Þjóðaröryggi þurfi að vega þyngra en hagsmunir landeigenda Birgir Olgeirsson og Eiður Þór Árnason skrifa 13. desember 2019 21:43 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra prófaði í dag að brjóta ís af Dalvíkurlínu. Hún segir ljóst að tjónið á Norðurlandi sé mikið. Stöð 2 Ráðherrar segja ljóst að tjónið á Norðurlandi sé mikið eftir veðurofsann og ljóst er að forgangsraða þarf í kerfinu svo þjóðaröryggi vegi þyngra en hagsmunir fárra. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra, Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, kynntu sér aðstæður á svæðinu í dag. Stöðufundur haldinn með ráðherrum Bæjarstjórn Dalvíkur hélt stöðufund með ráðherrunum fimm í dag. Þar greindi bæjarstjórinn ráðherrunum frá því að öll fjarskipti hafi verið úti á meðan óveðrinu stóð, þar á meðal útvarpsútsendingar. Því næst var haldið í varðskipið Þór sem liggur niður við bryggju í Dalvíkurhöfn og mun skaffa bænum rafmagn næstu daga á meðan viðgerðum á Dalvíkurlínu standa yfir. Þar var áhöfn skipsins og ríkisstjórninni þakkað fyrir. „Við erum ákveðinn forréttindahópur í þjóðfélaginu núna bara fyrir að fá að hafa þetta hérna því að það eru mörg svæði sem myndu þiggja það á þessari stundu,“ sagði Katrín Sigurjónsdóttir, sveitarstjóri Dalvíkurbyggðar um borð í Þór. Að því loknu skoðuðu ráðherrarnir skemmdirnar á Dalvíkurlínu og tóku þátt í að berja ísinn af línunni. Segir rafmagnsleysið hafa ógnað þjóðaröryggi Rafmagnsleysi á Norðurlandi er sagt hafa ógnað þjóðaröryggi og hefur verið kvartað yfir því hve langan tíma það tekur að koma úrbótum í gegnum kerfið. Samgönguráðherra segir ljóst að þjóðaröryggi þurfi að vega þyngra í því ferli. „Það getur ekki vegið þyngra, sjónmengun hjá einhverjum einstaklingum en líf og öryggi samborgara þeirra. Við þurfum að hafa einhverja ferla til að geta lagt aðalvegina og aðalflutningslínurnar, þannig er það á Norðurlöndunum og þannig þurfum við að hafa það á Íslandi líka,“ sagði Sigurður Ingi. Forsætisráðherra segir ljóst að tjónið sé mikið. „Það var ákveðið í morgun að setja á laggirnar viðbragðshóp eða átakshóp stjórnvalda, fimm ráðuneyta, þar sem á að fara yfir þessa innviði okkar, af því auðvitað er þetta svakalegt ástand fyrir íbúa. Þetta er mjög þung staða fyrir íbúa á þessu svæði þar sem við erum bæði með umfangsmesta rafmagnsleysi á síðari tímum og mest langvarandi rafmagnsleysi. Við þurfum auðvitað að fara yfir þessa innviði og hvernig við þurfum að forgangsraða aðgerðum til að treysta það,“ sagði Katrín Jakobsdóttir. Dalvíkurbyggð Óveður 10. og 11. desember 2019 Tengdar fréttir Þór sér Dalvík nú fyrir rafmagni Varðskipið Þór sér nú Dalvík fyrir um 70 prósent af raforkuþörf bæjarins. 13. desember 2019 08:08 Ekkert kósí eða jólalegt við afleiðingar veðurofsans Unnur Valborg Hilmarsdóttir telur marga ekki gera sér grein fyrir áhrifum veðursins. 13. desember 2019 13:45 Meiri skemmdir á Dalvíkurlínu en talið var Fleiri stæður á Dalvíkurlínu eru skemmdar eftir fárviðrið sem gekk yfir landið í vikunni en áður var talið. 13. desember 2019 10:20 Ráðherrar funda með Dalvíkingum við kertaljós og skipa starfshóp Langvarandi og víðtækt rafmagnsleysi sem hlaust af óveðrinu dagana 11. og 12. desember höfðu mikil efnahagsleg og samfélagsleg áhrif á landsmenn, sérstaklega á landinu norðanverðu. 13. desember 2019 14:17 Mest lesið Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Innlent Yfirvöld Mexíkó kæra Google Erlent Fleiri fréttir Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Sjá meira
