Samráð olíufélaga

Fréttamynd

Niðurstaða um mánaðamótin

Stefnt er að því að niðurstaða áfrýjunarnefndar samkeppnismála vegna verðsamráðs olíufélaganna liggi fyrir um mánaðamótin. Formaður nefndarinnar segir ekkert óvænt hafa komið fram í málinu á tólf tíma löngum fundi með lögmönnum olíufélaganna í gær.

Innlent
Fréttamynd

Langur málflutningur olíufélaganna

Búist er við að munnlegur málflutningur í olíumálinu fyrir áfrýjunarnefnd samkeppnismála standi fram á kvöld. Lögfræðingar stóru olíufélaganna mættu til fundar nefndarinnar í morgun ásamt fulltrúa Samkeppnisstofnunar. 

Innlent
Fréttamynd

Vörðust ásökunum um samráðið

Fulltrúar fjögurra olíufélaga vörðust ásökunum um ólögmætt samráð á fundi með áfrýjunarnefnd samkeppnismála í dag. Fulltrúar Samkeppnisstofnunar skýrðu sitt mál einnig. Búast má við niðurstöðu nefndarinnar í mánuðinum.

Innlent
Fréttamynd

Olíufélögin hjá áfrýjunarnefnd

Lögfræðingar olíufélaganna Esso, Olís og Skeljungs mættu til fundar við áfrýjunarnefnd samkeppnismála á Hótel Sögu klukkan níu í morgun. Einnig var fulltrúi samkeppnisstofnunar boðaður á fundinn sem haldinn er vegna áfrýjunar olíufélaganna á úrskurði samkeppnisráðs vegna samráðs olíufélaganna um verðlagningu olíuvara.

Innlent
Fréttamynd

Samráðssektir innheimtar strax

Forsvarsmenn olíufélaganna og Samkeppnisstofnunar mæta fyrir áfrýjunarnefnd samkeppnismála á mánudaginn. Ef nefndin staðfestir ákvörðun samkeppnisráðs verða 2,6 milljarða króna sektir innheimtar strax.

Innlent
Fréttamynd

Útgerðin krefur olíufélögin bóta

Stjórn Landssambands íslenskra útvegsmanna hefur farið fram á viðræður við olíufélögin um skaðabætur vegna verðsamráðs þeirra. Þetta var ákveðið á fundi stjórnarinnar fyrir skömmu þar sem álit lögfræðings á möguleikum útgerðarmanna á skaðabótum var lagt fram.

Innlent
Fréttamynd

Kærir olíufélag

Tæplega þrjátíu einstaklingar hafa haft samband við Neytendasamtökin og lýst yfir áhuga á þátttöku í skaðabótamáli gegn olíufélögunum vegna verðsamráðs.

Innlent
Fréttamynd

Yfir 20 manns geta höfðað mál

Yfir tuttugu manns eru taldir hafa nægileg gögn í höndunum til að höfða mál á hendur olíufélögunum fyrir að hafa greitt of mikið fyrir eldsneyti undanfarin ár, þegar olíufélögin höfðu með sér samráð um verðið. Neytendasamtökin ætla að styðja málsóknir fólksins, ef til kemur, en hver og einn mun sækja sitt mál.

Innlent
Fréttamynd

Skaðabótamál í undirbúningi

Bæði einstaklingar og fyrirtæki undirbúa skaðabótamál á hendur olíufélögunum vegna meints verðsamráðs. Lögfræðingur, sem tekið hefur málið að sér fyrir Neytendasamtökin, segir hvern þann sem getur sýnt fram á að hann hafi átt viðskipti við félögin geta látið reyna á rétt sinn.

Innlent
Fréttamynd

Olíustjórnendur enn að störfum

Þrátt fyrir að olíufélögin Essó, Skeljungur og Olís hafi skipt um eigendur frá því að verðsamráði þeirra lauk í kjölfar húsleitar Samkeppnisstofnunar þá starfa margir stjórnenda enn hjá félögunum sem taldir eru eiga aðild að samráðinu.

Innlent
Fréttamynd

Tvær olíuskýrslur til

Samkeppnisráð lét útbúa tvær útgáfur af olíuskýrslunni. Opinberu skýrsluna má nálgast á heimasíðu Samkeppnisstofnunar en hin útgáfan verður eingöngu afhent áfrýjunarnefnd samkeppnismála og dómstólum.

Innlent
Fréttamynd

Ekki lengur leynd hjá ESSO

Framlög ESSO til stjórnmálaflokka og ýmissa stjórnmálaframboða á árunum 1994 til 2004 voru samtals 21,6 milljónir króna. Í tilkynningu frá forstjóra ESSO segir að sundurliðun verði ekki gefin upp, enda líti félagið á öll þessi framlög sem trúnaðarmál milli viðkomandi aðila. Hins vegar hafi ESSO ákveðið að héðan í frá verði gefnar nánari upplýsingar um framlög sem félagið mun veita.

Innlent
Fréttamynd

22 milljónir á áratug

Framlög Olíufélagsins ehf. og forvera þess, Olíufélagsins hf., til stjórnmálaflokka og ýmissa stjórnmálaframboða á árunum 1994 til 2004 voru samtals 21,6 milljónir króna, að því er fram kemur í tilkynningu félagsins.

Innlent
Fréttamynd

Olíufélögin á móti olíugjaldinu

Olíufélögin, sem öll hafa styrkt stjórnmálaflokkana, börðust á sínum tíma hatrammri baráttu gegn því að olíugjaldið yrði tekið upp. Það hefði haft í för með sér aukna dísilvæðingu og þar af leiðandi minni viðskipti. Frumvarp um olíugjald var samþykkt á Alþingi 1997 en það svo afturkallað. 

Innlent
Fréttamynd

Félögin bera siðferðislega ábyrgð

Forstjórar og stjórnir olíufélaganna bera siðferðislega ábyrgð gagnvart samfélaginu segir kennari í viðskiptasiðfræði við Háskólann í Reykjavík. Hann segir að menn hljóti að velta fyrir sér heilindunum á bak við ýmis samfélagsverkefni félaganna, eins og landgræslu og fleira, þegar upp kemst um samráð félaganna.

Innlent
Fréttamynd

Essó var leiðandi í hækkunum

Árið 1998 ákváðu olíufélögin að Essó yrði leiðandi í verðbreytingum á bensínmarkaði. Á sama tíma og fjölmiðlar fjölluðu um verðstríð á bensínmarkaði í maí árið 2001 skammaði forstjóri Essó forstjóra Olís fyrir að hækka ekki verð á bensíni.

Innlent
Fréttamynd

Esso hætti við upplýsingagjöf

Olíufélagið hefur veitt stjórnmálaflokkunum samtals 980 þúsund krónur í styrki á ári síðustu fimm árin. Þegar Fréttablaðið óskaði eftir frekari upplýsingum og sundurliðun á þessum styrkjum tók forstjóri Esso vel í þá beiðni en dró síðan í land og sagði ekki rétt að gefa frekari upplýsingar um styrkina.

Innlent
Fréttamynd

Styrkir til flokka verði rannasakaðir

Helgi Hjörvar alþingismaður telur að flokkarnir eigi að fá Ríkisendurskoðun til að gera almenna athugun á styrkjum olíufélaganna til stjórnmálaflokkanna. Þannig verði trúnaður ekki brotinn. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Framkvæmdin í höndum ráðherra

Viðskiptaráðherra fer með framkvæmd samkeppnislaga en í umboði hans annast samkeppnisráð, Samkeppnisstofnun og áfrýjunarnefnd samkeppnismála daglega stjórnsýslu á því sviði sem lögin ná til.

Innlent
Fréttamynd

Samstarf olíufélaganna leyfilegt

Olíufélögin mega hafa samstarf um dreifingu ef það er almenningi til hagsbóta. Forstjóri samkeppnissviðs Samkeppnisstofnunar segir að hafa þurfi gott eftirlit með slíku samstarfi. Hann segir afsagnir stjórnarmanna á vegum Olíufélagsins skref í rétta átt en eftir eigi að leggja mat á hvort nógu langt sé gengið. 

