Kynferðisbrot muni ekki líðast í framvarðarsveit hestamanna Fanndís Birna Logadóttir skrifar 1. nóvember 2021 13:00 Guðni Halldórsson formaður Landssambands hestamannafélaga, telur að sambandið hafa tekið rétta ákvörðun í máli landsliðsmannsins. Samsett/Landssamband hestamannafélaga Formaður Landssambands hestamanna segir það hafa verið erfiða ákvörðun að víkja einum fremsta knappa Íslands úr landsliðinu vegna kynferðisbrotamáls. Hann segir ekki verjandi að taka ekki ákvörðun þegar mál af þessum toga koma upp og telur að sambandið hafi tekið rétta ákvörðun. Stjórn og landsliðsnefnd sambandsins tilkynntu í gær að knapanum hafi verið vísað úr landsliðshópinum vegna dóms sem hann hlaut fyrir kynferðisbrot gegn 13 ára gamalli stúlku árið 1993. Guðni Halldórsson, formaður Landssambands hestamannafélaga, segist ekki vita til þess að mál af þessum toga hafi komið upp innan sambandsins áður. „Ég held nú að þetta sé stærsta ákvörðun sem að sérsamband hefur þurft að standa frammi fyrir, að víkja sínum stærsta keppenda og stærsta nafni í keppnisgreininni úr landsliði,“ segir Guðni. „Við teljum ekki verjandi fyrir okkur sem eitt af stærstu sérsamböndum innan ÍSÍ að taka ekki á svona málum. Kynferðisbrotamál, sér í lagi þegar kemur að börnum, geta ekki og munu ekki líðast í okkar framvarðarsveit,“ segir hann enn fremur. Guðni segir að um erfiða ákvörðun hafi verið að ræða en hann heyrði fyrst af málinu í síðustu viku þegar Mannlíf flutti fréttir af brotum landsliðsmannsins. Í yfirlýsingu frá stjórn og landsliðsnefnd Landssambands hestamannafélaga er landsliðsmaðurinn ekki nafngreindur en ljóst er að um sé að ræða knapann Jóhann Rúnar Skúlason. Í fréttum kom einnig fram að Jóhann hafi nýlega hlotið dóm fyrir heimilisofbeldi en að sögn Guðna var helst litið til kynferðisbrotsins við ákvörðunina um að víkja honum úr landsliðinu. Við ákvörðunina var tekið mið af lögum Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands en samkvæmt lögunum er óheimilt að velja einstaklinga sem hafa hlotið refsidóma fyrir kynferðisbrot. Að sögn Guðna gildir sú regla ekki beinlínis fyrir landsliðsmenn eða keppendur innan sambanda ÍSÍ en stjórninni hafi fundist einbúið að reglan ætti einnig við um fulltrúa og fyrirmyndir sambandsins. „Það eru auðvitað alltaf einhverjar skiptar skoðanir en það sem kemur til mín alla vega virðast menn vera sammála um að þetta hafi verið rétt ákvörðun. En það þarf að taka ákvarðanir í erfiðum málum og í mínum huga var ekki möguleiki að taka ekki ákvörðun,“ segir Guðni. Mikil umræða hefur verið um meint kynferðisbrot íþróttamanna, til að mynda landsliðsmanna í knattspyrnu, undanfarið og segir Guðni flesta meðvitaða um þá stöðu sem nú er uppi. „Auðvitað spilar allt inn í sem er hluti af okkar samfélagi og það er öðruvísi umræða og öðruvísi hugsanlega tekið á málum í dag heldur en fyrir fimm árum. Ég get ekki sagt hvort það hefði verið eitthvað öðruvísi þá ef svona mál hefði komið upp en þetta er staðan í dag,“ segir Guðni. „Þessi ákvörðun var tekin miðað við umhverfi og stöðuna í dag og við stöndum á bak við hana.“ Kynferðisofbeldi Hestar Íslendingar erlendis Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Sjá meira
Stjórn og landsliðsnefnd sambandsins tilkynntu í gær að knapanum hafi verið vísað úr landsliðshópinum vegna dóms sem hann hlaut fyrir kynferðisbrot gegn 13 ára gamalli stúlku árið 1993. Guðni Halldórsson, formaður Landssambands hestamannafélaga, segist ekki vita til þess að mál af þessum toga hafi komið upp innan sambandsins áður. „Ég held nú að þetta sé stærsta ákvörðun sem að sérsamband hefur þurft að standa frammi fyrir, að víkja sínum stærsta keppenda og stærsta nafni í keppnisgreininni úr landsliði,“ segir Guðni. „Við teljum ekki verjandi fyrir okkur sem eitt af stærstu sérsamböndum innan ÍSÍ að taka ekki á svona málum. Kynferðisbrotamál, sér í lagi þegar kemur að börnum, geta ekki og munu ekki líðast í okkar framvarðarsveit,“ segir hann enn fremur. Guðni segir að um erfiða ákvörðun hafi verið að ræða en hann heyrði fyrst af málinu í síðustu viku þegar Mannlíf flutti fréttir af brotum landsliðsmannsins. Í yfirlýsingu frá stjórn og landsliðsnefnd Landssambands hestamannafélaga er landsliðsmaðurinn ekki nafngreindur en ljóst er að um sé að ræða knapann Jóhann Rúnar Skúlason. Í fréttum kom einnig fram að Jóhann hafi nýlega hlotið dóm fyrir heimilisofbeldi en að sögn Guðna var helst litið til kynferðisbrotsins við ákvörðunina um að víkja honum úr landsliðinu. Við ákvörðunina var tekið mið af lögum Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands en samkvæmt lögunum er óheimilt að velja einstaklinga sem hafa hlotið refsidóma fyrir kynferðisbrot. Að sögn Guðna gildir sú regla ekki beinlínis fyrir landsliðsmenn eða keppendur innan sambanda ÍSÍ en stjórninni hafi fundist einbúið að reglan ætti einnig við um fulltrúa og fyrirmyndir sambandsins. „Það eru auðvitað alltaf einhverjar skiptar skoðanir en það sem kemur til mín alla vega virðast menn vera sammála um að þetta hafi verið rétt ákvörðun. En það þarf að taka ákvarðanir í erfiðum málum og í mínum huga var ekki möguleiki að taka ekki ákvörðun,“ segir Guðni. Mikil umræða hefur verið um meint kynferðisbrot íþróttamanna, til að mynda landsliðsmanna í knattspyrnu, undanfarið og segir Guðni flesta meðvitaða um þá stöðu sem nú er uppi. „Auðvitað spilar allt inn í sem er hluti af okkar samfélagi og það er öðruvísi umræða og öðruvísi hugsanlega tekið á málum í dag heldur en fyrir fimm árum. Ég get ekki sagt hvort það hefði verið eitthvað öðruvísi þá ef svona mál hefði komið upp en þetta er staðan í dag,“ segir Guðni. „Þessi ákvörðun var tekin miðað við umhverfi og stöðuna í dag og við stöndum á bak við hana.“
Kynferðisofbeldi Hestar Íslendingar erlendis Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Sjá meira