
Í tilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg segir að eigandi áðurnefnds hunds hafi verið á göngu við Gönguskarðsá í Skagafirði þar sem hundurinn féll fram af kletti.
Hundurinn lá svo meðvitundarlaus í urð en erfitt var að komast til hans.
Dýralæknir og björgunarsveitarfólk komst að hundinum sem rankaði við sér eftir að hafa legið hreyfingarlaus í nokkurn tíma.
Þá var björgunarsveit á Mývatni kölluð til vegna mótorhjólaslyss við Hrossaborg þar sem ferðamaður hafði hrasað og fengið höfuðhögg, samkvæmt tilkynningu Landsbjargar. Þegar björgunarsveitarfólk bar að garði hafði vegfarandi komið manninum til aðstoðar og ekið honum til móts við sjúkrabíl.
