Voru stödd við upptök skjálftans: „Höfum aldrei upplifað annað eins“ Máni Snær Þorláksson skrifar 8. júlí 2023 20:17 Hjónin Halldór og Ragnheiður voru stödd við Kleifarvatn þegar skjálftinn reið yfir. Aðsendar Jarðskjálfti að stærðinni 4,5 reið yfir rétt fyrir klukkan 18 í dag. Skjálftinn átti upptök sín vestan við Kleifarvatn. Hjón sem voru stödd við vatnið þegar skjálftinn kom segjast aldrei hafa upplifað annað eins. „Við héldum að það væri bara hreinlega komið eldgos, þetta var það mikill hávaði,“ segir Ragnheiður Ragnarsdóttir, íbúi í Reykjanesbæ, í samtali við fréttastofu. Ragnheiður ákvað að nýta góða veðrið og fara hringinn í kringum Reykjanes ásamt Halldóri Halldórssyni, eiginmanni sínum. Þau voru búin að vera að keyra allt nesið þegar þau komu að Kleifarvatni. „Við ákváðum að fara aðeins út og teygja úr okkur og þá bara gerist þetta. Þetta var svakalegt, við hjónin höfum aldrei upplifað annað eins og við búum nú hér á svæðinu.“ Björgunarsveitarhjón með búnaðinn í bílnum Hjónin hlupu beint í bílinn sinn og keyrðu af stað. Það var þá sem þau sáu að grjót hafði hrunið á veginn vegna skjáltans. „Það var mildi að við vorum ekki nýlögð af stað þegar skjálftinn reið yfir því þá hefðum við bara fengið þetta á bílinn og okkur,“ segir Ragnheiður. Þau hjónin voru þó við öllu búin enda saman í björgunarsveit. „Við störfum bæði í Landsbjörg, búin að gera það í ansi mörg ár og störfum enn.“ Ragnheiður segir að þau hjónin hafi meira að segja verið með björgunarsveitarbúnaðinn í bílnum. Ef eitthvað skyldi koma upp á þá séu þau til taks að hjálpa til. Reykjanesbær Eldgos og jarðhræringar Grindavík Vogar Mest lesið Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Kom ekki á teppið Innlent Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Erlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Innlent Fleiri fréttir Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Pallborðið: Síðasta einvígið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Sjá meira
„Við héldum að það væri bara hreinlega komið eldgos, þetta var það mikill hávaði,“ segir Ragnheiður Ragnarsdóttir, íbúi í Reykjanesbæ, í samtali við fréttastofu. Ragnheiður ákvað að nýta góða veðrið og fara hringinn í kringum Reykjanes ásamt Halldóri Halldórssyni, eiginmanni sínum. Þau voru búin að vera að keyra allt nesið þegar þau komu að Kleifarvatni. „Við ákváðum að fara aðeins út og teygja úr okkur og þá bara gerist þetta. Þetta var svakalegt, við hjónin höfum aldrei upplifað annað eins og við búum nú hér á svæðinu.“ Björgunarsveitarhjón með búnaðinn í bílnum Hjónin hlupu beint í bílinn sinn og keyrðu af stað. Það var þá sem þau sáu að grjót hafði hrunið á veginn vegna skjáltans. „Það var mildi að við vorum ekki nýlögð af stað þegar skjálftinn reið yfir því þá hefðum við bara fengið þetta á bílinn og okkur,“ segir Ragnheiður. Þau hjónin voru þó við öllu búin enda saman í björgunarsveit. „Við störfum bæði í Landsbjörg, búin að gera það í ansi mörg ár og störfum enn.“ Ragnheiður segir að þau hjónin hafi meira að segja verið með björgunarsveitarbúnaðinn í bílnum. Ef eitthvað skyldi koma upp á þá séu þau til taks að hjálpa til.
Reykjanesbær Eldgos og jarðhræringar Grindavík Vogar Mest lesið Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Kom ekki á teppið Innlent Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Erlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Innlent Fleiri fréttir Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Pallborðið: Síðasta einvígið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Sjá meira