Ómögulegt að segja til um hvað rakst í bátinn Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 31. október 2019 14:19 Báturinn var dreginn til Siglufjarðar. Mynd/Pétur Sigurðsson Línubáturinn Sólrún EA 151 var dreginn inn í Siglufjörð eftir að leki kom að bátnum. Útlit er fyrir að hann hafi fengið einhvers konar högg á sig sem varð til þess að skemmdir urðu á stýri og skrúfu. Björgunarsveitir í utanverðum Eyjafirði voru kallaðar út klukkan 8:19 í morgun vegna Sólrúnar, fjórtán tonna línubáts. Þrír skipverjar voru um borð. Nærliggjandi bátar komu bátnum til aðstoðar auk þess sem að tveir björgunarbátar voru sendir á vettvang. Ekki var um mikinn leka að ræða og lítil hætta á ferðum. Engu að síður var ákveðið að kalla til tvö björgunarbáta með öflugari dælur. „Það eina sem við höfðum áhyggjur og þess vegna fengum við aðstoð frá nærliggjandi bátum og björgunarsveitina til að koma með dælur ef að lekinn skyldi aukast meðan var verið að draga hann,“ segir Pétur Sigurðsson, framkvæmdastjóri hjá Sólrúnu ehf. útgerðarfélagi bátsins. Tekin var ákvörðum um að draga bátinn til Siglufjarðar enda stálsmiðja þar sem híft gæti bátinn upp og lagfært skemmdirnar. Báturinn var hífður upp við komuna til lands. Þar kom í ljós að skemmdir voru á skrúfu og stýri bátsins. Í tilkynningu frá Landsbjörg vegna útkallsins í morgun sagði að báturinn hefði rekist á rekald. Pétur segir að svo virðist vera þó erfitt sé að segja til um það með óyggjandi hætti. „Það er ekki gott að átta sig á því en það virðist vera,“ segir Pétur. Aðspurður um hvað mögulega hafi rekist á bátinn segir Pétur að það geti hafa verið hvað sem er. „Það getur verið drumbur, það getur verið hvalur. Hann getur líka hafa lent í netadræsu en það er svona síður vegna þess að það nú yfirleitt festist í skrúfunni,“ segir Pétur sem vill einnig koma á framfæri þakklæti til áhafnarinnar á Sæþóri og björgunarsveitanna á Dalvík og Ólafsfirði sem aðstoðu áhöfnina við að komast í land á Siglufirði. Dalvíkurbyggð Fjallabyggð Sjávarútvegur Tengdar fréttir Björgunarsveitir kallaðar út vegna leka í línubáti í Eyjafirði Björgunarsveitir í utanverðum Eyjafirði voru kallaðar út klukkan 8:19 vegna fjórtán tonna línubáts sem lenti á rekaldi og kom leki að honum. 31. október 2019 08:47 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Sjá meira
Línubáturinn Sólrún EA 151 var dreginn inn í Siglufjörð eftir að leki kom að bátnum. Útlit er fyrir að hann hafi fengið einhvers konar högg á sig sem varð til þess að skemmdir urðu á stýri og skrúfu. Björgunarsveitir í utanverðum Eyjafirði voru kallaðar út klukkan 8:19 í morgun vegna Sólrúnar, fjórtán tonna línubáts. Þrír skipverjar voru um borð. Nærliggjandi bátar komu bátnum til aðstoðar auk þess sem að tveir björgunarbátar voru sendir á vettvang. Ekki var um mikinn leka að ræða og lítil hætta á ferðum. Engu að síður var ákveðið að kalla til tvö björgunarbáta með öflugari dælur. „Það eina sem við höfðum áhyggjur og þess vegna fengum við aðstoð frá nærliggjandi bátum og björgunarsveitina til að koma með dælur ef að lekinn skyldi aukast meðan var verið að draga hann,“ segir Pétur Sigurðsson, framkvæmdastjóri hjá Sólrúnu ehf. útgerðarfélagi bátsins. Tekin var ákvörðum um að draga bátinn til Siglufjarðar enda stálsmiðja þar sem híft gæti bátinn upp og lagfært skemmdirnar. Báturinn var hífður upp við komuna til lands. Þar kom í ljós að skemmdir voru á skrúfu og stýri bátsins. Í tilkynningu frá Landsbjörg vegna útkallsins í morgun sagði að báturinn hefði rekist á rekald. Pétur segir að svo virðist vera þó erfitt sé að segja til um það með óyggjandi hætti. „Það er ekki gott að átta sig á því en það virðist vera,“ segir Pétur. Aðspurður um hvað mögulega hafi rekist á bátinn segir Pétur að það geti hafa verið hvað sem er. „Það getur verið drumbur, það getur verið hvalur. Hann getur líka hafa lent í netadræsu en það er svona síður vegna þess að það nú yfirleitt festist í skrúfunni,“ segir Pétur sem vill einnig koma á framfæri þakklæti til áhafnarinnar á Sæþóri og björgunarsveitanna á Dalvík og Ólafsfirði sem aðstoðu áhöfnina við að komast í land á Siglufirði.
Dalvíkurbyggð Fjallabyggð Sjávarútvegur Tengdar fréttir Björgunarsveitir kallaðar út vegna leka í línubáti í Eyjafirði Björgunarsveitir í utanverðum Eyjafirði voru kallaðar út klukkan 8:19 vegna fjórtán tonna línubáts sem lenti á rekaldi og kom leki að honum. 31. október 2019 08:47 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Sjá meira
Björgunarsveitir kallaðar út vegna leka í línubáti í Eyjafirði Björgunarsveitir í utanverðum Eyjafirði voru kallaðar út klukkan 8:19 vegna fjórtán tonna línubáts sem lenti á rekaldi og kom leki að honum. 31. október 2019 08:47