Grindavík

Fréttamynd

Ferðamaðurinn fundinn heill á húfi

Bandaríski ferðamaðurinn sem leitað hefur verið að við gosstöðvarnar á Reykjanesi er fundinn heill á húfi. Hann fannst um fjóra kílómetra norðvestur af gosstöðvunum og hafði gengið í þveröfuga átt.

Innlent
Fréttamynd

Leit að erlendum ferðamanni enn engan árangur borið

Fjölmennt lið björgunarsveitarfólks leitar enn erlends ferðamanns sem hefur verið saknað við gosstöðvarnar á Reykjanesi frá því um miðjan dag. Lítið skyggni er á svæðinu og leiðinlegt veður en leitað verður fram á nótt ef þörf krefur.

Innlent
Fréttamynd

Umfangsmikil leit að manni á gosstöðvunum

Björgunarsveitarfólk af Suðurnesjum og höfuðborgarsvæðinu leitar nú að karlmanni á gosstöðvunum á Reykjanesi. Leitar- og sporhundar frá höfuðborgarsvæðinu hafa einnig verið sendir til að aðstoða við leitina.

Innlent
Fréttamynd

Varnargarður rís í Nátthaga

Þriggja til fimm metra hár varnargarður verður reistur í dalsmynni Nátthaga. Varnargarðinum er ætlað að seinka framrás hrauns úr Nátthaga niður að Suðurstrandarvegi og Ísólfsskála. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Almannavörnum.

Innlent
Fréttamynd

Bjarga verðmætum áður en hraunið tekur bæinn

Landeigendur Ísólfsskála keppast nú við að bjarga lausamunum og öðrum verðmætum áður en hraun flæðir yfir jörðina. Á sama tíma er verið að stika nýja gönguleið á stað þaðan sem sést yfir eldgíginn og áformað að opna nýtt bílastæði.

Innlent
Fréttamynd

Svona gæti hraunið litið út í lok sumars

Veður­stofan og Há­skóli Ís­lands hafa gefið út nýtt hraun­flæði­líkan, sem sýnir tvær mögu­legar sviðs­myndir fyrir hraun­flæði úr Nátt­haga. Ó­vissa er uppi um hve­nær hraun byrjar að flæða suður úr Nátt­haga eftir að svæðið fyllist af hrauni.

Innlent
Fréttamynd

Vara fólk við „lífs­hættu­legum fífla­skap“

Lögreglan á Suðurnesjum hefur sent frá sér tilkynningu með yfirskriftinni „Lífshættulegur fíflaskapur – ekki hetjuskapur,“ þar sem því er beint til fólks sem leggur leið sína upp að gosstöðvunum í Geldingadölum að ganga ekki á nýstorknuðu hrauninu sem þar er að finna.

Innlent
Fréttamynd

Varnarvirki í bígerð til að verja Grindavíkurbæ

Unnið er að hönnun varnarvirkja ef ske kynni að hraun úr Geldingadölum færi í átt að Grindavíkurbæ eða Reykjanesbraut. Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur, segir missi af Suðurstrandarvegi en að það hefði orðið of kostnaðarsamt að verja hann.

Innlent
Fréttamynd

Hrauninu verður leyft að flæða yfir Suðurstrandarveg

Ekki verður reynt að koma í veg fyrir að hraun úr Geldingadölum flæði yfir Suðurstrandarveg, en þess í stað verður hugað að því að verja Grindavíkurbæ og nærliggjandi vegi. Búist er við að hraunið muni skríða yfir veginn á næstu vikum.

Innlent
Fréttamynd

Varnargarðurinn hafi staðið „ótrúlega lengi“

Hraun hóf að renna yfir vestari varnargarðinn við gosstöðvarnar við Fagradalsfjall í morgun en verkfræðingur segir garðinn hafa staðið ótrúlega lengi. Verið er að skoða nýja leið til að stjórna hraunrennsli úr Nátthaga.

Innlent
Fréttamynd

Hraunspýja rauf vestari varnargarðinn

Hraunspýja braut sér leið meðfram útsýnishólnum við eldstöðvarnar við Fagradalsfjall í morgun og streymdi loks yfir vestari varnargarðinn, sem reistur var í Syðri-Meradölum.

Innlent
Fréttamynd

Hætta á að hraun loki fólk inni

Lögreglan á Suðurnesjum hefur lokað endanum á gönguleið A að gosinu í Geldingadölum vegna hættu á að fólk lokist inni þegar hraun renni yfir gönguleiðina en fyrirséð er að það muni gerast á næstunni. Vettvangsstjóri segir fólk hunsa lokunarborða. 

Innlent
Fréttamynd

Allt sem gat farið úrskeiðis í kvöld fór úrskeiðis

Tímabilinu er lokið hjá Grindavík eftir að hafa látið Stjörnuna valta yfir sig í oddaleik. Leikurinn endaði með 32 stiga sigri Stjörnunnar 104-72. Daníel Guðni Guðmundsson þjálfari Grindavíkur var afar ósáttur með sína menn í kvöld

Sport
Fréttamynd

Grind­víkingar al­sælir með nýjan eld­gosa­búning

Nýr varabúningur knattspyrnudeildar Grindavíkur, svokallaður Eldgosabúningur, hefur fallið vel í kramið hjá stuðningsmönnum, bæjarbúum og knattspyrnuáhugamönnum um allt land. Þemað er nýstorknað hraun sem flæðir fram með kröftugan kvikugang beggja vegna.

Fótbolti
Fréttamynd

„Við höfum smá tíma“

Hraun úr eldgosinu í Fagradalsfjalli stefnir niður að sjó og yfir Suðurstrandarveg ef gosið heldur áfram um óákveðinn tíma. Hvort það byrji að gerast eftir tvær vikur eða fleiri mánuði er enn óljóst.

Innlent
Fréttamynd

Njarð­vík og Grinda­vík í úr­slit

Njarðvík og Grindavík tryggðu sér sæti í úrslitaleik 1. deildar kvenna í körfubolta í kvöld. Sigurvegari úrslitaleikurinn tryggir sér sæti í Domino´s deild kvenna á næstu leiktíð.

Körfubolti
Fréttamynd

Svona rann hraun niður í Nátthaga

Hraun fór að flæða niður í Nátthaga eftir hádegi í dag. Varnargarðar voru settir upp til að reyna að hindra það að hraun myndi flæða niður í Nátthaga og yfir Suðurstrandarveg.

Innlent
Fréttamynd

Hraun flæðir niður í Nátthaga

„Það er víst. Hraunið er farið að renna niður í Nátthaga,“ segir Bogi Adolfsson, formaður Björgunarsveitarinnar Þorbjörns þegar fréttastofa hafði samband við hann. Mbl.is greindi fyrst frá.

Innlent