„Síðasta vígi sjálfstæðu senunnar“ Lovísa Arnardóttir skrifar 15. júní 2023 21:00 Formaður SL segir sviðslistir plássfrekar og að það þurfi að tryggja þeim gott og aðgengilegt húsnæði. Vísir/Einar Ef ekkert breytist verðum síðustu tveimur leikhúsum sjálfstæðra leikhúsa lokað á árinu, Tjarnarbíó og Gaflaraleikhúsinu. Formaður Samtaka sjálfstæðra leikhúsa (SL) Orri Huginn Ágústsson, segir stöðuna alvarlega en segist þó vongóður um að einhverjir komi þeim til bjargar. Greint var frá því í fréttum fyrr í vikunni að verði ekkert gert til að bæta fjárhagsstöðu Tjarnarbíós verður skellt þar í lás í haust. Þá var einnig í vikunni greint frá því að húsnæði Gaflaraleikhússins í Hafnarfirði hafi verið selt til þess að rýma fyrir stækkun hótels í nágrenninu. Innan SL eru um fimmtíu sviðslistahópar sem treysta á að geta sýnt listir sínar í þessum tveimur leikhúsum. Verði þeim lokað standa þeim fáir kostir til boða. Innan hópsins eru sirkusfólk, óperuleikarar, dansarar, drag-fólk og fólk í improv. „Senan er að sækja í sig veðrið. Bæði hvað varðar mannfjölda og fjölbreytileika. Það er erfið staða og verið erfið staða um langa hríð í sjálfstæðu senunni,“ segir Orri. Samtökin stofnuð til að tryggja húsnæði Hann segir að samtökin, SL, hafi verið stofnuð fyrir tæpum 40 árum með það markmið að tryggja sviðlistasenunni húsnæði, en þeim hefur fækkað verulega síðustu ár. Sem dæmi um staði sem hafa hætt eða verið lokað er Norðurpóllinn á Seltjarnarnesi, Loftkastalinn og Iðnó. Orri segir að fólk hafi brugðist við þessu með því að nýta sér félagsheimili, skemmtistaði og allskyns húsnæði víðs vegar um land en að aðstaðan sé ekki endilega fyrir atvinnustarfsemi. „Sjálfstæðu leikhúsin eru í eðli sínu þannig alls staðar í heiminum að þeim verður ekki haldið úti nema með dyggum stuðningi úr opinberum sjóðum og við í okkar litla markaðssamfélagi erum engin undantekning á því,“ segir Orri. Hann segir það mikið reiðarslag fyrir sjálfstæðu senuna og samfélagið, sérstaklega í Hafnarfirði, að Gaflaraleikhúsið hafi misst húsnæðið sitt. „Það er ósk okkar og von að það sé hægt að ráða fljóta bót á þeirra málum.“ Hér áður voru fleiri leikhús eins og Norðurpóllinn, Loftkastalinn og Iðnó en þar fara ekki fram leiksýningar lengur. Gamla bíó og Harpa henta litlum hópum svo illa að sögn Orra en hóparnir hafa oft lítið á milli handanna. „Þess vegna er Tjarnarbíó gróðramiðstöð og lífsnauðsynlegt sjálfstæðum sviðslistum á Íslandi,“ segir hann og að þótt svo að Reykjavíkurborg hafi stutt dyggilega við bíóið sé bíóið síðasta vígi sjálfstæðu senunnar. „Þetta er að verða síðasta vígi sjálfstæðu senunnar í höfuðborginni, eða á höfuðborgarsvæðinu öllu,“ segir Orri og að loki þessi tvö leikhús hafi 52 aðildarfélagar SL ekkert annað að leita. Plássfrekar sviðslistir Orri segir að sviðslistir séu allavegana í laginu en séu plássfrekar. Það þurfi pláss fyrir listafólkið og aðgengi fyrir gesti. Hana sé að finna í Tjarnarbíó og Gaflaraleikhúsinu. Hann segir samtal hafið við bæði borg og ríki um áframhaldandi starfsemi en að tíminn vinni ekki með þeim. Orri mun leiða vinnu innan ráðuneytis menningar og viðskipta um fyrstu stefnumótunin sem gerð verður um sviðslistafólk en á ekki von á því að hún verði tilbúin fyrr en í fyrsta lagi eftir ár. Orri segir starfsemi sjálfstæðu leikhúsanna í eðli sínu ólíka þeirri sem er í Þjóðleikhúsinu og Borgarleikhúsinu. Hann segir svigrúmið þar ekki það sama og í sjálfstæðu leikhúsunum og þess vegna velji margir sér að starfa frekar innan sjálfstæðu leikhúsanna. „Við erum með fullt af sviðslistafólki sem velur það að starfa sjálfstætt því hér fær það að vinna hluti eftir annarri nálgun eða með öðrum gleraugum