Staðan á Reykjanesi eftir daginn í dag Máni Snær Þorláksson skrifar 9. júlí 2023 00:00 Jarðskjálftinn sem reið yfir rétt fyrir klukkan 18 átti upptök sín vestan við Kleifarvatn. Vísir/Arnar Náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Ísland segir að staðan á Reykjanesinu sé ennþá óbreytt frá því fyrr í kvöld. Nokkuð kröftugur jarðskjálfti reið yfir rétt fyrir klukkan 18 í dag en ennþá er ekki byrjað að gjósa. Greint var frá því í hádeginu í dag að ný GPS gögn bendi til þess að kvikan á Reykjanesi sé aðeins á kílómetra dýpi eða jafnvel minna. Um eftirmiðdaginn var lítið sem ekkert að frétta af stöðu kvikunnar og staðan nokkuð óbreytt. „Í rauninni er staðan bara sú að kvikan virðist að öllum líkindum vera mjög grunnt og það er eiginlega ekki hægt að segja neitt meira eða nákvæmara heldur en það. Svo er bara að bíða og sjá hvort hún nái að brjótast upp þennan síðasta áfanga eða ekki,“ sagði Lovísa Mjöll Guðmundsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands í samtali við fréttastofu fyrr í dag. Það dró svo til tíðinda um klukkustund síðar þegar jarðskjálfti að stærð 4,5 reið yfir. Sá skjálfti átti upptök sín rétt vestan við Kleifarvatn. Talið er að það hafi verið um svokallaðan gikkskjálfta að ræða en slíkir skjálftar verða vegna spennubreytinga á svæðinu. Eina leiðin að bíða og sjá hvað gerist Síðan sá skjálfti reið yfir hefur staðan þó verið nokkuð róleg. „Það er ekkert akkúrat núna virðist vera. Það virðist allt vera bara eins. Sjáum ekkert þannig á mælunum hjá okkur eða á vefmyndavélum,“ segir Böðvar Sveinsson náttúruvársérfræðingur í samtali við fréttastofu. Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur sagði í samtali við RÚV fyrr í kvöld að hann haldi að það sé frekar stutt í gos. Það sagði hann vera vegna þéttra smáskjálfta sem hafa átt sér stað í dag. „Það eru alls konar undanfarar og svona þyrping smáskjálfta er eitt af því. Það kom smá svoleiðis í dag en það kom ekki gos strax í kjölfarið,“ segir Böðvar í tengslum við smáskjálftana. Nú þurfi bara að halda áfram að bíða og sjá hvað gerist. „Það er eiginlega eina leiðin.“ Eldgos og jarðhræringar Grindavík Vogar Tengdar fréttir Voru stödd við upptök skjálftans: „Höfum aldrei upplifað annað eins“ Jarðskjálfti að stærðinni 4,5 reið yfir rétt fyrir klukkan 18 í dag. Skjálftinn átti upptök sín vestan við Kleifarvatn. Hjón sem voru stödd við vatnið þegar skjálftinn kom segjast aldrei hafa upplifað annað eins. 8. júlí 2023 20:17 Bein útsending: Skjálftasvæðið á Reykjanesi Vísir hefur sett af stað beint streymi af svæðinu í Meradölum þar sem talið er líklegt er að eldgos geti hafist. 6. júlí 2023 16:42 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent Fleiri fréttir „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Sjá meira
Greint var frá því í hádeginu í dag að ný GPS gögn bendi til þess að kvikan á Reykjanesi sé aðeins á kílómetra dýpi eða jafnvel minna. Um eftirmiðdaginn var lítið sem ekkert að frétta af stöðu kvikunnar og staðan nokkuð óbreytt. „Í rauninni er staðan bara sú að kvikan virðist að öllum líkindum vera mjög grunnt og það er eiginlega ekki hægt að segja neitt meira eða nákvæmara heldur en það. Svo er bara að bíða og sjá hvort hún nái að brjótast upp þennan síðasta áfanga eða ekki,“ sagði Lovísa Mjöll Guðmundsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands í samtali við fréttastofu fyrr í dag. Það dró svo til tíðinda um klukkustund síðar þegar jarðskjálfti að stærð 4,5 reið yfir. Sá skjálfti átti upptök sín rétt vestan við Kleifarvatn. Talið er að það hafi verið um svokallaðan gikkskjálfta að ræða en slíkir skjálftar verða vegna spennubreytinga á svæðinu. Eina leiðin að bíða og sjá hvað gerist Síðan sá skjálfti reið yfir hefur staðan þó verið nokkuð róleg. „Það er ekkert akkúrat núna virðist vera. Það virðist allt vera bara eins. Sjáum ekkert þannig á mælunum hjá okkur eða á vefmyndavélum,“ segir Böðvar Sveinsson náttúruvársérfræðingur í samtali við fréttastofu. Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur sagði í samtali við RÚV fyrr í kvöld að hann haldi að það sé frekar stutt í gos. Það sagði hann vera vegna þéttra smáskjálfta sem hafa átt sér stað í dag. „Það eru alls konar undanfarar og svona þyrping smáskjálfta er eitt af því. Það kom smá svoleiðis í dag en það kom ekki gos strax í kjölfarið,“ segir Böðvar í tengslum við smáskjálftana. Nú þurfi bara að halda áfram að bíða og sjá hvað gerist. „Það er eiginlega eina leiðin.“
Eldgos og jarðhræringar Grindavík Vogar Tengdar fréttir Voru stödd við upptök skjálftans: „Höfum aldrei upplifað annað eins“ Jarðskjálfti að stærðinni 4,5 reið yfir rétt fyrir klukkan 18 í dag. Skjálftinn átti upptök sín vestan við Kleifarvatn. Hjón sem voru stödd við vatnið þegar skjálftinn kom segjast aldrei hafa upplifað annað eins. 8. júlí 2023 20:17 Bein útsending: Skjálftasvæðið á Reykjanesi Vísir hefur sett af stað beint streymi af svæðinu í Meradölum þar sem talið er líklegt er að eldgos geti hafist. 6. júlí 2023 16:42 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent Fleiri fréttir „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Sjá meira
Voru stödd við upptök skjálftans: „Höfum aldrei upplifað annað eins“ Jarðskjálfti að stærðinni 4,5 reið yfir rétt fyrir klukkan 18 í dag. Skjálftinn átti upptök sín vestan við Kleifarvatn. Hjón sem voru stödd við vatnið þegar skjálftinn kom segjast aldrei hafa upplifað annað eins. 8. júlí 2023 20:17
Bein útsending: Skjálftasvæðið á Reykjanesi Vísir hefur sett af stað beint streymi af svæðinu í Meradölum þar sem talið er líklegt er að eldgos geti hafist. 6. júlí 2023 16:42