
Þingeyjarsveit

Ómögulegt að segja hvað er í bígerð á einu helsta skjálftasvæði landsins
Svæðið sem jarðskjálftarnir tveir í nótt og í morgun mældust við mynni Eyjafjarðar á Norðurlandi er eitt af helstu skjálftasvæðum landsins. Jarðeðlisfræðingur segir erfitt að meta hvort búast megi við frekari jarðskjálftum á svæðinu en sagan sýni að þarna geti stærri skjálftar orðið.

Skjálfti að stærð 4,1 á sama stað og skjálftinn í nótt
Jarðskjálfti að stærð 4,1 varð klukkan 9:20 í morgun, á sömu slóðum og skjálftinn í nótt sem var 3,5 að stærð.

Örmagna ferðamenn og slasaður fjallgöngumaður
Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar hefur farið í tvö útköll í dag. Annað var vegna tveggja erlendra ferðamanna sem örmögnuðust við Trölladyngju, en hitt vegna slasaðs göngumanns á Esjunni.

E-listinn vann sigur í Þingeyjarsveit og Skútustaðahreppi
E-listinn bar sigur úr bítum í sveitarstjórnarkosningum í sameinuðu sveitarfélagi Þingeyjarsveitar og Skútustaðahrepps. Alls greiddu 819 atkvæði í sveitarfélaginu en 1.033 eru á kjörskrá í sveitarfélaginu.

Hálft af hvoru lamb í Bárðardal
„Við vorum mjög hissa og áttum eiginlega ekki til orð, við höfum aldrei fengið svona lamb í okkar 50 ára búskapartíð, þetta er alveg magnað og mjög sérstakt,“ segir Bergljót Þorsteinsdóttir á bænum Halldórsstöðum í Bárðardal. Lamb, sem var að koma í heiminn á bænum, er svart öðrum megin og hvítt hinum megin. Nánast jöfn skipting alla leið.

Skoða að stækka jarðgufuvirkjun á Þeistareykjum um 45 megavött
Landsvirkjun skoðar nú þann möguleika að stækka Þeistareykjavirkjun í Þingeyjarsýslum um 45 megavött. Það þýddi meiri boranir á svæðinu eftir jarðgufu.

Stærri skjálfti í Bárðarbungu vegna kvikusöfnunar
Skjálfti 4,1 að stærð varð í Bárðarbunguöskjunni klukkan 7:02 í morgun. Nokkrir eftirskjálftar hafa fylgt í kjölfarið. Náttúruvársérfræðingur segir skjálftann í morgun, og fyrri skjálftar á svæðinu á síðustu mánuðum, skýrast af kvikusöfnun. Engin merki eru um gosóróa.

Munu kjósa milli fjögurra nafna á sameinuðu sveitarfélagi
Íbúar Skútustaðahreppi og Þingeyjarsveit munu kjósa milli fjögurra tillagna að nafni á sameiginlegu sveitarfélagi í rafrænni skoðanakönnun í næsta mánuði. Valið stendur milli nafnanna Goðaþings, Laxársveitar, Suðurþings og Þingeyjarsveitar.

Örnefnanefnd mælir með þremur nöfnum á sameinuðu sveitarfélagi
Örnefnanefnd telur að þrjár af þeim tillögum sem bárust nefndinni til umsagnar um nafn á sameinuðu sveitarfélagi Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar, falla best að nafngiftahefð í landinu. Það eru nöfnin Suðurþing, Laxárþing og Goðaþing.

Ekki gert ráð fyrir sveitarstjóra í nýju sveitarfélagi
Ekki er gert ráð fyrir að sveitarstjóri verði ráðinn þegar sameining Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar tekur gildi. Þrír sviðsstjórar og einn kjörinn fulltrúi munu þess í stað mynda framkvæmdastjórn sveitarfélagsins, sem verður víðfeðmasta sveitarfélag landsins.

Þessi nöfn koma til greina á sameinuðu sveitarfélagi
Undirbúningsstjórn sameinaðs sveitarfélags Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar hefur sent örnefnanefnd átta tillögur að nafni á sameinuðu sveitarfélagi til umsagnar.

Nafn piltsins sem lést á Laugum
Ungi maðurinn sem lést af slysförum við Framhaldsskólann á Laugum hét Kristinn Aron Curtis Arnbjörnsson.

Syrgja góðan vin og félaga
Starfsfólk og nemendur Framhaldsskólans á Laugum í Þingeyjarsveit syrgja góðan vin og félaga sem lést af slysförum við skólann í gær.

Voru að renna sér í snjónum þegar slysið varð
Ungi maðurinn sem lést í slysi við Framhaldsskólann á Laugum í gær var að renna sér í snjó í brekku við skólann með félögum sínum, með þeim afleiðingum að hann varð fyrir bíl. Þónokkrir urðu vitni að slysinu, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu á Húsavík.

