Þjóðaröryggi þurfi að vega þyngra en hagsmunir landeigenda Birgir Olgeirsson og Eiður Þór Árnason skrifa 13. desember 2019 21:43 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra prófaði í dag að brjóta ís af Dalvíkurlínu. Hún segir ljóst að tjónið á Norðurlandi sé mikið. Stöð 2 Ráðherrar segja ljóst að tjónið á Norðurlandi sé mikið eftir veðurofsann og ljóst er að forgangsraða þarf í kerfinu svo þjóðaröryggi vegi þyngra en hagsmunir fárra. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra, Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, kynntu sér aðstæður á svæðinu í dag. Stöðufundur haldinn með ráðherrum Bæjarstjórn Dalvíkur hélt stöðufund með ráðherrunum fimm í dag. Þar greindi bæjarstjórinn ráðherrunum frá því að öll fjarskipti hafi verið úti á meðan óveðrinu stóð, þar á meðal útvarpsútsendingar. Því næst var haldið í varðskipið Þór sem liggur niður við bryggju í Dalvíkurhöfn og mun skaffa bænum rafmagn næstu daga á meðan viðgerðum á Dalvíkurlínu standa yfir. Þar var áhöfn skipsins og ríkisstjórninni þakkað fyrir. „Við erum ákveðinn forréttindahópur í þjóðfélaginu núna bara fyrir að fá að hafa þetta hérna því að það eru mörg svæði sem myndu þiggja það á þessari stundu,“ sagði Katrín Sigurjónsdóttir, sveitarstjóri Dalvíkurbyggðar um borð í Þór. Að því loknu skoðuðu ráðherrarnir skemmdirnar á Dalvíkurlínu og tóku þátt í að berja ísinn af línunni. Segir rafmagnsleysið hafa ógnað þjóðaröryggi Rafmagnsleysi á Norðurlandi er sagt hafa ógnað þjóðaröryggi og hefur verið kvartað yfir því hve langan tíma það tekur að koma úrbótum í gegnum kerfið. Samgönguráðherra segir ljóst að þjóðaröryggi þurfi að vega þyngra í því ferli. „Það getur ekki vegið þyngra, sjónmengun hjá einhverjum einstaklingum en líf og öryggi samborgara þeirra. Við þurfum að hafa einhverja ferla til að geta lagt aðalvegina og aðalflutningslínurnar, þannig er það á Norðurlöndunum og þannig þurfum við að hafa það á Íslandi líka,“ sagði Sigurður Ingi. Forsætisráðherra segir ljóst að tjónið sé mikið. „Það var ákveðið í morgun að setja á laggirnar viðbragðshóp eða átakshóp stjórnvalda, fimm ráðuneyta, þar sem á að fara yfir þessa innviði okkar, af því auðvitað er þetta svakalegt ástand fyrir íbúa. Þetta er mjög þung staða fyrir íbúa á þessu svæði þar sem við erum bæði með umfangsmesta rafmagnsleysi á síðari tímum og mest langvarandi rafmagnsleysi. Við þurfum auðvitað að fara yfir þessa innviði og hvernig við þurfum að forgangsraða aðgerðum til að treysta það,“ sagði Katrín Jakobsdóttir. Dalvíkurbyggð Óveður 10. og 11. desember 2019 Tengdar fréttir Þór sér Dalvík nú fyrir rafmagni Varðskipið Þór sér nú Dalvík fyrir um 70 prósent af raforkuþörf bæjarins. 13. desember 2019 08:08 Ekkert kósí eða jólalegt við afleiðingar veðurofsans Unnur Valborg Hilmarsdóttir telur marga ekki gera sér grein fyrir áhrifum veðursins. 13. desember 2019 13:45 Meiri skemmdir á Dalvíkurlínu en talið var Fleiri stæður á Dalvíkurlínu eru skemmdar eftir fárviðrið sem gekk yfir landið í vikunni en áður var talið. 13. desember 2019 10:20 Ráðherrar funda með Dalvíkingum við kertaljós og skipa starfshóp Langvarandi og víðtækt rafmagnsleysi sem hlaust af óveðrinu dagana 11. og 12. desember höfðu mikil efnahagsleg og samfélagsleg áhrif á landsmenn, sérstaklega á landinu norðanverðu. 13. desember 2019 14:17 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Erlent Fleiri fréttir Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB Sjá meira
Ráðherrar segja ljóst að tjónið á Norðurlandi sé mikið eftir veðurofsann og ljóst er að forgangsraða þarf í kerfinu svo þjóðaröryggi vegi þyngra en hagsmunir fárra. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra, Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, kynntu sér aðstæður á svæðinu í dag. Stöðufundur haldinn með ráðherrum Bæjarstjórn Dalvíkur hélt stöðufund með ráðherrunum fimm í dag. Þar greindi bæjarstjórinn ráðherrunum frá því að öll fjarskipti hafi verið úti á meðan óveðrinu stóð, þar á meðal útvarpsútsendingar. Því næst var haldið í varðskipið Þór sem liggur niður við bryggju í Dalvíkurhöfn og mun skaffa bænum rafmagn næstu daga á meðan viðgerðum á Dalvíkurlínu standa yfir. Þar var áhöfn skipsins og ríkisstjórninni þakkað fyrir. „Við erum ákveðinn forréttindahópur í þjóðfélaginu núna bara fyrir að fá að hafa þetta hérna því að það eru mörg svæði sem myndu þiggja það á þessari stundu,“ sagði Katrín Sigurjónsdóttir, sveitarstjóri Dalvíkurbyggðar um borð í Þór. Að því loknu skoðuðu ráðherrarnir skemmdirnar á Dalvíkurlínu og tóku þátt í að berja ísinn af línunni. Segir rafmagnsleysið hafa ógnað þjóðaröryggi Rafmagnsleysi á Norðurlandi er sagt hafa ógnað þjóðaröryggi og hefur verið kvartað yfir því hve langan tíma það tekur að koma úrbótum í gegnum kerfið. Samgönguráðherra segir ljóst að þjóðaröryggi þurfi að vega þyngra í því ferli. „Það getur ekki vegið þyngra, sjónmengun hjá einhverjum einstaklingum en líf og öryggi samborgara þeirra. Við þurfum að hafa einhverja ferla til að geta lagt aðalvegina og aðalflutningslínurnar, þannig er það á Norðurlöndunum og þannig þurfum við að hafa það á Íslandi líka,“ sagði Sigurður Ingi. Forsætisráðherra segir ljóst að tjónið sé mikið. „Það var ákveðið í morgun að setja á laggirnar viðbragðshóp eða átakshóp stjórnvalda, fimm ráðuneyta, þar sem á að fara yfir þessa innviði okkar, af því auðvitað er þetta svakalegt ástand fyrir íbúa. Þetta er mjög þung staða fyrir íbúa á þessu svæði þar sem við erum bæði með umfangsmesta rafmagnsleysi á síðari tímum og mest langvarandi rafmagnsleysi. Við þurfum auðvitað að fara yfir þessa innviði og hvernig við þurfum að forgangsraða aðgerðum til að treysta það,“ sagði Katrín Jakobsdóttir.
Dalvíkurbyggð Óveður 10. og 11. desember 2019 Tengdar fréttir Þór sér Dalvík nú fyrir rafmagni Varðskipið Þór sér nú Dalvík fyrir um 70 prósent af raforkuþörf bæjarins. 13. desember 2019 08:08 Ekkert kósí eða jólalegt við afleiðingar veðurofsans Unnur Valborg Hilmarsdóttir telur marga ekki gera sér grein fyrir áhrifum veðursins. 13. desember 2019 13:45 Meiri skemmdir á Dalvíkurlínu en talið var Fleiri stæður á Dalvíkurlínu eru skemmdar eftir fárviðrið sem gekk yfir landið í vikunni en áður var talið. 13. desember 2019 10:20 Ráðherrar funda með Dalvíkingum við kertaljós og skipa starfshóp Langvarandi og víðtækt rafmagnsleysi sem hlaust af óveðrinu dagana 11. og 12. desember höfðu mikil efnahagsleg og samfélagsleg áhrif á landsmenn, sérstaklega á landinu norðanverðu. 13. desember 2019 14:17 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Erlent Fleiri fréttir Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB Sjá meira
Þór sér Dalvík nú fyrir rafmagni Varðskipið Þór sér nú Dalvík fyrir um 70 prósent af raforkuþörf bæjarins. 13. desember 2019 08:08
Ekkert kósí eða jólalegt við afleiðingar veðurofsans Unnur Valborg Hilmarsdóttir telur marga ekki gera sér grein fyrir áhrifum veðursins. 13. desember 2019 13:45
Meiri skemmdir á Dalvíkurlínu en talið var Fleiri stæður á Dalvíkurlínu eru skemmdar eftir fárviðrið sem gekk yfir landið í vikunni en áður var talið. 13. desember 2019 10:20
Ráðherrar funda með Dalvíkingum við kertaljós og skipa starfshóp Langvarandi og víðtækt rafmagnsleysi sem hlaust af óveðrinu dagana 11. og 12. desember höfðu mikil efnahagsleg og samfélagsleg áhrif á landsmenn, sérstaklega á landinu norðanverðu. 13. desember 2019 14:17
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent