Ljúfir nikkutónar Stórsveitar Félags harmonikuunnenda við Eyjafjörð Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 5. nóvember 2022 20:06 Agnes Harpa Jósavinsdótti, formaður Stórsveitar Félags harmonikuunnenda við Eyjafjörð. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það er alltaf líf og fjör hjá Stórsveit Félags harmonikuunnenda við Eyjafjörð en félagið æfir einu sinni í viku á Akureyri, auk þess að spila á tónleikum hér á þar. Konur frá Rússlandi og Búlgaríu spila meðal annars með stórsveitinni. Æfingarnar fara fram á mánudagskvöldum og þá er kátt á hjalla í húsnæði félagsins en stjórnandi er Roar Kvam. Konur og karlar spila á nikkurnar, þá er trommarinn á sínum stað og bassaleikarinn. „Já, þetta er alltaf jafn gaman, virkilega gaman. Þetta er nú bara fólk héðan af svæðinu og þaðan og héðan úr heiminum. Við erum hérna með spilara frá Búlgaríu og Rússlandi og svo bara við Íslendingarnir að reyna að gera eitthvað með þeim,“ segir Agnes Harpa Jósavinsdótti, formaður Stórsveitarinnar. Og þið hafið víða komið fram og spilað? „Já, við vorum á landsmóti í sumar þar sem við vorum að spila á tónleikum, stórum tónleikum í íþróttahúsinu í Stykkishólmi, það var mikil stemning og mjög gaman. Svo reynum við alltaf að halda vortónleika og reynum að koma víða við, koma fram eins og við getum,“ bætir Agnes Harpa við. Stórsveitin æfir á hverju mánudagskvöldi yfir veturinn.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hún segir að stjórnandinn standi sig einstaklega vel, haldi uppi góðum aga, sé skemmtilegur og lagavalið hjá honum sé fínt. „Hann er mjög flottur, þetta væri náttúrulega ekki hægt án hans. Hann er búin að stýra okkur frá 2012 og þessi sveit væri mun lakari ef að hann hefði ekki verið með okkur í allan þennan tíma.“ Agnes Harpa segir harmonikkuna ótrúlegt hljóðfæri. „Þetta er náttúrulega bara heillandi hljóðfæri, það er náttúrulega hægt að gera allt á það, það eru allar tegundir og stílar tónlistar hægt að spila á harmonikku og þú getur einn og sér verð heil hljómsveit út af fyrir sig af því að þú ert með bassann. Svo er það líka bara félagsskapurinn í kringum þetta, að spila með öðrum, það er alltaf gaman,“ segir formaður Stórsveitar Félags harmonikuunnenda við Eyjafjörð Einbeittir félagar á æfingu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Abba er alltaf í miklu uppáhaldi hjá hljóðfæraleikurunum og stjórnanda stórsveitarinnar. Bassaleikari og trommuleikari spila með Stórsveit Félags harmonikuunnenda við Eyjafjörð.Magnús Hlynur Hreiðarsson Akureyri Eyjafjarðarsveit Tónlist Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Æfingarnar fara fram á mánudagskvöldum og þá er kátt á hjalla í húsnæði félagsins en stjórnandi er Roar Kvam. Konur og karlar spila á nikkurnar, þá er trommarinn á sínum stað og bassaleikarinn. „Já, þetta er alltaf jafn gaman, virkilega gaman. Þetta er nú bara fólk héðan af svæðinu og þaðan og héðan úr heiminum. Við erum hérna með spilara frá Búlgaríu og Rússlandi og svo bara við Íslendingarnir að reyna að gera eitthvað með þeim,“ segir Agnes Harpa Jósavinsdótti, formaður Stórsveitarinnar. Og þið hafið víða komið fram og spilað? „Já, við vorum á landsmóti í sumar þar sem við vorum að spila á tónleikum, stórum tónleikum í íþróttahúsinu í Stykkishólmi, það var mikil stemning og mjög gaman. Svo reynum við alltaf að halda vortónleika og reynum að koma víða við, koma fram eins og við getum,“ bætir Agnes Harpa við. Stórsveitin æfir á hverju mánudagskvöldi yfir veturinn.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hún segir að stjórnandinn standi sig einstaklega vel, haldi uppi góðum aga, sé skemmtilegur og lagavalið hjá honum sé fínt. „Hann er mjög flottur, þetta væri náttúrulega ekki hægt án hans. Hann er búin að stýra okkur frá 2012 og þessi sveit væri mun lakari ef að hann hefði ekki verið með okkur í allan þennan tíma.“ Agnes Harpa segir harmonikkuna ótrúlegt hljóðfæri. „Þetta er náttúrulega bara heillandi hljóðfæri, það er náttúrulega hægt að gera allt á það, það eru allar tegundir og stílar tónlistar hægt að spila á harmonikku og þú getur einn og sér verð heil hljómsveit út af fyrir sig af því að þú ert með bassann. Svo er það líka bara félagsskapurinn í kringum þetta, að spila með öðrum, það er alltaf gaman,“ segir formaður Stórsveitar Félags harmonikuunnenda við Eyjafjörð Einbeittir félagar á æfingu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Abba er alltaf í miklu uppáhaldi hjá hljóðfæraleikurunum og stjórnanda stórsveitarinnar. Bassaleikari og trommuleikari spila með Stórsveit Félags harmonikuunnenda við Eyjafjörð.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Akureyri Eyjafjarðarsveit Tónlist Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira