Lyf

Fréttamynd

Alvotech tekur dýfu eftir upp­gjör

Gengi hlutabréfa í Alvotech lækkaði um tæplega tíu prósent í fyrstu viðskiptum eftir að félagið birti uppgjör fyrir þriðja ársfjórðung í gærkvöldi. Það sem af er degi hefur gengið lægst farið í 634 krónur, sem er það lægsta frá upphafi. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech

Lyfjaeftirlit Bandaríkjanna, FDA, hefur birt skýrslu sína eftir úttekt á framleiðslu Alvotech í tengslum við umsókn félagsins um markaðsleyfi fyrir lyf, sem var hafnað á dögunum. Ábendingar stofnunarinnar eru tíu talsins og allar í nokkrum liðum. Meðal þess sem stofnunin setur út á eru klístruð gólf og mygla í verksmiðju Alvotech að Sæmundargötu í Vatnsmýri.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

„Allir í kringum í­þróttir ættu að hafa á­hyggjur“

Notkun þyngdarstjórnunarlyfja, á borð við Ozempic, hefur aukist verulega undanfarin ár og þrátt fyrir að vera yfirleitt í toppformi er íþróttafólk alls ekki undanskilið. Yfirmaður hjá alþjóða lyfjaeftirlitinu vill banna slík lyf algjörlega en það mun taka að minnsta kosti tvö ár.

Sport
Fréttamynd

Fóru með sigur af hólmi í Bret­landi

Dómstóll í Bretlandi hefur hafnað lögbannskröfu Regeneron Pharmaceuticals og Bayer, sem beindist að Alvotech og þjónustuaðila félagsins í Bretlandi. Dómstóllinn hafnaði þar með kröfu frumlyfjafyrirtækjanna um að Alvotech yrði bannað að framleiða birgðir af AVT06, hliðstæðu líftæknilyfsins Eylea (aflibercept), til markaðssetningar í Bretlandi, á Evrópska efnahagssvæðinu og öðrum mörkuðum utan Evrópu. Þessi niðurstaða mun auðvelda markaðssetningu lyfsins eftir að viðbótarvernd á einkaleyfum Eylea í Evrópu rennur út, sem er 23. nóvember næstkomandi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fölsuð megrunar­lyf lík­lega á leið til landsins

Töluverð hætta er á því að skipulagðir glæpahópar nýti sér eftirspurn eftir megrunarlyfjum hér á landi og komi fölsuðum lyfjum í umferð, að mati sérfræðings. Dæmi eru um að fólk hafi látið lífið við neyslu lyfja sem það keypti á netinu, í því skyni að grennast.

Innlent
Fréttamynd

Gengi Alvotech aldrei lægra

Gengi hlutabréfa í íslenska líftæknifyrirtækinu Alvotech lækkaði um rúmlega 28  prósent í dag. Gengið stendur nú í 680 krónum á hlut og hefur aldrei verið lægra. Lækkunin í kauphöllinni í Svíþjóð nemur 31,17 prósentum og það sem af er degi vestan hafs hefur gengið lækkað um rúm 30 prósent.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Gengi Alvotech hrynur

Gengi hlutabréfa í íslenska líftæknifyrirtækinu Alvotech hefur lækkað um rúmlega 21 prósent frá því að markaðir hér á landi opnuðu í morgun. Þá hefur gengi félagsins í sænsku kauphöllinni lækkað um rúm 23 prósent. Félagið tilkynnti í gær að það fengi að svo stöddu ekki leyfi fyrir hliðstæðulyf við Simponi og lækkaði afkomuspá sína í leiðinni.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Alvotech fær ekki leyfi fyrir hlið­stæðu Simponi að svo stöddu

Íslenska líftæknifyrirtækið Alvotech fær ekki að svo stöddu markaðsleyfi í Bandaríkjunum fyrir líftæknilyfið AVT05 sem er hliðstæðulyf við Simponi. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Alvotech sendi frá sér í gærkvöldi í framhaldi af svarbréfi frá Lyfjastofnun Bandaríkjanna, FDA, sem hafði borist fyrirtækinu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir

Eignarhaldsfélagið Aztiq hefur lokið við sölu á lyfjafyrirtækinu Adalvo til alþjóðlega fjárfestingarfélagsins EQT. Á sama tíma lætur framkvæmdastjóri Alvotech af störfum og færir sig yfir til Adalvo. Stærsti eigandi Alvotech er Aztiq.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti

Í fyrsta skipti verður hægt að kaupa neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í Japan. Almenningur hefur verið samþykkur auðveldara aðgengi í fjölda ára en stjórnvöld töldu konur líklegar til að misnota lyfið væri auðvelt að nálgast það.

Erlent
Fréttamynd

Al­gengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf

Niðurstöður samevrópskrar rannsóknar sýna að um 40 prósent Íslendinga hafa fengið lánað eða lánað lyfsseðilsskyld lyf síðasta árið. Algengast var að fólk fengi lánuð eða lánaði verkjalyf eða róandi lyf. Sextán prósent þeirra sem höfðu lánað eða fengið lánað sögðu það hafa verið gert í neyð.

Innlent
Fréttamynd

Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina

„Á tímum þar sem tækni og tölvur eru auðveldlega aðgengilegar, er sláandi að læknar hjá hinu opinbera séu enn að handskrifa lyfjaávísanir sem enginn getur skilið, nema einstaka lyfjafræðingur.“

Erlent
Fréttamynd

Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið

Heilbrigðisráðherra hyggst gera breytingar á kerfi fyrir greiðsluþátttöku sjúkratryggðra um næstu áramót. Breytingarnar, sem eiga að spara Sjúkratryggingum Íslands fjögur hundruð milljónir króna á ári, felast í að bæta þrepi við greiðsluþátttökukerfið.

Innlent
Fréttamynd

Lyfja­fræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi

Það getur margborgað sig að þekkja til þess hvernig lyf eru uppgötvuð, prófuð, framleidd, þróuð, vottuð, notuð og misnotuð. Nýleg dæmi sanna að ekki er á allra valdi að túlka lyfjavirkni og aukaverkanir, jafnvel valdamestu menn heims geta hnotið um staðreyndir og farið með fleipur.

Skoðun
Fréttamynd

Gengis­styrking seinkar mark­miði Controlant um arð­semi fram á næsta ár

Þrátt fyrir nokkurn vöxt í kjarnatekjum og rekstrarbata á fyrri árshelmingi þá er útlit fyrir að heildartekjur Controlant á árinu 2025 verði við neðri mörk útgefinnar afkomuspár, að sögn stjórnenda, og markmið um EBITDA-hagnað náist ekki fyrr en á næsta ári. Það skýrist alfarið af ytri þáttum, einkum gengisstyrkingu gagnvart Bandaríkjadal, en þær umfangsmiklu hagræðingaraðgerðir sem var gripið til í fyrra eru sagðar vera að skila félaginu í átt að sjálfbærum rekstri.

Innherji
Fréttamynd

Heildar­virði Al­vogen metið á tvo milljarða dala við sölu á fé­laginu til Lotus

Alvogen Pharma í Bandaríkjunum, sem er að stórum hluta í eigu fjárfestingafélags Róberts Wessman, hefur verið selt til Lotus í Taívan en heildarvirði samheitalyfjafyrirtækisins í viðskiptunum getur numið um tveimur milljörðum Bandaríkjadala. Þetta er önnur risasala Róberts á félögum í lyfjageiranum þar sem hann fer með ráðandi hlut á fáeinum mánuðum.

Innherji
Fréttamynd

Mæla hik­laust með lyfinu á með­göngu ef þörf þykir á

Yfirmaður fæðingarteymis Landspítalans segir ekkert nýtt hafa komið fram sem bendi til tengsla milli neyslu á verkjalyfinu parasetamól og einhverfu barna. Bandaríkjaforseti tilkynnti í gær að slæmt væri að óléttar konur tækju lyfið, og sagði læknum að hætta að láta þær hafa það. 

Innlent
Fréttamynd

Fóru með fleipur um ein­hverfu og bólu­efni

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hélt blaðamannafund í gær þar sem hann tengdi notkun paracetamols á meðgöngu við einhverfu. Þá var kynnt átak sem varpa á frekara ljósi á hina flóknu taugaþroskaröskun.

Erlent
Fréttamynd

Ætla að tengja paracetamol við ein­hverfu

Fastlega er búist við því að ríkisstjórn Donalds Trump muni í kvöld lýsa því yfir að tengsl hafi fundist milli notkunar óléttra kvenna á verkjalyfinu paracetamol/tylanol og einhverfu. Robert F. Kennedy yngri, umdeildur heilbrigðisráðherra, lofaði því fyrr á árinu að hann myndi finna út úr því hvað olli einhverfu fyrir lok septembermánaðar.

Erlent
Fréttamynd

Ís­lendingar – rolluþjóð með fram­tíð í hampi

Íslendingar eru rolluþjóð. Ég hef sagt það áður og segi það enn – þó mörgum þyki óþægilegt að gangast við því. Við segjum oft með stolti að við séum hestaþjóð, og það er vissulega rétt – en við erum þó fyrst og fremst rolluþjóð. Og hana nú!

Skoðun