eða jafnvel önnur viðfangsefni en væri hægt að vinna með í Þjóðleikhúsi eða Borgarleikhúsi. Þetta bætir allt hvert annað upp,“ segir Orri og að það sé nauðsynlegt að bæta aðbúnað þeirra sem vilja starfa innan sjálfstæðu leikhúsanna. En hefur hann trú á því að ríki og borg bregðist við? „Það er einlæg trú mín að hér komi fólk saman til að standa vörð um þessa mikilvægu sviðslistastarfsemi. Ég hef ekki trú á því að ráðafólk, sama hvort það er hjá borginni eða ríkinu vilji hugsa þá hugsun til enda að starfsemin hér leggist af og það er unnið af því öllum árum í faginu að svo verði ekki. Ég hef bjargfasta trú á því að svo verði bundið um hnútana að þessi blómlega starfsemi haldi áfram að vaxa.“ Leikhús Menning Hafnarfjörður Reykjavík Tengdar fréttir Sviðið selt undan Gaflaraleikhúsinu Húsnæði Gaflaraleikhússins í Hafnarfirði var nýlega selt til þess að rýma fyrir stækkun hótels í nágrenninu. Leikhússtjórinn segir miður hvernig komið er fyrir sviðslistum á Íslandi og segist ekki myndi vilja vera ungur sviðslistamaður í dag. 14. júní 2023 08:00 „Miðað við hvað það þarf lítið til er fáránlegt að við þurfum að loka“ Sara Martí Guðmundsdóttir, leikhússtýra Tjarnarbíós, segir að þrátt fyrir metsöluár og mikla velgengni þá dugi styrkir ekki fyrir rekstri leikhússins. Að öllu óbreyttu mun Tjarnarbíó loka fyrir fullt og allt í september ef ekki kemur til aðstoðar Reykjavíkurborgar eða ríkisins. 13. júní 2023 17:19 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Þarf að endurgreiða móður vegna ofrukkunar í forræðismáli Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Fleiri fréttir Þarf að endurgreiða móður vegna ofrukkunar í forræðismáli Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Sjá meira
Greint var frá því í fréttum fyrr í vikunni að verði ekkert gert til að bæta fjárhagsstöðu Tjarnarbíós verður skellt þar í lás í haust. Þá var einnig í vikunni greint frá því að húsnæði Gaflaraleikhússins í Hafnarfirði hafi verið selt til þess að rýma fyrir stækkun hótels í nágrenninu. Innan SL eru um fimmtíu sviðslistahópar sem treysta á að geta sýnt listir sínar í þessum tveimur leikhúsum. Verði þeim lokað standa þeim fáir kostir til boða. Innan hópsins eru sirkusfólk, óperuleikarar, dansarar, drag-fólk og fólk í improv. „Senan er að sækja í sig veðrið. Bæði hvað varðar mannfjölda og fjölbreytileika. Það er erfið staða og verið erfið staða um langa hríð í sjálfstæðu senunni,“ segir Orri. Samtökin stofnuð til að tryggja húsnæði Hann segir að samtökin, SL, hafi verið stofnuð fyrir tæpum 40 árum með það markmið að tryggja sviðlistasenunni húsnæði, en þeim hefur fækkað verulega síðustu ár. Sem dæmi um staði sem hafa hætt eða verið lokað er Norðurpóllinn á Seltjarnarnesi, Loftkastalinn og Iðnó. Orri segir að fólk hafi brugðist við þessu með því að nýta sér félagsheimili, skemmtistaði og allskyns húsnæði víðs vegar um land en að aðstaðan sé ekki endilega fyrir atvinnustarfsemi. „Sjálfstæðu leikhúsin eru í eðli sínu þannig alls staðar í heiminum að þeim verður ekki haldið úti nema með dyggum stuðningi úr opinberum sjóðum og við í okkar litla markaðssamfélagi erum engin undantekning á því,“ segir Orri. Hann segir það mikið reiðarslag fyrir sjálfstæðu senuna og samfélagið, sérstaklega í Hafnarfirði, að Gaflaraleikhúsið hafi misst húsnæðið sitt. „Það er ósk okkar og von að það sé hægt að ráða fljóta bót á þeirra málum.