Kynferðisbrot muni ekki líðast í framvarðarsveit hestamanna Fanndís Birna Logadóttir skrifar 1. nóvember 2021 13:00 Guðni Halldórsson formaður Landssambands hestamannafélaga, telur að sambandið hafa tekið rétta ákvörðun í máli landsliðsmannsins. Samsett/Landssamband hestamannafélaga Formaður Landssambands hestamanna segir það hafa verið erfiða ákvörðun að víkja einum fremsta knappa Íslands úr landsliðinu vegna kynferðisbrotamáls. Hann segir ekki verjandi að taka ekki ákvörðun þegar mál af þessum toga koma upp og telur að sambandið hafi tekið rétta ákvörðun. Stjórn og landsliðsnefnd sambandsins tilkynntu í gær að knapanum hafi verið vísað úr landsliðshópinum vegna dóms sem hann hlaut fyrir kynferðisbrot gegn 13 ára gamalli stúlku árið 1993. Guðni Halldórsson, formaður Landssambands hestamannafélaga, segist ekki vita til þess að mál af þessum toga hafi komið upp innan sambandsins áður. „Ég held nú að þetta sé stærsta ákvörðun sem að sérsamband hefur þurft að standa frammi fyrir, að víkja sínum stærsta keppenda og stærsta nafni í keppnisgreininni úr landsliði,“ segir Guðni. „Við teljum ekki verjandi fyrir okkur sem eitt af stærstu sérsamböndum innan ÍSÍ að taka ekki á svona málum. Kynferðisbrotamál, sér í lagi þegar kemur að börnum, geta ekki og munu ekki líðast í okkar framvarðarsveit,“ segir hann enn fremur. Guðni segir að um erfiða ákvörðun hafi verið að ræða en hann heyrði fyrst af málinu í síðustu viku þegar Mannlíf flutti fréttir af brotum landsliðsmannsins. Í yfirlýsingu frá stjórn og landsliðsnefnd Landssambands hestamannafélaga er landsliðsmaðurinn ekki nafngreindur en ljóst er að um sé að ræða knapann Jóhann Rúnar Skúlason. Í fréttum kom einnig fram að Jóhann hafi nýlega hlotið dóm fyrir heimilisofbeldi en að sögn Guðna var helst litið til kynferðisbrotsins við ákvörðunina um að víkja honum úr landsliðinu. Við ákvörðunina var tekið mið af lögum Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands en samkvæmt lögunum er óheimilt að velja einstaklinga sem hafa hlotið refsidóma fyrir kynferðisbrot. Að sögn Guðna gildir sú regla ekki beinlínis fyrir landsliðsmenn eða keppendur innan sambanda ÍSÍ en stjórninni hafi fundist einbúið að reglan ætti einnig við um fulltrúa og fyrirmyndir sambandsins. „Það eru auðvitað alltaf einhverjar skiptar skoðanir en það sem kemur til mín alla vega virðast menn vera sammála um að þetta hafi verið rétt ákvörðun. En það þarf að taka ákvarðanir í erfiðum málum og í mínum huga var ekki möguleiki að taka ekki ákvörðun,“ segir Guðni. Mikil umræða hefur verið um meint kynferðisbrot íþróttamanna, til að mynda landsliðsmanna í knattspyrnu, undanfarið og segir Guðni flesta meðvitaða um þá stöðu sem nú er uppi. „Auðvitað spilar allt inn í sem er hluti af okkar samfélagi og það er öðruvísi umræða og öðruvísi hugsanlega tekið á málum í dag heldur en fyrir fimm árum. Ég get ekki sagt hvort það hefði verið eitthvað öðruvísi þá ef svona mál hefði komið upp en þetta er staðan í dag,“ segir Guðni. „Þessi ákvörðun var tekin miðað við umhverfi og stöðuna í dag og við stöndum á bak við hana.“ Kynferðisofbeldi Hestar Íslendingar erlendis Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Fleiri fréttir Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Sjá meira
Stjórn og landsliðsnefnd sambandsins tilkynntu í gær að knapanum hafi verið vísað úr landsliðshópinum vegna dóms sem hann hlaut fyrir kynferðisbrot gegn 13 ára gamalli stúlku árið 1993. Guðni Halldórsson, formaður Landssambands hestamannafélaga, segist ekki vita til þess að mál af þessum toga hafi komið upp innan sambandsins áður. „Ég held nú að þetta sé stærsta ákvörðun sem að sérsamband hefur þurft að standa frammi fyrir, að víkja sínum stærsta keppenda og stærsta nafni í keppnisgreininni úr landsliði,“ segir Guðni. „Við teljum ekki verjandi fyrir okkur sem eitt af stærstu sérsamböndum innan ÍSÍ að taka ekki á svona málum. Kynferðisbrotamál, sér í lagi þegar kemur að börnum, geta ekki og munu ekki líðast í okkar framvarðarsveit,“ segir hann enn fremur. Guðni segir að um erfiða ákvörðun hafi verið að ræða en hann heyrði fyrst af málinu í síðustu viku þegar Mannlíf flutti fréttir af brotum landsliðsmannsins. Í yfirlýsingu frá stjórn og landsliðsnefnd Landssambands hestamannafélaga er landsliðsmaðurinn ekki nafngreindur en ljóst er að um sé að ræða knapann Jóhann Rúnar Skúlason. Í fréttum kom einnig fram að Jóhann hafi nýlega hlotið dóm fyrir heimilisofbeldi en að sögn Guðna var helst litið til kynferðisbrotsins við ákvörðunina um að víkja honum úr landsliðinu. Við ákvörðunina var tekið mið af lögum Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands en samkvæmt lögunum er óheimilt að velja einstaklinga sem hafa hlotið refsidóma fyrir kynferðisbrot. Að sögn Guðna gildir sú regla ekki beinlínis fyrir landsliðsmenn eða keppendur innan sambanda ÍSÍ en stjórninni hafi fundist einbúið að reglan ætti einnig við um fulltrúa og fyrirmyndir sambandsins. „Það eru auðvitað alltaf einhverjar skiptar skoðanir en það sem kemur til mín alla vega virðast menn vera sammála um að þetta hafi verið rétt ákvörðun. En það þarf að taka ákvarðanir í erfiðum málum og í mínum huga var ekki möguleiki að taka ekki ákvörðun,“ segir Guðni. Mikil umræða hefur verið um meint kynferðisbrot íþróttamanna, til að mynda landsliðsmanna í knattspyrnu, undanfarið og segir Guðni flesta meðvitaða um þá stöðu sem nú er uppi. „Auðvitað spilar allt inn í sem er hluti af okkar samfélagi og það er öðruvísi umræða og öðruvísi hugsanlega tekið á málum í dag heldur en fyrir fimm árum. Ég get ekki sagt hvort það hefði verið eitthvað öðruvísi þá ef svona mál hefði komið upp en þetta er staðan í dag,“ segir Guðni. „Þessi ákvörðun var tekin miðað við umhverfi og stöðuna í dag og við stöndum á bak við hana.“
Kynferðisofbeldi Hestar Íslendingar erlendis Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Fleiri fréttir Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Sjá meira