildi gefa þeim.

Reynslusögum af ofbeldi rignir á Twitter
Í kjölfar þess að tvær konur kærðu Sölva Tryggvason til lögreglu í gær hefur hver einstaklingurinn á fætur öðrum stigið fram á samfélagsmiðlum og deilt reynslusögum undir myllumerkingu #metoo.

„Þegar það gerist reyni ég að ýta honum af mér“
Birta Blanco er 23 ára kona og lýsir hún erfiðum uppvexti þar sem hún fór milli fósturforeldra og móður á víxl í nýjasta hlaðvarpsþættinum af Eigin konur.

Sakar Marilyn Manson um kynferðisofbeldi og líkamsmeiðingar
Leikkonan Esmé Bianco hefur kært söngvarann Marilyn Manson fyrir kynferðisofbeldi og líkamsmeiðingar. Leikkonan, sem er hvað frægust fyrir hlutverk sitt í Game of Thrones, segir söngvarann hafa neytt hana til samfara árið 2011 með því að þvinga í hana eiturlyf og beita hana valdi.

„Ef ég vissi hver hálfvitinn væri þá myndi ég kæra“
„Skömmin var aldrei hjá mér. Skömmin er aldrei hjá þeim sem treystir. Skömmin er hjá þeim sem brýtur trúnaðinn og traustið,“ segir söngvarinn Páll Óskar Hjálmtýsson í samtali við Vísi.

Páll Óskar deilir sjálfur nektarmyndum af sér sem voru í dreifingu í hans óþökk
Söngvarinn Páll Óskar Hjálmtýsson deilir á Facebook í dag myndum af sér sem hann segir að óprúttinn aðili hafi verið að deila áfram án hans samþykkis. Myndirnar hafi hann sent viðkomandi í trúnaði í gegnum stefnumótaforritið Grindr en nú sé viðkomandi að „dreifa þeim út um allt.“

Sagður hafa lokkað börn með peningum og sælgæti úti á götu
Íslenskur karlmaður sem var handtekinn á Spáni vegna kynferðisbrota gegn börnum fyrr í þessum mánuði er sagður hafa lokkað börn til sín úti á götu með peningum og sælgæti. Hann situr nú í gæsluvarðhaldi þar til mál hans fer fyrir dóm.

Margfalt ofbeldi / Compounded violence / Coraz częstsza przemoc
Í #metoo sögum erlendra kvenna á Íslandi, kom skýrt fram að margar þeirra hafa reynslu af kynferðisofbeldi sem og kynferðislegri áreitni á vinnustað. Frásagnir þeirra endurspegla jafnframt hvernig staða þeirra í íslensku samfélagi og jaðarsetning getur gert reynslu þeirra af ofbeldi og afleiðingum þess flóknar og marglaga. Það getur meðal annars komið til vegna skerts aðgengis að upplýsingum og þjónustu.

Íslendingur handtekinn á Spáni vegna meints barnaníðs
Spænska lögreglan handtók íslenskan karlmann á sextugsaldri sem er grunaður um kynferðisbrot gegn átta börnum undri lögaldri í bænum Torre Pacheco í Murcia-héraði á suðaustanverðum Spáni. Maðurinn er sagður hafa tælt börnin og boðið þeim verðmæti.

Fimmtíu orðið fyrir ofbeldi af hendi fyrrverandi maka
Hundrað og tíu manns leituðu til Bjarmahlíðar, miðstöðvar fyrir þolendur ofbeldis á Akureyri, í fyrra samkvæmt ársskýrslu Bjarmahlíðar. Fimmtíu þolendur tilgreindu ofbeldi af hálfu fyrrverandi maka.

Tólf tilkynningar um meint ofbeldi eða harðræði starfsfólks leik- og grunnskóla í fyrra
Tólf tilkynningar um meint ofbeldi eða harðræði af hálfu starfsfólks í leik og grunnskólum borgarinnar bárust barnavernd Reykjavíkur í fyrra. Flest málin snúast um harðræði en einnig eru dæmi um óeðileg samskipti af kynferðislegum toga.

Sama hvaðan gott kemur?
Barnaníðsefni er vaxandi vandamál og við höfum dregist aftur úr hinum Norðurlöndunum hvað varðar löggjöf til að taka á þessum brotum. Með stafrænum samskiptum hefur því miður orðið mun auðveldara en áður að verða sér úti um barnaníðsefni sem og að dreifa því. Þróunin er alþjóðleg og Ísland er því miður ekki undanskilið.

Þjálfari fékk íþróttakonur til að senda sér yfir þrjú hundruð nektarmyndir
Fyrrverandi frjálsíþróttaþjálfari hjá Northeastern háskólanum, Steve Waithe, var handtekinn og ákærður í gær fyrir að hafa undir höndum fjölmargar nektarmyndir af íþróttakonum.

Símtal við vinkonu meðan á nauðgun stóð lykilatriði í málinu
Ali Conteh, tæplega fertugur karlmaður, hefur verið dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir nauðgun í september 2018.