Ráðherrar segja ljóst að tjónið á Norðurlandi sé mikið eftir veðurofsann og ljóst er að forgangsraða þarf í kerfinu svo þjóðaröryggi vegi þyngra en hagsmunir fárra. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra, Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, kynntu sér aðstæður á svæðinu í dag. Stöðufundur haldinn með ráðherrum Bæjarstjórn Dalvíkur hélt stöðufund með ráðherrunum fimm í dag. Þar greindi bæjarstjórinn ráðherrunum frá því að öll fjarskipti hafi verið úti á meðan óveðrinu stóð, þar á meðal útvarpsútsendingar. Því næst var haldið í varðskipið Þór sem liggur niður við bryggju í Dalvíkurhöfn og mun skaffa bænum rafmagn næstu daga á meðan viðgerðum á Dalvíkurlínu standa yfir. Þar var áhöfn skipsins og ríkisstjórninni þakkað fyrir. „Við erum ákveðinn forréttindahópur í þjóðfélaginu núna bara fyrir að fá að hafa þetta hérna því að það eru mörg svæði sem myndu þiggja það á þessari stundu,“ sagði Katrín Sigurjónsdóttir, sveitarstjóri Dalvíkurbyggðar um borð í Þór. Að því loknu skoðuðu ráðherrarnir skemmdirnar á Dalvíkurlínu og tóku þátt í að berja ísinn af línunni. Segir rafmagnsleysið hafa ógnað þjóðaröryggi Rafmagnsleysi á Norðurlandi er sagt hafa ógnað þjóðaröryggi og hefur verið kvartað yfir því hve langan tíma það tekur að koma úrbótum í gegnum kerfið. Samgönguráðherra segir ljóst að þjóðaröryggi þurfi að vega þyngra í því ferli. „Það getur ekki vegið þyngra, sjónmengun hjá einhverjum einstaklingum en líf og öryggi samborgara þeirra. Við þurfum að hafa einhverja ferla til að geta lagt aðalvegina og aðalflutningslínurnar, þannig er það á Norðurlöndunum og þannig þurfum við að hafa það á Íslandi líka,“ sagði Sigurður Ingi. Forsætisráðherra segir ljóst að tjónið sé mikið. „Það var ákveðið í morgun að setja á laggirnar viðbragðshóp eða átakshóp stjórnvalda, fimm ráðuneyta, þar sem á að fara yfir þessa innviði okkar, af því auðvitað er þetta svakalegt ástand fyrir íbúa. Þetta er mjög þung staða fyrir íbúa á þessu svæði þar sem við erum bæði með umfangsmesta rafmagnsleysi á síðari tímum og mest langvarandi rafmagnsleysi. Við þurfum auðvitað að fara yfir þessa innviði og hvernig við þurfum að forgangsraða aðgerðum til að treysta það,“ sagði Katrín Jakobsdóttir.
Dalvíkurbyggð Óveður 10. og 11. desember 2019 Tengdar fréttir Þór sér Dalvík nú fyrir rafmagni Varðskipið Þór sér nú Dalvík fyrir um 70 prósent af raforkuþörf bæjarins. 13. desember 2019 08:08 Ekkert kósí eða jólalegt við afleiðingar veðurofsans Unnur Valborg Hilmarsdóttir telur marga ekki gera sér grein fyrir áhrifum veðursins. 13. desember 2019 13:45 Meiri skemmdir á Dalvíkurlínu en talið var Fleiri stæður á Dalvíkurlínu eru skemmdar eftir fárviðrið sem gekk yfir landið í vikunni en áður var talið. 13. desember 2019 10:20 Ráðherrar funda með Dalvíkingum við kertaljós og skipa starfshóp Langvarandi og víðtækt rafmagnsleysi sem hlaust af óveðrinu dagana 11. og 12. desember höfðu mikil efnahagsleg og samfélagsleg áhrif á landsmenn, sérstaklega á landinu norðanverðu. 13. desember 2019 14:17 Mest lesið Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Innlent Yfirvöld Mexíkó kæra Google Erlent Fleiri fréttir Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Sjá meira
Þór sér Dalvík nú fyrir rafmagni Varðskipið Þór sér nú Dalvík fyrir um 70 prósent af raforkuþörf bæjarins. 13. desember 2019 08:08
Ekkert kósí eða jólalegt við afleiðingar veðurofsans Unnur Valborg Hilmarsdóttir telur marga ekki gera sér grein fyrir áhrifum veðursins. 13. desember 2019 13:45
Meiri skemmdir á Dalvíkurlínu en talið var Fleiri stæður á Dalvíkurlínu eru skemmdar eftir fárviðrið sem gekk yfir landið í vikunni en áður var talið. 13. desember 2019 10:20
Ráðherrar funda með Dalvíkingum við kertaljós og skipa starfshóp Langvarandi og víðtækt rafmagnsleysi sem hlaust af óveðrinu dagana 11. og 12. desember höfðu mikil efnahagsleg og samfélagsleg áhrif á landsmenn, sérstaklega á landinu norðanverðu. 13. desember 2019 14:17
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent