Þingeyjarsveit

Bullandi tækifæri í þjóðgarði ef hálendisleiðir verða greiðar
Ein hálendasta bújörð landsins, Svartárkot í Bárðardal, er orðin lifandi kennslustofa háskóla um búsetu fólks á jaðri hins byggilega heims. Þar segjast bændur sjá bullandi tækifæri í því að gera hálendið að einum þjóðgarði, að því gefnu að það verði ekki lokað og læst.

Ætlaði að verða bóndi í Svartárkoti en er óvænt atvinnumaður í körfubolta
Ævintýrið um strákinn úr Svartárkoti, sem núna spilar sem atvinnumaður í körfubolta á Spáni, í sterkustu deild Evrópu, er meðal þess sem áhorfendur fá að heyra um í þættinum Um land allt á Stöð 2. Þar kynnumst við lífi stórfjölskyldu í Bárðardal.

Föst í Víkurskarði og lokar veginum
Víkurskarð er lokað eins og er þar sem flutningabifreið er föst sökum hálku og lokar veginum.

Nýjasta Star Trek serían hefst á brotlendingu á Hverfjalli
Ísland leikur lykilhlutverk í fyrsta þætti nýjustu þáttaraðar Star Trek: Discovery þáttanna.

Fyrsta haustlægðin: Hafa séð það svartara
Það snjóaði víða á Norðausturlandi í nótt og í morgun eftir að fyrsta haustlægðin lét til sín taka. Bændur í Þingeyjarsveit voru smeykir við veðrið sem þó gekk yfir án teljandi vandræða.

Gangnamenn í kappi við tímann á Þeistareykjum
Hátt í tuttugu manna hópur norðlenskra sauðfjárbænda er staddur við Þeistareykjabungu til að smala sauðfé. Skyggni er lélegt og úrkoma mikil. Bændurnir eru í kapphlaupi við tímann því síðdegis er von á vonskuveðri og appelsínugular veðurviðvaranir virkjast í kvöld.

Heimsmet og hæst dæmd frá upphafi
Stjörnur urðu til í heimi íslenska hestsins þrátt fyrir að nær öllum stórmótum í hestaíþróttum á árinu hafi verið aflýst, þar með talið Landsmóti og Íslandsmóti.

Núna má rífast um hvort virkja eigi á þessum stað
Áform um litla virkjun í Skjálfandafljóti, án stíflu og miðlunarlóns, um sex kílómetra ofan við Goðafoss, virðast efni í enn eina virkjanadeiluna. Skiptar skoðanir eru meðal íbúa sveitarinnar og Skipulagsstofnun segir virkjunina raska eldhrauni Bárðardals, sem njóti sérstakrar verndar.

Þingeysk ungmenni græða upp landið með gömlum heyrúllum
Gamlar heyrúllur nýtast nú við uppgræðslu lands í Þingeyjarsýslu í samstarfsverkefni Bárðdælinga og Mývetninga. Ungmenni sem urðu af sumarstarfi vegna kórónufaraldursins fengu verkefni um leið og bændur losnuðu við ónýtt hey.

Segir Þeistareykjaveginn verða þann langflottasta
Verktakinn sem er að leggja nýjan Þeistareykjaveg spáir því að hann verði vinsælasta ferðamannaleiðin milli Húsavíkur og Mývatns og telur að hann ætti að verða hluti af Demantshringnum, sem Norðlendingar eru að markaðssetja.

Friðlýsing Goðafoss undirrituð
Friðlýsing Goðafoss, eins vatnsmesta foss landsins, var undirrituð við fossinn sjálfan í dag. Fossinn sem er að finna í Skjálfandafljóti er einn af vinsælustu ferðamannastöðum norðurlands.

Nafn mannsins sem lést í Laxá í Aðaldal
Maðurinn sem lést í Laxá í Aðaldal í gærkvöldi hét Árni Björn Jónasson.

Maður fannst látinn í Laxá í Aðaldal
Maður fannst látinn í Laxá í Aðaldal um klukkan 3 í nótt, en hans hafði verið saknað síðan í gærkvöldi eftir að hann skilaði sér ekki til baka úr veiði.

Heimahelgistund í Þorgeirskirkju
Í dag klukkan 17 verður heimahelgistund streymt heim til landsmanna frá Þorgeirskirkju.

Þrír fluttir á slysadeild vegna umferðarslysa á Norðurlandi
Tvö umferðarslys urðu á Norðurlandi upp úr hádegi í dag. Annað slysið varð um klukkan 12 þegar kerra losnaði aftan úr bíl með þeim afleiðingum að hún skall á bíl sem kom úr gagnstæðri átt.

Sækja slasaðan vélsleðamann á Sprengisandsleið
Björgunarsveitir á Norðurlandi eystra og þyrla Landhelgisgæslunnar voru kallaðar út rétt fyrir klukkan fjögur í dag vegna vélsleðaslyss sem varð við Gvendarnhjúk nyrst á Sprengisandsleið.

Skjálftar mældust í Bárðarbungu: Líklega þeir stærstu frá goslokum í Holuhrauni
Í morgun mældust tveir jarðskjálftar í Bárðarbungu og hafa um átta minni eftirskjálftar fylgt í kjölfarið.

Ljósavatnsskarð ekki mokað fyrr en í fyrsta lagi á morgun
Þjóðvegur 1 um Ljósavatnsskarð er enn lokaður og ekki verður athugað með mokstur fyrr en klukkan sex í fyrramálið.

Veginum um Ljósavatnsskarð lokað til morguns
Tekin hefur verið ákvörðun um að loka þjóðvegi 1 sem liggur í gegnum Ljósavatnsskarð. Reikna má með að vegurinn verði lokaður til klukkan tíu á morgun.

Opnað fyrir umferð um Ljósavatnsskarð
Búið er að opna fyrir umferð á hringveginum í gegnum Ljósavatnsskarð. Það er þó gert með fyrirvara enda snjóflóðahætta á svæðinu.

Bíl ekið inn í snjóflóð í Ljósavatnsskarði
Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur lokað veginum um Ljósavatnsskarð eftir að snjóflóð féll yfir veginn um klukkan tíu í kvöld.

Lagt til að Goðafoss verði friðlýstur
Umhverfisstofnun hefur lagt fram tillögu að friðlýsingu Goðafoss í Þingeyjarsveit sem náttúruvættis.

Öflugir skjálftar í Bárðarbungu
Tveir nokkuð öflugir skjálftar urðu í grennd við Bárðarbungu á ellefta tímanum í gærkvöldi.

Jarðhræringar í Bárðarbungu
Tveir skjálftar urðu í sunnanverðri Bárðarbunguöskju upp úr klukkan fjögur í nótt.

Segir Ratcliffe ekki ásælast Laxá í Aðaldal
Talsmaður breska auðkýfingsins Jims Ratcliffe segir ekkert til í því að hann ætli sér að eignast veiðiréttindi í Laxá í Aðaldal. Hann sé ekki eigandi félagsins Dylan Holding sem hafi eignast félag sem eigi jarðir með veiðirétt í ánni.

Öryggi skerðist verði Hólasandsvegur ekki mokaður í vetur
Forsvarsmenn Heilbrigðisstofnunar Norðurlands gera alvarlegar athugasemdir við fyrirætlanir Vegagerðarinnar um að Hólasandsvegur verði ekki þjónustaður í vetur. Reikna má með að viðbragðstími viðbragðsaðila lengist um fimmtán mínútur, sem geti skipt sköpum í vetraraðstæðum.

Verkalýðsforingi sneri baki við mögulegum frama í Hollywood
Aðalsteinn Baldursson, formaður Framsýnar, hafnaði boði um að leika í Eurovision-kvikmynd Will Ferrell. Þar hefði hann leikið með Ferrell sjálfum og Pierce Brosnan.

Þingeyingar vilja rök fyrir tilnefningu sveitarfélaga í fiskeldisnefnd
Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar vill skýringar frá stjórn Sambands sveitarfélaga á tilnefningum hennar í samráðsnefnd sjávarútvegsráðherra um fiskeldi.

Snarpir skjálftar í Bárðarbungu
Tveir snarpir skjálftar mældust við Bárðarbungu skömmu eftir klukkan tvö í nótt.

Engin búseta á einni af hverjum tíu jörðum í Þingeyjarsveit
Sveitarstjórnarmenn frá þrettán sveitarfélögum innan Eyþings sátu fund ríkistjórnarinnar í Mývatnssveit í gær.