Ekki alvarleg nauðgun fyrst þolandinn valdi að verða ölvaður
Dómstólar í Minnesota í Bandaríkjunum máttu ekki dæma mann fyrir alvarlega (e. felony) nauðgun, þar sem konan sem hann braut gegn neytti áfengis sjálfviljug áður en árásin átti sér stað.

Segir lækni hafa stækkað brjóst hennar án samþykkis
Bandaríska leikkonan Sharon Stone segir að skurðlæknir hafi sett í hana stærri brjóstapúða en hún hafði samþykkt, í aðgerð sem hún gekkst undir árið 2001, í kjölfar þess að góðkynja æxli voru fjarlægð úr brjóstum hennar.

Nauðgaði samstarfskonu sem hafði búið um hann á sófanum
Þröstur Thorarensen, þrítugur karlmaður, hefur verið dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir nauðgun. Þá var honum gert að greiða fórnarlambinu tvær milljónir króna í miskabætur. Landsréttur staðfesti með öllu fyrri dóm yfir Þresti úr héraði.

Bar enga virðingu fyrir sjálfri mér eftir nauðgunina
Halldóra Mogensen starfar í dag sem þingmaður fyrir Pírata, þrátt fyrir að hafa aldrei geta séð fyrir sér að vinna á þeim vettvangi á sínum tíma.

Um 600 kvartanir vegna kynferðisbrota af hálfu Lundúnarlögreglunnar á fjögurra ára tímabili
Breskum yfirvöldum bárust 594 tilkynningar vegna kynferðisbrota af hálfu Lundúnarlögreglunnar á árunum 2012 til 2018. Alls voru 119 mál rannsökuð, þeirra á meðal mál lögreglumanns sem réðst á þolanda heimilisofbeldis.

Var nauðgað á unglingsárunum þegar hún vann hjá Disney
Söngkonan Demi Lovato segir að sér hafi verið nauðgað þegar hún var fimmtán ára gömul. Þá hafi hún verið að vinna hjá Disney og þekkti hún manninn.

Sönnunargögn til staðar en málin samt felld niður
„Þarna voru til staðar játningar í skilaboðum og SMS-um, það voru myndbandsupptökur, Snapchat-upptökur á meðan brotið átti sér stað, það eru vitnisburðir vitna, áverkavottorð og vottorð sálfræðinga um andlegar afleiðingar. Samt eru þessi mál felld niður og fá ekki áheyrn dómstóla.“

Samningur við Jón Steinar „fullalmennur“
Aldrei stóð til að Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi hæstaréttardómari, ynni tillögur um meðferð kynferðisbrotamála þrátt fyrir að hann stæði sjálfur í þeirri meiningu, að sögn Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra. Samningur um verkefnið hafi aftur á móti verið „fullalmennt orðaður“.

Nauðgunardómur mildaður um ár í Landsrétti
Dómur yfir manni, sem hafði samræði og önnur kynferðismök við fyrrverandi kærustu sína án hennar samþykkis, beitti hana ofbeldi og hótunum og svipti konuna frelsi, var í dag mildaður úr fjögurra og hálfs árs fangelsisvist í þriggja og hálfs árs fangelsi í Landsrétti.

Ástæðan fyrir því að dæmdur nauðgari þarf ekki að sitja af sér
Mikið hefur verið rætt um ráðningu Jóns Steinars Gunnlaugssonar, lögmanns og fyrrverandi hæstaréttardómara, í ráðgjafastarf við dómsmálaráðuneytið. Á Jón að veita ráðgjöf varðandi endurbætur á réttarkerfinu, þá sérstaklega með styttingu málsmeðferðar í huga.

Íslenska ríkið greiðir Aldísi bætur vegna skjals sem lögregla útbjó fyrir Jón Baldvin
Íslenska ríkið hefur samþykkt að greiða Aldísi Schram 1,2 milljón króna í miskabætur og 400 þúsund króna í málskostnað vegna ákvörðunar Persónuverndar, sem komst að þeirri niðurstöðu að embætti Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu hefði brotið gegn lögum með því að miðla upplýsingum um Aldísi til föður hennar.

„Ég er verndari réttarríkisins,“ segir Jón Steinar: Spyr hvort ráðherra sé að „beygja sig“ undir gagnrýni
„Þetta er allt saman bull og vitleysa og byggt á einhverjum misskilningi,“ sagði Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður og fyrrverandi hæstaréttardómari, í samtali við Reykjavík síðdegis í dag.

Fjórðungur kvenna beittur ofbeldi af maka
Ein af hverjum fjórum konum hefur verið beitt líkamlegu eða kynferðislegu ofbeldi af hálfu eiginmanns eða karlkyns maka samkvæmt stærstu rannsókn sem gerð hefur verið á ofbeldi gegn konum.

Neitar að hafa nauðgað fimmtán ára stúlku
Karlmaður hefur verið ákærður fyrir að nauðga fimmtán ára stúlku. Í ákæru sem fréttastofa fékk frá skrifstofu Héraðsdóms Suðurlands kemur ekki fram hvar eða hvenær brotið átti sér stað en þó að það hafi verið að næturlagi. Farið er fram á þrjár milljónir króna í miskabætur fyrir hönd stúlkunnar.