Innlent

Meiri skemmdir á Dalvíkurlínu en talið var

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Myndin er frá viðgerðum við Kópaskerslínu í nótt.
Myndin er frá viðgerðum við Kópaskerslínu í nótt. landsnet

Fleiri stæður á Dalvíkurlínu eru skemmdar eftir fárviðrið sem gekk yfir landið í vikunni en áður var talið.

Áður hafði verið sagt frá því að um 20 stæður væru skemmdar á línunni en í nýrri færslu á Facebook-síðu Landsnets segir að um 30 stæður séu skemmdar. Viðgerðir eru nú í gangi með viðbótarmannskap frá RARIK, Veitum og verktökum.

 

Þá er einnig greint frá því að í nótt hafi tekist að tengja hluta Kópaskerslínu 1 við flutningskerfið í Laxá. Þar með var afhendingu rafmagns komið á til notenda í Aðaldal og nærsveitum.

Nú er unnið að viðgerðum á þeim kafla línunnar sem liggur frá Höfuðreiðarmúla til Kópaskers og stendur til að fljúga með Landhelgisgæslunni yfir aðra hluta línunnar í dag, ef veður leyfir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×