Nemendur og starfsfólk harmi slegið
Allt skólastarf fellur niður í Framhaldsskólanum á Laugum á morgun eftir banaslys sem varð við skólann í dag. Starfsfólki og nemendum er mjög brugðið vegna slyssins og verður boðið upp á áfallahjálp á morgun.

Lést í bílslysi við Framhaldsskólann á Laugum
Nítján ára karlmaður lést í bílslysinu sem varð við Framhaldsskólann á Laugum fyrr í dag.

Alvarlegt bílslys við Framhaldsskólann á Laugum
Alvarlegt bílslys varð við Framhaldsskólann á Laugum fyrr í dag. Lögreglan á Húsavík staðfesti að bílslys hafi orðið við skólann í samtali við fréttastofu.

Ríkissjóður nálægt því að taka yfir megnið af Vaðlaheiðargöngum
Fjárhagsleg endurskipulagning Vaðlaheiðarganga er langt á veg komin samkvæmt heimildum Innherja en með því að skuldbreyta lánum sem hafa sligað rekstur ganganna frá því að opnað var fyrir umferð eignast ríkissjóður yfirgnæfandi eignarhlut.

Veiruskita herjar á kýr
Veiruskita í kúm hefur geisað á Eyjafjarðarsvæðinu að undanförnu og virðist nú vera farin að stinga sér niður í Þingeyjarsýslum og á Héraði. Biðlað er til bænda að huga að sóttvörnum til að forðast að fá smitið inn á kúabú.

Byrja með „umfangsminni hugmyndir“ um hálendisþjóðgarð
„Ef maður er hættur að komast áfram, getur verið ágætt að stíga aðeins aftur á bak.“ Þetta sagði Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, um mögulegan hálendisþjóðgarð í ljósi þess að Sjálfstæðisflokkurinn væri að taka yfir umhverfisráðuneytið.

Endurskipulagning á fjárhag Vaðlaheiðarganga dregst á langinn
Meira en einu og hálfu ári eftir að viðræður hófust um fjárhagslega endurskipulagningu Vaðlaheiðarganga er málið enn í vinnslu. Ríkissjóður hefur frestað innheimtuaðgerðum vegna gjaldfallinna lánssamninga fram yfir áramót.

Þjóðveginum lokað fyrir norðan vegna alvarlegs umferðarslyss
Tilkynnt var um tvö umferðarslys á sama tíma í umdæmi lögreglunnar á Norðurlandi eystra skömmu fyrir klukkan eitt í dag. Þrír voru fluttir á sjúkrahús vegna alvarlegs slyss á Moldhaugnahálsi.

Ráðinn sem lögfræðingur sameinaðs sveitarfélags
Tryggvi Þórhallsson lögmaður hefur verið ráðinn sem lögfræðingur hjá Skútustaðahreppi og Þingeyjarsveit. Sveitarfélögin sameinast formlega í lok maí á næsta ári.

Óvissustigi aflétt í Útkinn
Ríkislögreglustjóri hefur ákveðið í samráði við lögreglustjórann á Norðurlandi eystra að fella niður óvissustig í Útkinn í Þingeyjarsveit.

Hættustigi aflétt í Útkinn
Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjóra hefur ákveðið að aflétta hættustigi sem verið hefur í gildi í Útkinn í Þingeyjarsveit vegna skriðuhættu.

Fjölgar í einangrun en fækkar í sóttkví á Akureyri
116 manns eru í einangrun á Akureyri vegna Covid-19. Þeir sem eru í sóttkví fækkar hins vegar verulega á milli daga. Langflestir af þeim eru í sóttkví í bænum eru nemendur eða starfsfólk grunnskóla.

Aurskriðurnar í Útkinn: „Það er 3-0 fyrir náttúruna alls staðar“
„Það er 3-0 fyrir náttúruna alls staðar hérna,“ segir Bragi Kárason, bóndi á Nípá í Útkinn í Þingeyjarsveit, sem staddur var uppi í fjalli til að kanna aðstæður á rafstöð bæjarins þegar fréttastofa náði tali af honum.

Aflétta rýmingu í Útkinn
Almannavarnir hafa aflétt rýmingu í Útkinn í Þingeyjarsveit og er íbúum þar nú heimilt að snúa heim til sín. Svæðið var rýmt um helgina vegna skriðuhættu. Enn er hættustig í gildi á svæðinu.

Skriðuhætta fer minnkandi en áfram er óvissustig
Verulega hefur dregið úr skriðuhættu í Kinn í Þingeyjarsveit auk þess sem að ástandið hefur lagast í Útkinn. Rýmingu hefur verið aflétt í Kinn en beðið verður með að aflétta rýmingu í Útkinn.

„Þetta eru miklar hamfarir“
Eldfjallafræði- og náttúruvárhópur Háskóla Íslands hefur birt ratsjármyndir þar sem sjá má samanburð á svæðinu í Kinn og Útkinn fyrir og eftir miklar skriður sem féllu þar um helgina.