Borgarbyggð

Fréttamynd

Ljósleiðarinn fékk ekki ríkisaðstoð

Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, lokaði í dag rannsókn á meintri ríkisaðstoð Orkuveitu Reykjavíkur til dótturfélags síns, Gagnaveitu Reykjavíkur, sem nú heitir Ljósleiðarinn. Því var haldið fram að fjármögnun og lánveitingar OR til dótturfélags síns hafi leitt til ósanngjarns forskots og væri brot á EES-reglum um ríkisaðstoð. ESA heldur nú ekki.

Innlent
Fréttamynd

Myglan hafi engin á­hrif á skóla­haldið

Mygla hefur greinst í húsnæði Háskólans á Bifröst. Byggingar skólans eru nú lokaðar vegna þessa. Rektor háskólans segir þó að myglan muni ekki hafa nein áhrif á skólahaldið þar sem námið er kennt í fjarkennslu. 

Innlent
Fréttamynd

Laxinn mættur í Langá

Langá á Mýrum hefur lengi verið talin mesta síðsumars laxveiðiáin á vesturlandi en síðustu ár hefur þetta verið að breytast.

Veiði
Fréttamynd

Frábært opnunarholl í Norðurá

Norðurá hefur ekki opnað jafnvel síðan 2016 en meira að segja í samanburði við það ár er þetta ennþá skemmtilegri opnun hvað margt varðar.

Veiði
Fréttamynd

Hítarvatn komið í gang

Hítarvatn er eitt af fyrstu vötnunum á vesturlandi sem getur byrjað að gefa vel í byrjun júní og þeir sem vita þetta eru mættir við bakkann.

Veiði
Fréttamynd

Meint dýra­níð látið við­gangast í ára­raðir

Íbúi í Borgarfirði segir fé á bænum Höfða í Borgarfirði hafa búið við slæman aðbúnað í áraraðir. Húsakostur rúmi ekki allt féð sem ráfi vannært og illa farið um sveitina. Hvorki Matvælastofnun né sveitarstjóri geri nokkuð í málinu sem hafi verið opinbert leyndarmál í rúm fimmtán ár.

Innlent
Fréttamynd

Verk­föll boðuð í sund­laugum um hvíta­sunnu­helgi

Sundlaugar í átta sveitarfélögum á landsbyggðinni verða lokaðar um hvítasunnuhelgina eftir að starfsfólk sundlaga og íþróttamannavirkja samþykktu að leggja niður störf í atkvæðagreiðslu sem lauk í dag. Þeir bætast í hóp hátt í 1.600 félagsmanna BSRB sem eru á leið í verkfall.

Innlent
Fréttamynd

Sam­þykkja aukningu hluta­fjár Ljós­leiðarans

Þrjú sveitarfélög sem eru eigendur Orkuveitu Reykjavíkur (OR) og endanlegir eigendur Ljósleiðarans ehf., hafa samþykkt að auka hlutafé félagsins. Reykjavíkurborg, Akraneskaupstaður og Borgarbyggð bjóða því nýjum hluthöfum það til kaups. 

Innlent
Fréttamynd

Van­virðing stuðnings­manna hafi á­hrif á ó­hörðnuð börn

Stuðningsmenn Skallagríms tóku upp dagblöð og þóttust ekki vera að fylgjast með þegar leikmenn Hamars gengu inn á völlinn fyrir leik liðsins við Skallagrím í úrslitakeppni fyrstu deildar í körfubolta. Áhorfandi á leiknum vakti athygli á gjörningnum í Facebook-færslu sem hefur þegar verið deilt 345 sinnum.

Körfubolti
Fréttamynd

Líkfundur í Borgarnesi

Lík fannst í fjöru skammt frá Borgarnesi í dag. Vegfarandi tilkynnti um líkið fyrr í kvöld og er málið í rannsókn að sögn lögreglu.

Innlent
Fréttamynd

Ásmundur Einar selur hús sitt í Borgarnesi

Ásmundur Einar Daðason barnamálaráðherra hefur nú sett einbýlishús sitt á sölu. Gera má ráð fyrir því að hann fái um 70 milljónir fyrir húsið sem er á besta stað í Borgarnesi.

Innlent
Fréttamynd

Kom í leitirnar eftir sex ár á ver­gangi

Köttur sem hvarf fyrir sex árum í Reykjavík birtist í innkeyrslu hjóna í Borgarnesi fyrir tveimur vikum. Þökk sé kattasamfélaginu og störfum Villikatta á Vesturlandi er búið að hafa uppi á eigandanum.

Innlent
Fréttamynd

Treysta sér ekki til að drekka krana­vatn á slökkvi­stöðinni

Starfsmenn slökkviliðs Borgarbyggðar treysta sér ekki til þess að drekka vatn úr krönum á kaffistofu slökkvistöðvarinnar. Sjáanlegar rakaskemmdir eru á svæðum á kaffistofunni en myglu má finna í skrifstofuhluta stöðvarinnar. Gert er ráð fyrir að endurnýjun á húsnæðinu ljúki árið 2025. 

Innlent