Stóru-Laugar falar fyrir 160 milljónir króna Árni Sæberg skrifar 9. janúar 2023 23:00 Stóru-Laugar eru á besta stað. Hvammur Eignamiðlun Ferðaþjónustusvæðið að Stóru-Laugum í Reykjadal í Þingeyjarsveit hefur verið sett á sölu. Uppsett verð er 160 milljónir króna. Í söluyfirliti á fasteignavef Vísis segir að um sé að ræða tvö hús undir gisti- og veitingarekstur auk stórrar lóðar þar sem jafnframt sé hægt að vera með tjaldsvæði. Þar segir að Stóru-Laugar séu í fallegu umhverfi Reykjadals sem sé skemmtilega staðsettur á milli margra helstu ferðamannastöðum Norðurlands. Aðeins sextíu kílómetrar séu til Akureyrar, fjörutíu til Húsavíkur og um þrjátíu til Mývatns. Þá séu Laugar séu í göngufæri þar sem finna megi sundlaug, framhaldsskóla og verslun, svo eitthvað sé nefnt. Átján herbergi, heitur pottur og veislusalur Að Stóru-Laugum eru tvö ferðaþjónustuhús, annars vegar steypt hús, sem byggt var árið 1949, á tveimur hæðum auk riss. Húsið var gert upp og því breytt í gistiheimili árið 2006. Í húsinu er tíu herbergi, öll með baðherbergi. Sjö herbergi á hæðunum eru sögð mjög rúmgóð en þrjú herbergi í risinu eru sögð minni en skemmtileg og undir súð. Sunnan við húsið er stór pallur og rúmgóður steyptur heitur pottur. Útsýnið úr heita pottinum er ekki af verri gerðinni.Hvammur Eignamiðlun Hitt húsið var byggt árið 2013 og er skráð 436,5 fermetrar að stærð. Neðri hæðin er steypt og skiptist í móttöku, veitingasal, setustofu, eldhús, salerni, starfsmannaaðstöðu og geymslur. Efri hæðin er samsett úr timbureiningum og skiptist í átta herbergi sem öll eru með baðherbergjum og sérinngangi. Stór timburverönd er við suðurhlið hússins en einnig er timbuverönd þar sem gengið er inn í herbergin á austur- og norðurhlið hússins. Nýrra húsið er sérbúið fyrir ferðaþjónustu.Hvammur Eignamiðlun Húsin eru á 21.404 fermetra eignarlóð. Nyrst á lóðinni eru salerni sem notuð voru fyrir tjaldsvæði sem þar var rekið um tíma og þar eru jafnframt rafmagnstenglar fyrir ferðahýsi. Seljendur vilja helst selja félagið sem heldur utan um reksturinn og á fasteignirnar og við sölu fylgja með allir rekstrarmunir sem og bókanir. Hér má lesa ítarlegt söluyfirlit og sjá fleiri myndir. Kaup og sala fyrirtækja Ferðamennska á Íslandi Þingeyjarsveit Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Sjá meira
Í söluyfirliti á fasteignavef Vísis segir að um sé að ræða tvö hús undir gisti- og veitingarekstur auk stórrar lóðar þar sem jafnframt sé hægt að vera með tjaldsvæði. Þar segir að Stóru-Laugar séu í fallegu umhverfi Reykjadals sem sé skemmtilega staðsettur á milli margra helstu ferðamannastöðum Norðurlands. Aðeins sextíu kílómetrar séu til Akureyrar, fjörutíu til Húsavíkur og um þrjátíu til Mývatns. Þá séu Laugar séu í göngufæri þar sem finna megi sundlaug, framhaldsskóla og verslun, svo eitthvað sé nefnt. Átján herbergi, heitur pottur og veislusalur Að Stóru-Laugum eru tvö ferðaþjónustuhús, annars vegar steypt hús, sem byggt var árið 1949, á tveimur hæðum auk riss. Húsið var gert upp og því breytt í gistiheimili árið 2006. Í húsinu er tíu herbergi, öll með baðherbergi. Sjö herbergi á hæðunum eru sögð mjög rúmgóð en þrjú herbergi í risinu eru sögð minni en skemmtileg og undir súð. Sunnan við húsið er stór pallur og rúmgóður steyptur heitur pottur. Útsýnið úr heita pottinum er ekki af verri gerðinni.Hvammur Eignamiðlun Hitt húsið var byggt árið 2013 og er skráð 436,5 fermetrar að stærð. Neðri hæðin er steypt og skiptist í móttöku, veitingasal, setustofu, eldhús, salerni, starfsmannaaðstöðu og geymslur. Efri hæðin er samsett úr timbureiningum og skiptist í átta herbergi sem öll eru með baðherbergjum og sérinngangi. Stór timburverönd er við suðurhlið hússins en einnig er timbuverönd þar sem gengið er inn í herbergin á austur- og norðurhlið hússins. Nýrra húsið er sérbúið fyrir ferðaþjónustu.Hvammur Eignamiðlun Húsin eru á 21.404 fermetra eignarlóð. Nyrst á lóðinni eru salerni sem notuð voru fyrir tjaldsvæði sem þar var rekið um tíma og þar eru jafnframt rafmagnstenglar fyrir ferðahýsi. Seljendur vilja helst selja félagið sem heldur utan um reksturinn og á fasteignirnar og við sölu fylgja með allir rekstrarmunir sem og bókanir. Hér má lesa ítarlegt söluyfirlit og sjá fleiri myndir.
Kaup og sala fyrirtækja Ferðamennska á Íslandi Þingeyjarsveit Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Sjá meira