

Tveir fulltrúar Rannsóknarnefndar samgönguslysa eru komnir norður á Akureyri til að rannsaka nauðlendingu á Nýjabæjarfjalli í gær. Rannsóknarmennirnir eru enn ekki komnir á vettvang og segja of snemmt til að segja til um hvað hafi orðið til nauðlendingarinnar.
Lítil flugvél nauðlenti í um tuttugu mínútna fjarlægð frá Akureyrarflugvelli í kringum sjöleytið í kvöld. Tveir voru um borð og eru þeir báðir óslasaðir.
„Eina læknisráðið var að veita sjúklingum gott húsaskjól, næringarríkan mat og frískt loft.“ Hér er verið að vitna í berklahælið á Kristnesi í Eyjafirði en þangað kemur fjöldi fólks til að skoða sýningu um sögu berklanna. Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti kemur við sögu á safninu.
Risa kýr er nú í smíðum á Kristnesi í Eyjafirði en það er hún Edda, sem er þrír metrar á hæð og fimm metra löng, smíðuð úr tveimur tonnum af járni. Edda verður til sýnis í Eyjafirði þegar smíði hennar verður lokið.
Bjargey, nýtt meðferðarheimili ætlað börnum og stúlkum, var formlega opnað í Eyjafjarðarsveit í gær. Meðferðin sem þar er veitt er lífspursmál fyrir þá sem á henni þurfa að halda að mati aðstandenda heimilisins.
Álfar eiga allan hug Eyglóar Jóhannesdóttur í Arnarnesi í Eyjafirði, sem hefur málað myndir af þeim og hittir þá reglulega í sveitinni sinni enda er hún með álfasetur á bænum.
Nýkjörin sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar kom saman til fyrsta fundar í gær þar sem ákveðið var að endurnýja ráðningarsamning við Finn Yngva Kristinsson sveitarstjóra. Var oddvita sveitarstjórnar falið að ganga frá samningi þess efnis.
F-listinn fékk meirihluta atkvæða í Eyjafjarðarsveit á laugardag. Alls var 821 á kjörskrá í sveitarfélaginu og greiddu 587 atkvæði, eða 71,5%.
Það styttist í að Skógarböðin við Akureyri verði tekin í gagnið eftir miklar framkvæmdir í vetur. Búið er að prufukeyra böðin sem verða þó ekki opnuð fyrr en allt er klárt. Eigendurnir vilja ekki gefa upp nákvæma dagsetningu á opnun.
Félagsmenn í Búnaðarsambandi Eyjafjarðar hafa verulegar áhyggjur af matarsóun í verslunum landsins, sem lýsir því sér að vörum bænda sé hent í gáma og þar með í ruslið ef þær seljast ekki.
Fjórir norðlenskir verktakar kepptu hart um að fá að leggja nýjan þjóðveg meðfram Hrafnagilshverfi í Eyjafjarðarsveit. Þegar tilboðin voru opnuð hjá Vegagerðinni í vikunni reyndust þau öll vera undir kostnaðaráætlun, eitt þó sýnu lægst.
Veiruskita í kúm hefur geisað á Eyjafjarðarsvæðinu að undanförnu og virðist nú vera farin að stinga sér niður í Þingeyjarsýslum og á Héraði. Biðlað er til bænda að huga að sóttvörnum til að forðast að fá smitið inn á kúabú.
Tinna Jóhannsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Skógarbaða ehf., nýja baðstaðarins í Eyjafirði sem til stendur að opna á næsta ári.
Landslið skógarhöggsmanna er nú að störfum í Vaðlaskógi gegnt Akureyri, einum merkasta skógi landsins. Þar er skógurinn grisjaður til að rýma fyrir göngustíg og vatnslögnum. Framkvæmdastjóri skógræktarfélagsins segist sjá eftir trjánum sem fara, en margt gott komi í staðinn.
Bóndi sem varð innlyksa þegar skriður féllu á vegi beggja megin við bæ hennar segir að það hafi verið óhugnalegt að hlusta á aurskriðurnar falla nálægt bænum í gærkvöldi. Fjölskyldan var sótt með þyrlu og bær hennar rýmdur.
Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir óvissutigi á Tröllaskaga vegna úrkomu á Norðurlandi eystra. Nokkrir sveitabæir í Þingeyjarsveit hafa verið rýmdir vegna úrkomu og skriðuhættu.
Framkvæmdir við Skógarböðin við Akureyri er í fullum gangi. Heita vatnið úr Vaðlaheiðargöngunum verður nýtt í laugarnar, sem forsvarsmenn baðstaðarins vona að muni bæta afþreyingarmöguleikana á svæðinu.
Eyjafjarðará er oftar og oftar að skila á land vænum fiskum sem sýnir að sú regla að sleppa aftur fiski er að skila þeim stærri til baka.
Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur varað fólk í Eyjafirði að vera á ferðinni á þjóðveginum að óþörfu. Búast megi við miklum áframhaldandi vatnavöxtum þar og í Þingeyjarsveit.
Ekki mátti miklu muna að hitinn færi upp í 20 gráður á Norðurlandi í dag. Á þremur stöðum sýndu mælar Veðurstofunnar meira en 19 gráður, bæði í Skagafirðinum og á torfum í Eyjafirði.
Tólf konur sem segjast hafa sætt illri meðferð, andlegu og líkamlegu ofbeldi á meðferðarheimilinu Laugalandi á árunum 1997 til 2007 upplifa sem svo að rannsókn á málum þeirra sé ekki gerð af alvöru eða hafi forgang. Þau hafi reiknað með öðru eftir fund með ráðherra og lögfræðingi velferðarráðuneytisins.
Ríkisstjórnin samþykkti í gær tillögu félags- og barnamálaráðherra um að það verði kannað hvort og þá í hvaða mæli börn sem voru vistuð á meðferðarheimilinu Varpholti og Laugalandi hafi sætt illri meðferð.
Meðferðaheimilið Laugaland hefur verið mikið til umfjöllunar í fjölmiðlum undanfarið frá því að fréttir bárust af því að til stæði að loka því.
Dæmi eru um að einstaklingar undir tvítugu þurfi að sækja sér jólaaðstoð hjálparsamtaka á Eyjafjarðarsvæðinu fyrir komandi jól. Umsókum um aðstoð hefur fjölgað um þriðjung á milli ára.
Nýr baðstaður í Eyjafirði er í undirbúningi og er stefnt að opnun hans snemma árs 2022, gangi áætlanir eftir.
Jólahúsið á Akureyri þekki margir enda hefur Benedikt Ingi Grétarsson og fjölskylda hans lagt sig gríðarlega fram að gera húsið og umhverfið allt um kring eins ævintýralegt og hugsast getur.
Yfirjólasveinninn í jólagarðinum í Eyjafjarðarsveit hvetur landsmenn alla til þess að spreyta sig á smákökubakstri fyrir þessi jól.
Landhelgisgæslan hefur mælst til þess við bandarísku flugsveitina, sem stödd er hér á landi, að afturbrennarar á herþotum séu eingöngu notaðir í undantekningartilvikum þegar þær eru í loftinu. Herflugmönnunum er þó heimilt að nota afturbrennara í flugtaki.
Landhelgisgæslan hefur komið athugasemdum á framfæri við bandaríska flugherinn eftir að herþotur í aðflugsæfingum á Akureyrarflugvelli settu afturbrennarann á þannig að Eyjafjörður nötraði undan hávaðanum.
Fjögur ungmenni voru flutt á Sjúkrahúsið á Akureyri eftir bílveltu á malarkafla á Hólavegi, Innarlega í Eyjafirði, skömmu eftir miðnætti.