Kynferðisofbeldi

Fréttamynd

„Að tengja þennan dag við fleiri já­kvæða hluti er partur af batanum“

Guðný S. Bjarnadóttir beið í 721 dag frá því að hún kærði mann fyrir nauðgun þar til héraðssaksóknari tilkynnti henni að ekki yrði gefin út ákæra í máli hennar. Í dag verður hún 42 ára gömul, í dag eru tvö ár liðin síðan henni var nauðgað og í dag verður stofnfundur nýrra samtaka hennar - Hagsmunasamtaka brotaþola. 

Innlent
Fréttamynd

Lokkaði stúlkur á sloppnum með saltpillum og týndum kettlingum

„Þessi maður bauð mér einu sinni far þegar ég var mjög ung og það er far sem ég mun alltaf sjá eftir að hafa þegið. Ég fagna dauða hans,“ segir Sigrún Þorvaldsdóttir. Sigrún er ein þeirra kvenna sem urðu fyrir barðinu á skrímslinu svonefnda í bláa húsinu í Vestmannaeyjum. Bæjarstjórinn í Eyjum vonar að samfélagið myndi bregðast öðruvísi við kæmi slíkt mál upp í dag.

Innlent
Fréttamynd

Segja stóran hluta kláms sýna refsi­vert of­beldi gegn konum

Jafnréttisráð Frakklands segir allt að 90 prósent alls kláms á netinu sýna andlegt, líkamlegt og/eða kynferðislegt ofbeldi gegn konum. Þá er það í mörgum tilvikum svo alvarlegt að hægt væri að sækja menn til saka fyrir það samkvæmt frönskum lögum.

Erlent
Fréttamynd

Kyn­ferðis­of­beldi gegn börnum heldur á­fram að aukast

Stigvaxandi aukning hefur orðið er á tilkynningum um kynferðisofbeldi gegn börnum til Barnaverndar Reykjavíkur á síðustu þremur árum. Tilkynningum þess efnis fjölgaði um fimmtán prósent í fyrra frá árinu á undan, 2021.  Þetta er meðal þess sem kemur fram í ársskýrslu Barnaverndar Reykjavíkur. 

Innlent
Fréttamynd

Tjáir sig í fyrsta sinn eftir á­sakanirnar

Leikarinn Russell Brand segir síðastliðna viku hafa verið „stórfurðulega og erfiða.“ Fjórar konur stigu nýlega fram og sögðu hann hafa brotið á sér kynferðislega. Ein þeirra hefur kært hann fyrir kynferðisbrot.

Erlent
Fréttamynd

Taldi særðri dóttur sinni trú um að þau ættu í ástar­sam­bandi

Rúmlega fertugur karlmaður og barnaníðingur á suðvesturhorni landsins hefur verið dæmdur í átta ára fangelsi fyrir að nauðga fimmtán ára dóttur sinni ítrekað. Hann endurnýjaði kynni við dóttur sína vitandi að hann glímdi við barnagirnd. Hann þarf að greiða dóttur sinni sex milljónir króna í miskabætur.

Innlent
Fréttamynd

Ballard fór frá eigin samtökum eftir rannsókn á áreitni

Tim Ballard, sem kvikmyndin Sound of Freedom hefur gert frægan, yfirgaf samtök sem hann stofnaði til að berjast gegn kynlífsþrælkun barna í kjölfar rannsóknar varðandi meinta kynferðislega áreitni hans gegn sjö konum. Hann er sagður hafa áreitt starfsmenn samtaka sem hann stofnaði í verkefnum sem ætlað var að bjarga börnum úr ánauð.

Erlent
Fréttamynd

Braut á bestu vinkonu sinni meðan hún svaf

Ungur karlmaður hefur verið dæmdur í átján mánaða fangelsi fyrir að hafa brotið á bestu vinkonu sinni í lok desember árið 2021. Karlmaðurinn „puttaði“ konuna og sleikti á henni kynfærin á meðan hún lá sofandi í sófanum og varð einskis vör vegna ölvunar og svefndrunga.

Innlent
Fréttamynd

Russell Brand kærður til lögreglu

Lögreglunni í Lundúnum hefur borist kæra gegn Russel Brand, breskum grínista. Kona kærði hann fyrir kynferðisbrot sem á að hafa átt sér stað í borginni árið 2003. Breskir fjölmiðlar birtu um helgina sögu fjögurra kvenna sem sökuðu hann um nauðgun, kynferðislega áreitni og andlegt ofbeldi yfir sjö ára tímabil, eða frá 2006 til 2013.

Erlent
Fréttamynd

Skora á konur að stíga fram

Mannréttindasamtökin Amnesty International hafa skorað á konur að stíga fram ef þær þurfi vegna mögulegrar óviðeigandi hegðunar breska grínistans Russell Brand á meðan hann tók þátt í góðgerðarviðburðum samtakanna frá 2006 til 2012. BBC barst kvartanir vegna grínistans á þessum árum en brást ekki við.

Erlent
Fréttamynd

Káfaði á fréttakonu í beinni

Maður káfaði á spænskri fréttakonu í beinni útsendingu í miðbæ Madrídar í dag. Isa Balado var að fjalla um rán í verslun þegar maður gekk aftan að henni, truflaði hana og snerti svo á henni rassinn.

Erlent
Fréttamynd

Man United biðst af­sökunar að hafa boðið dæmdum barna­níðing á leik

Enska knattspyrnufélagið Manchester United hefur einokað fyrirsagnir í flestum fjölmiðlum síðustu daga og ekki vegna afreka liðsins inn á knattspyrnuvellinum. Ekki varð umtalið minna þegar í ljós kom að félagið hefði boðið dæmdum barnaníðing á leik hjá kvennaliði félagsins á síðustu leiktíð. Man United hefur beðist afsökunar á athæfinu.

Enski boltinn
Fréttamynd

Eitt af hverjum tíu börnum misnotað kynferðislega

Eitt af hverjum tíu börnum hefur verið misnotað kynferðislega og um helmingur hefur orðið fyrir stafrænu kynferðisofbeldi. Næstum þriðjungur tíundubekkinga glímir reglulega við sjálfsvígshugsanir samkvæmt nýrri rannsókn.

Innlent
Fréttamynd

Kenndu öðrum að tæla konur í „Stríðsherbergi“

Samskipti milli Andrew Tate og samstarfsmanna hans benda til þess að þeir og menn þeim tengdir hafi tælt tugi kvenna til þess að taka upp klámefni sem þeir birtu á netinu. Afrit af samskiptum þeirra var lekið til BBC en miðillinn segist hafa fundið minnst 45 möguleg fórnarlömb Tate og félaga hans.

Erlent