Nektarmyndir gerðar óskýrar sjálfkrafa á Instagram Lovísa Arnardóttir skrifar 19. október 2024 12:43 Breytingarnar eru gerðar til að verja viðtakendur við kynlífskúgun. Vísir/Getty Á Instagram verða nektarmyndir nú sjálfkrafa gerðar óskýrar í einkaskilaboðum. Unglingar undir 18 ára aldri munu ekki geta breytt stillingu á reikningu úr einkaham [e. private) nema með samþykki forráðamanna. Þetta eru meðal nýrra aðgerða sem Meta, eigandi Instagram, hefur tilkynnt um sem eiga að vernda ungmenna gegn kynlífskúgun (e. sextortion) og hótunum um dreifingu kynferðislegra mynda. Í tilkynningu frá lögreglunni segir að aðgerðirnar séu sérstaklega mikilvægar í ljósi þess að Instagram er meðal vinsælustu samfélagsmiðla barna og ungmenna á Íslandi. Um 82 prósent barna í 4. til 7. bekk og 98 prósent barna í 8.til 10. bekk nota Instagram. Fleiri aðgerðir sem voru kynntar eru að auka á fræðslu og forvarnir í samstarfi við áhrifavalda á miðlinum sem og að auka aðgengi að ráðgjöf fyrir notendum sem verða fyrir kynlífskúgun og foreldra unglinga. Þá verða einnig gerðar breytingar á tengi- og deilimöguleikum á notendareikningum til þess að trufla notkunarmynstur skipulagðra glæpasamtaka á borð við yahoo boys. Fjallað var um kynlífskúgun á Vísi í vor. Þar kom fram að kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu merkti fjölgun í svokölluðum sæmdarkúgunarmálum [e. sextortions] meðal ungra manna og drengja á Íslandi. Lögreglan var þá með nokkur slík mál til rannsóknar. Í tilkynningu lögreglu um málið er einnig að finna ábendingar til foreldra til að tryggja öryggi barna sinna á samfélagsmiðlum. Ráðin eru þessu: Virkja öryggisstillingar: Gakktu úr skugga um að reikningar barna séu rétt stilltir á einkaham og að nýjustu breytingar frá Meta séu virkar. Rétt skráning: Tryggðu að börn séu rétt skráð með rétta fæðingardagsetningu svo breytingarnar nái til þeirra. Samræður um netöryggi: Ræddu við börnin um ábyrgð á netinu og hættuna á kynlífskúgun. Ef börnin lenda í slíkum aðstæðum, vísaðu þeim á ráðleggingar frá 112. Skjátími: Nýjustu breytingar takmarka tilkynningar á Instagram á nóttunni. Hvetjið börnin til að takmarka skjátíma, sérstaklega á kvöldin. Samfélagsmiðlar Lögreglumál Meta Tækni Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
Í tilkynningu frá lögreglunni segir að aðgerðirnar séu sérstaklega mikilvægar í ljósi þess að Instagram er meðal vinsælustu samfélagsmiðla barna og ungmenna á Íslandi. Um 82 prósent barna í 4. til 7. bekk og 98 prósent barna í 8.til 10. bekk nota Instagram. Fleiri aðgerðir sem voru kynntar eru að auka á fræðslu og forvarnir í samstarfi við áhrifavalda á miðlinum sem og að auka aðgengi að ráðgjöf fyrir notendum sem verða fyrir kynlífskúgun og foreldra unglinga. Þá verða einnig gerðar breytingar á tengi- og deilimöguleikum á notendareikningum til þess að trufla notkunarmynstur skipulagðra glæpasamtaka á borð við yahoo boys. Fjallað var um kynlífskúgun á Vísi í vor. Þar kom fram að kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu merkti fjölgun í svokölluðum sæmdarkúgunarmálum [e. sextortions] meðal ungra manna og drengja á Íslandi. Lögreglan var þá með nokkur slík mál til rannsóknar. Í tilkynningu lögreglu um málið er einnig að finna ábendingar til foreldra til að tryggja öryggi barna sinna á samfélagsmiðlum. Ráðin eru þessu: Virkja öryggisstillingar: Gakktu úr skugga um að reikningar barna séu rétt stilltir á einkaham og að nýjustu breytingar frá Meta séu virkar. Rétt skráning: Tryggðu að börn séu rétt skráð með rétta fæðingardagsetningu svo breytingarnar nái til þeirra. Samræður um netöryggi: Ræddu við börnin um ábyrgð á netinu og hættuna á kynlífskúgun. Ef börnin lenda í slíkum aðstæðum, vísaðu þeim á ráðleggingar frá 112. Skjátími: Nýjustu breytingar takmarka tilkynningar á Instagram á nóttunni. Hvetjið börnin til að takmarka skjátíma, sérstaklega á kvöldin.
Samfélagsmiðlar Lögreglumál Meta Tækni Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira