Akranes

Fréttamynd

Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glæ­nýtt

Starfandi matvælaráðherra segir nauðsynlegt að Hvalur hf. hafi fyrirsjáanleika í rekstri og því hafi hann gefið út fimm ára hvalveiðileyfi sem endurnýjast sjálfkrafa á hverju ári. Hann hafi ekki haft tíma til að taka ákvörðun fyrir kosningar. Óþarfi sé að bíða eftir niðurstöðu starfshóps sem rýnir lagaumgjörð hvalveiða áður en slík ákvörðun er tekin.

Innlent
Fréttamynd

„Ég tek bara ekkert mark á því“

Formaður Verkalýðsfélags Akraness gefur lítið fyrir gagnrýni Katrínar Oddsdóttur, lögmanns Náttúruverndarsamtaka Íslands, og Henrys Alexanders Henryssonar, siðfræðings, á ákvörðun Bjarna Benediktssonar starfandi matvælaráðherra um að gefa út fimm ára hvalveiðileyfi til Hvals hf., sem endurnýjast árlega. Hann telur málflutning þeirra einkennast af hræsni. 

Innlent
Fréttamynd

Festa kaup á átta­tíu í­búðum fyrir eldra fólk

Leigufélag aldraðra og Brák íbúðafélag hafa komist að samkomulagi um að Brák kaupi öll þrjú fjölbýlishús Leigufélags aldraðra sem eru samtals 80 hagkvæmar leiguíbúðir fyrir eldra fólk. Með kaupunum er ætlunin að ná fram aukinni stærðarhagkvæmni og renna styrkari stoðum undir rekstur íbúðanna og áframhaldandi útleigu þeirra til tekju- og eignalægra eldra fólks.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Veitir leyfi til veiða á lang­reyði og hrefnu

Bjarni Benediktsson matvælaráðherra hefur gefið út leyfi til veiða á langreyðum til Hvals hf. auk leyfis til veiða á hrefnu til tog- og hrefnuveiðibátsins Halldórs Sigurðssonar ÍS 14 sem er í eigu Tjaldtanga ehf.. Leyfin eru veitt til fimm ára.

Innlent
Fréttamynd

Þegar Skaga­menn glöddu lítið hjarta

Ég var sex ára þegar snjóflóðið á Flateyri féll þann 26. október 1995. Sex ára barn skynjar kannski ekki tilveruna og þann harm sem er alltumlykjandi dagana og mánuðina þar á eftir, nema einmitt í frekar barnslegum hugmyndum um sorg og gleði.

Skoðun
Fréttamynd

Nýir eig­endur Skagans stefna á að hefja starf­semi í nóvember

Hópur fjárfesta hefur náð samkomulagi um kaup á öllum búnaði og lausafé þrotabús Skagans 3X á Akranesi. Auk þess munu þeir taka á leigu mikið af þeim húsakosti sem fyrirtækið bjó yfir í því skyni að hefja þar aftur rekstur. Þetta kemur fram í tilkynningu um kaupin, en það er nýtt félag, KAPP Skaginn ehf., sem er kaupandi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Með húsaflutninga á heilanum

Guðlaug Vilbogadóttir fornleifafræðingur segir ótrúlegt hve Íslendingar hafa verið öflugir að flytja hús landshluta á milli fyrir tíma krana- og flutningabíla. Guðlaug er með húsaflutninga á heilanum og skráir samviskusamlega niður sögu hvers hússins á fætur öðru, og gætir þess að eiginkona húseigenda sé tiltekin hverju sinni.

Lífið
Fréttamynd

Kröfur upp á um 13 milljarða í þrota­bú Skagans 3X

Gerðar hafa verið kröfur í þrotabú Skagans 3X sem nema um þrettán milljörðum króna. Fyrirtækið var úrskurðað gjaldþrota í júlí. Stærstu kröfurnar í búið eru almennar kröfur sem nema um níu milljörðum. Frá þessu er greint í Morgunblaðinu í dag. Frestur til að lýsa kröfu í búið rann út á mánudag í þessari viku.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Til­boð berast í eignir þrota­búsins: „Alltaf með símann opinn ef menn hafa á­huga“

Borist hafa nokkur tilboð í ýmsar eignir þrotabús Skagans 3X á Akranesi sem verið er að yfirfara og bera saman. Ekkert nýtt tilboð hefur borist í allar eignir þrotabúsins í heilu lagi síðan ljóst varð að slíkt tilboð sem var til skoðunar næði ekki fram að ganga. Skiptastjóri segir fasteignirnar sem hýst hafi starfsemi fyrirtækisins vera þrotabúinu óviðkomandi þótt þær hafi verið forsenda í tilboðinu sem ekki varð að veruleika.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Setti hraða­met í heiðurssundi fyrir syni Eddu Bjarkar

Sigurgeir Svanbergsson synti í gær frá Flateyri til Holtsstrandar og sló hraðamet í sundinu sem hann vill kalla Drengjasund. Sigurgeir stundar sjósund til að berskjalda sig fyrir því sem honum þykir óþægilegt. Hann segir hafi geta verið hættulegt og skelfilegt en það jafnist ekkert á við tilfinninguna að skríða upp hinum megin.

Innlent
Fréttamynd

Tölum saman um skóla­starf

Að vinna í grunnskóla er skemmtilegasta starf sem ég get hugsað mér en á sama tíma er það mjög vandasamt. Starfsfólk í skólum hefur mikil áhrif á líf barna og fjölskyldna þeirra og við munum öll eftir þeim kennurum sem hjálpuðu okkur að vaxa og við munum líka eftir þeim sem gerðu það ekki.

Skoðun