Innlent
Fréttamynd

Viðskiptalífið hafi lært lexíu

Davíð Oddsson utanríkisráðherra segist vona að viðskiptalífið hafi lært lexíu af olíumálinu. Getið er um tölvupóst á milli Kristins Björnssonar, forstjóra Skeljungs, og Einars Benediktssonar, forstjóra Olís, í skýrslu Samkeppnisstofnunar vegna viðtals við Davíð sem þá var forsætisráðherra.

Innlent
Fréttamynd

Var ekki höfuðpaur samráðsins

Kristinn Björnsson, fyrrverandi forstjóri Skeljungs, vísar því á bug að hann hafi verið höfuðpaur í samráði olíufélaganna. Hann játar þó að honum hafi orðið hált á svellinu í einstaka tilfellum en segir skýrslu Samkeppnisstofnunar engan stóradóm.

Innlent
Fréttamynd

Meta ákvörðun Þórólfs

Vinstri - grænir í Reykjavík meta þá ákvörðun Þórólfs Árnasonar að láta af starfi sínu sem borgarstjóri. Með þeirri ákvörðun hafi hann látið hagsmuni Reykjavíkurlistans og Reykvíkinga hafa forgang og um leið beint kastljósinu að þeim gerendum olíusvindlsins sem mesta ábyrgð bera.

Innlent
Fréttamynd

Vill skaðabætur vegna samráðs

Bæjarstjórn Vestmannaeyja hefur ritað olíufélögunum þremur bréf og óskað eftir því að þau hafi frumkvæði að því að semja um greiðslur bóta vegna ólögmæts samráðs sem þau viðhöfðu í útboði bæjarins vegna olíuverslunar.

Innlent
Fréttamynd

Stjórnvöld stýrðu verðsamráði

Ekki er langt síðan verðlag á olíu var gefið frjálst. Nánast allt eldsneyti var keypt í einu lagi frá Sovétríkjunum og Verðlagseftirlit ríkisins ákvað síðan verðið. Verðsamráð olíufélaganna mótaðist við þessar kringumstæður.

Innlent
Fréttamynd

400 þúsund frá olíufélögunum

Frjálslyndi flokkurinn hefur fengið 400 þúsund krónur í framlög frá öllum olíufélögunum frá því flokkurinn var stofnaður árið 1998 í fjórum afhentum styrkjum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá flokknum en hann hefur það annars fyrir reglu að gefa ekki upp hverjir veita einstaka styrki nema þeir nemi meiru en 500 þúsund krónum á ári.

Innlent
Fréttamynd

Varð hált á svellinu

Kristinn Björnsson, fyrrverandi forstjóri Skeljungs, segir að skýrsla Samkeppnisstofnunar sé enginn Stóridómur í málinu gegn olíufélögunum. Niðurstöðum hennar hafi verið kröftuglega mótmælt. Hann vísar því á bug að forstjórar olíufélaganna hefðu reynt að fela slóðina en viðurkennir að honum hefði orðið hált á svellinu í einstaka tilfellum, án þess að hann vilji ræða þau sérstaklega.

Innlent
Fréttamynd

Hótað fyrir að kaupa Irving-olíur

Forsvarsmenn Olís hótuðu að setja eiganda smurverkstæðis á Höfn í Hornafirði á hausinn ef hann myndi kaupa smurolíur af umboðsmanni Irving á Íslandi. Þetta segir Olgeir Jóhannesson, sem rak Smur og dekk á Höfn í ellefu ár. Hann hætti rekstri fyrir skömmu.

Innlent
Fréttamynd

Óvissa um arftaka Þórólfs

R-listinn varpaði öndinni léttar við afsögn Þórólfs Árnasonar í gær. Hver höndin virðist hins vegar upp á móti annari um næsta borgarstjóra.

Innlent
Fréttamynd

Kristinn hætti í stjórn Straums

Kristinn Björnsson, fyrrverandi forstjóri Skeljungs, hætti sem stjórnarformaður fjárfestingarbankans Straums í gær, vegna opinberrar umræðu um meint samráð olíufélaganna. Með þessu segist Kristinn gæta hagsmuna Straums og koma í veg fyrir að bankinn blandist í umræðu sem sé bankanum algerlega óviðkomandi.

Innlent