Dalvíkurbyggð

Fréttamynd

Man vel eftir McAfee en þó ekki John

Gregorz Tomasz Maniakowski vaknaði við símtal í morgun og spurður út í fregnir af milljarðarmæringnum John McAfee sem virðist hafa farið huldu höfði á Dalvík í sumar.

Innlent
Fréttamynd

Martröð verður regnbogagata

Regnbogagatan var opnuð á Dalvík í dag í tilefni af því að hinsegin dagar í Reykjavík verða heiðursgestir Fiskidagsins mikla.

Innlent
Fréttamynd

Banaslysið á Árskógssandi: Skert meðvitund ökumanns sennilega ástæða þess að bílinn stoppaði ekki á bryggjunni

Ekki er hægt að fullyrða hvað hafi orðið til þess að bíll lenti í sjónum við höfnina á Árskógssandi í nóvember 2017 með þeim afleiðingum að pólsk fjölskylda fórst. Talið er sennilegt að ökumaður bílsins hafi misst meðvitund af óþekktum ástæðum, auk þess sem að bryggjukantur var lágur og varnarbúnaður ekki nægilegur til að koma í veg fyrir að keyrt væri út af bryggjusporðinum.

Innlent
Fréttamynd

Fyllibyttur og sóðar stöðva næturopnun

Heitu pottarnir í Sandvíkurfjöru við Hauganes eru ekki lengur opnir almenningi um nætur. Umgengni og ónæði gera það að verkum að eigandinn ætlar að loka þeim á kvöldin. Vill ekki sjá fyllibyttur en hugar að frekari uppbyggingu.

Innlent
Fréttamynd

Ed Sheeran hræðir ekki Fiskidagsfólk

Skiptir engu máli, segir framkvæmdastjórinn þó 30 þúsund hafi keypt miða á tónleikana á Laugardalsvelli sem verða sama dag og Fiskidagurinn mikli á Dalvík.

Lífið
Fréttamynd

Júlíus Kristjánsson heiðraður á Fiskidaginn mikla

Frá upphafi hefur Fiskidagurinn mikli heiðrað þá sem hafa með einhverjum hætti haft áhrif á atvinnusögu okkar og íslenskan sjávarútveg. Í ár veitir Fiskidagurinn mikli viðurkenningu fyrir framlag til menntunar sjómanna og heiðrar Júlíus Kristjánsson fyrir hans mikilvæga þátt í uppbyggingu og umsjón með skipstjórnarfræðslu á Dalvík.

Innlent