“ Hér áður voru fleiri leikhús eins og Norðurpóllinn, Loftkastalinn og Iðnó en þar fara ekki fram leiksýningar lengur. Gamla bíó og Harpa henta litlum hópum svo illa að sögn Orra en hóparnir hafa oft lítið á milli handanna. „Þess vegna er Tjarnarbíó gróðramiðstöð og lífsnauðsynlegt sjálfstæðum sviðslistum á Íslandi,“ segir hann og að þótt svo að Reykjavíkurborg hafi stutt dyggilega við bíóið sé bíóið síðasta vígi sjálfstæðu senunnar. „Þetta er að verða síðasta vígi sjálfstæðu senunnar í höfuðborginni, eða á höfuðborgarsvæðinu öllu,“ segir Orri og að loki þessi tvö leikhús hafi 52 aðildarfélagar SL ekkert annað að leita. Plássfrekar sviðslistir Orri segir að sviðslistir séu allavegana í laginu en séu plássfrekar. Það þurfi pláss fyrir listafólkið og aðgengi fyrir gesti. Hana sé að finna í Tjarnarbíó og Gaflaraleikhúsinu. Hann segir samtal hafið við bæði borg og ríki um áframhaldandi starfsemi en að tíminn vinni ekki með þeim. Orri mun leiða vinnu innan ráðuneytis menningar og viðskipta um fyrstu stefnumótunin sem gerð verður um sviðslistafólk en á ekki von á því að hún verði tilbúin fyrr en í fyrsta lagi eftir ár. Orri segir starfsemi sjálfstæðu leikhúsanna í eðli sínu ólíka þeirri sem er í Þjóðleikhúsinu og Borgarleikhúsinu. Hann segir svigrúmið þar ekki það sama og í sjálfstæðu leikhúsunum og þess vegna velji margir sér að starfa frekar innan sjálfstæðu leikhúsanna. „Við erum með fullt af sviðslistafólki sem velur það að starfa sjálfstætt því hér fær það að vinna hluti eftir annarri nálgun eða með öðrum gleraugum eða jafnvel önnur viðfangsefni en væri hægt að vinna með í Þjóðleikhúsi eða Borgarleikhúsi. Þetta bætir allt hvert annað upp,“ segir Orri og að það sé nauðsynlegt að bæta aðbúnað þeirra sem vilja starfa innan sjálfstæðu leikhúsanna. En hefur hann trú á því að ríki og borg bregðist við? „Það er einlæg trú mín að hér komi fólk saman til að standa vörð um þessa mikilvægu sviðslistastarfsemi. Ég hef ekki trú á því að ráðafólk, sama hvort það er hjá borginni eða ríkinu vilji hugsa þá hugsun til enda að starfsemin hér leggist af og það er unnið af því öllum árum í faginu að svo verði ekki. Ég hef bjargfasta trú á því að svo verði bundið um hnútana að þessi blómlega starfsemi haldi áfram að vaxa.“
Leikhús Menning Hafnarfjörður Reykjavík Tengdar fréttir Sviðið selt undan Gaflaraleikhúsinu Húsnæði Gaflaraleikhússins í Hafnarfirði var nýlega selt til þess að rýma fyrir stækkun hótels í nágrenninu. Leikhússtjórinn segir miður hvernig komið er fyrir sviðslistum á Íslandi og segist ekki myndi vilja vera ungur sviðslistamaður í dag. 14. júní 2023 08:00 „Miðað við hvað það þarf lítið til er fáránlegt að við þurfum að loka“ Sara Martí Guðmundsdóttir, leikhússtýra Tjarnarbíós, segir að þrátt fyrir metsöluár og mikla velgengni þá dugi styrkir ekki fyrir rekstri leikhússins. Að öllu óbreyttu mun Tjarnarbíó loka fyrir fullt og allt í september ef ekki kemur til aðstoðar Reykjavíkurborgar eða ríkisins. 13. júní 2023 17:19 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Þarf að endurgreiða móður vegna ofrukkunar í forræðismáli Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Fleiri fréttir Þarf að endurgreiða móður vegna ofrukkunar í forræðismáli Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Sjá meira
Sviðið selt undan Gaflaraleikhúsinu Húsnæði Gaflaraleikhússins í Hafnarfirði var nýlega selt til þess að rýma fyrir stækkun hótels í nágrenninu. Leikhússtjórinn segir miður hvernig komið er fyrir sviðslistum á Íslandi og segist ekki myndi vilja vera ungur sviðslistamaður í dag. 14. júní 2023 08:00
„Miðað við hvað það þarf lítið til er fáránlegt að við þurfum að loka“ Sara Martí Guðmundsdóttir, leikhússtýra Tjarnarbíós, segir að þrátt fyrir metsöluár og mikla velgengni þá dugi styrkir ekki fyrir rekstri leikhússins. Að öllu óbreyttu mun Tjarnarbíó loka fyrir fullt og allt í september ef ekki kemur til aðstoðar Reykjavíkurborgar eða ríkisins. 13. júní 2023 17:19