Reykjavík

Fréttamynd

Minnkum báknið og fækkum borgar­full­trúum

Fyrir fjórum árum var borgarfulltrúum í Reykjavík fjölgað úr 15 í 23 eða um 53%. Fjölgunina mátti rekja til breytinga á sveitarstjórnarlögum, sem ríkisstjórn Samfylkingarinnar og VG beitti sér fyrir árið 2011 en fjölgunin tók gildi 2018.

Skoðun
Fréttamynd

Gæti verið brot á kosningalögum og jafnvel hegningarlögum

Framboð E-listans í Reykjavík kemur til með að standa þó að einn frambjóðandi telji að undirskrift hennar við framboð hafi verið fölsuð. Forsvarsmenn listans kannast ekki við neina fölsun en frambjóðandinn gagnrýnir að þeir gangist ekki við broti sínu.  Yfirkjörstjórn í Reykjavík mun vísa málinu til Héraðssaksóknara og fela þeim að kanna hvort um sé að ræða brot á kosningalögum eða jafnvel hegningarlögum.

Innlent
Fréttamynd

Mikilvægar kosningar

Sveitarstjórnir sinna mikilvægum verkefnum sem snerta daglegt líf okkar allra og nærþjónustan skiptir okkur öllu máli.

Skoðun
Fréttamynd

Fjöl­breytt leigu­hús­næði

Við þurfum öll að eiga heimili, hvort sem það er í eigin húsnæði eða leiguhúsnæði. Sum okkar vilja eiga húsnæði á meðan aðrir annað hvort kjósa að leigja eða eru fastir á leigumarkaði af einhverjum ástæðum.

Skoðun
Fréttamynd

Tími kominn á inn­hverfin

Reykjavík byggðist í marga áratugi út á við. Í meira en 50 ár fólst allur vöxtur borgarinnar í því að byggja ný og ný úthverfi. Sífellt meira land var brotið undir nýja byggð, vegalengdir jukust, erfiðara varð um alla þjónustu og kostnaður við gerð innviða jókst stöðugt.

Skoðun
Fréttamynd

Dýr­keypt fjar­lægð milli barna og sál­fræðinga

Árum saman hef ég sem sálfræðingur og borgarfulltrúi barist fyrir því að sálfræðingar hafi aðsetur í skólunum sjálfum frekar en á þjónustumiðstöðvum. Borgarstjórnarmeirihlutinn hefur hunsað þetta mikilvæga mál.

Skoðun
Fréttamynd

Víst er ég Reyk­víkingur

Mikið hefur verið rætt um meintan flótta íbúa úr borginni. Í Pallborði hjá Vísi og Stöð2 benti Þórdís Lóa Þórhallsdóttir oddviti Viðreisnar fyrir nokkru réttilega á að Reykvíkingum hafi fjölgað um 10.000 á síðustu fjórum árum. Þá svaraði Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins: „En megnið af því fólki er að koma að utan.“

Skoðun
Fréttamynd

Sléttu­vegur 11-13

Oddviti Flokks fólksins í Reykjavík, Kolbrún Baldursdóttir, sat nýverið í oddvitaspjalli á Bylgjunni þar sem hlustendur gátu hringt inn og spurt hana spjörunum úr. Ýmislegt má segja um viðtalið, bara eins og gengur og gerist í stjórnmálum, enda höfum við öll mismunandi skoðanir og eigum okkar málefni.

Skoðun
Fréttamynd

Reykja­vík – fram­sækin menningar­borg

Í nútímasamfélagi gegnir menningarstarfsemi lykilhlutverki. Hér á landi erum við svo lánsöm að eiga magnaða listamenn í öllum listgreinum sem skapa ómetanleg verðmæti fyrir samfélagið okkar. Listir og menning eru mótunarafl í samfélaginu og skapandi drifkraftur.

Skoðun
Fréttamynd

Lilja heimsótti Pussy Riot

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, hitti meðlimi hljómsveitarinnar Pussy Riot á æfingu sveitarinnar í Reykjavík. Hljómsveitin undirbýr tónleikaröð sína um Evrópu hér á landi og hefur verið við æfingar undanfarna daga í Þjóðleikhúsinu. Sveitin flaug af landi brott í morgun.

Innlent
Fréttamynd

„Bensl-Geir“ gaf sig fram eftir mynd af skemmdar­verkum

Hjólreiðamaður sem hefur stundað að bensla bremsur rafhlaupahjóla gaf sig fram við framkvæmdastjóra Hopp eftir að myndir birtust af honum við iðju sína. Framkvæmdastjórinn segir þau hafa náð sáttum en maðurinn vildi mótmæla illa lögðum rafhlaupahjólum með gjörningi sínum.

Innlent
Fréttamynd

Þegar ég flutti úr Vestur­bænum

Ég er fædd og uppalin í Vesturbænum og elska Vesturbæinn heitt, svo heitt að þegar ég flutti að heiman lagði ég mig fram við búa helst þar ef ég bjó á Íslandi. Ég var því ekki alveg viss með það að flytja í 104 þegar ég keypti mína fyrstu íbúð fyrir sjö árum.

Skoðun
Fréttamynd

Austur­heiðar – hin nýja Heið­mörk Reyk­víkinga

Við í Samfylkingunni viljum efla Austurheiðar með markvissari hætti sem fjölbreytt og aðgengilegt útivistarsvæði fyrir borgarbúa á öllum aldri með ólík áhugamál sem gætu notið útivistar og náttúru án þess að ganga á gjafir náttúrunnar.

Skoðun
Fréttamynd

Ráðherra vill bíða með nýjan kennslu- og æfingaflugvöll

Níu árum eftir að ríkið skrifaði upp á samkomulag um að finna kennslu- og einkaflugi nýjan stað eins fljótt og verða mætti bólar ekkert á efndum. Borgin þrýstir á að fá Fluggarða í Vatnsmýri undir aðrar húsbyggingar en innviðaráðherra segist vilja bíða eftir niðurstöðum Hvassahraunsnefndar.

Innlent
Fréttamynd

3000 íbúðir á ári

Meirihlutanum í Reykjavíkurborg hefur tekist að ná einstökum árangri. Hann hefur á undanförnum árum margbætt Íslandsmet í fasteignaverðshækkunum, svo eftir er tekið. Þegar ávöxtun á þeim fjárfestingum sem einstaklingar fara í til að eiga þak yfir höfuðið er hærri en gengur og gerist í verðbréfaviðskiptum erlendis er eitthvað orðið að.

Skoðun
Fréttamynd

Mannréttindi fólks með fötlun

Í vetur hefur endurtekið verið í fréttum frásagnir af Hilmari Kolbeins, fjölfötluðum manni, og glímu hans við Velferðarsvið Reykjavíkurborgar. Sorgleg upplifun Hilmars er því miður ekki einstakt tilfelli.

Skoðun
Fréttamynd

Frí­stunda­starfið í Reykja­vík

Sveitarfélögin á Íslandi bjóða almennt upp á víðfeðma og góða þjónustu. Sumir þættir þjónustunnar komast reglulega í umræðuna í kringum kosningar og mætti þar til dæmis nefna skólakerfið og félagsþjónustuna.

Skoðun