Kærir olíufélag 8. desember 2004 00:01 Tæplega þrjátíu einstaklingar hafa haft samband við Neytendasamtökin og lýst yfir áhuga á þátttöku í skaðabótamáli gegn olíufélögunum vegna verðsamráðs. Neytendasamtökin hafa beðið fólk sem hefur safnað viðskiptanótum vegna bensínkaupa frá 1991 um að tilkynna það til samtakanna. Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, segir að nú séu starfsmenn samtakanna að fá sendar nótur þessa hóps til að kanna hvort þær séu nothæfar. Ef þær reynist það muni sérfræðingar fara yfir málið og kanna hvort hægt verði að stefna olíufélögunum. Hann telur líkurnar á því hafa aukist upp á síðkastið. Hins vegar verði ekki farið af stað ef það verði fyrirfram talið vonlaust að olíufélögin verði dæmd til að greiða skaðabætur. Stjórn samtakanna tekur ákvörðun um þetta á næstunni. Jóhannes biður fólk um að hafa samband við Neytendasamtökin ef það hafi safnað sama nótum vegna bensínkaupa og hafi áhuga á að láta samtökin reka fyrir sig hugsanlegt skaðabótamál. Kristinn Þórhallsson tók til máls á fundi Neytendasamtakanna í fyrrakvöld um olíusamráðið. Hann segist hafa verið trúr viðskiptavinur Olís í gegnum tíðina en ætli sér í mál gegn félaginu vegna verðsamráðs. Hann segist hættur að versla við olíufélögin sem tóku þátt í verðsamráðinu. Hann á kvittanir og mánaðaruppgjör vegna viðskipta sinna við Olís frá því árið 1993 og fram til 2001. Kristinn er meðlimur í Neytendasamtökunum og hann hefur snúið sér til þeirra eftir aðstoð. Eftir að hafa farið yfir viðskiptakvittanirnar áætlar Kristinn að olíufélagið hafi haft af honum um 300.000 krónur með samráðinu frá 1993 og þangað til upp komst um það. "Ég er ákveðinn í að fara með þetta mál alla leið þrátt fyrir að það kunni að taka mig nokkur ár því að ég vil sjá réttlætinu fullnægt. Mér er sama hvort ég fái eitthvað út úr þessu fjárhagslega því að þetta er eingöngu réttlætismál." Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Sjá meira
Tæplega þrjátíu einstaklingar hafa haft samband við Neytendasamtökin og lýst yfir áhuga á þátttöku í skaðabótamáli gegn olíufélögunum vegna verðsamráðs. Neytendasamtökin hafa beðið fólk sem hefur safnað viðskiptanótum vegna bensínkaupa frá 1991 um að tilkynna það til samtakanna. Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, segir að nú séu starfsmenn samtakanna að fá sendar nótur þessa hóps til að kanna hvort þær séu nothæfar. Ef þær reynist það muni sérfræðingar fara yfir málið og kanna hvort hægt verði að stefna olíufélögunum. Hann telur líkurnar á því hafa aukist upp á síðkastið. Hins vegar verði ekki farið af stað ef það verði fyrirfram talið vonlaust að olíufélögin verði dæmd til að greiða skaðabætur. Stjórn samtakanna tekur ákvörðun um þetta á næstunni. Jóhannes biður fólk um að hafa samband við Neytendasamtökin ef það hafi safnað sama nótum vegna bensínkaupa og hafi áhuga á að láta samtökin reka fyrir sig hugsanlegt skaðabótamál. Kristinn Þórhallsson tók til máls á fundi Neytendasamtakanna í fyrrakvöld um olíusamráðið. Hann segist hafa verið trúr viðskiptavinur Olís í gegnum tíðina en ætli sér í mál gegn félaginu vegna verðsamráðs. Hann segist hættur að versla við olíufélögin sem tóku þátt í verðsamráðinu. Hann á kvittanir og mánaðaruppgjör vegna viðskipta sinna við Olís frá því árið 1993 og fram til 2001. Kristinn er meðlimur í Neytendasamtökunum og hann hefur snúið sér til þeirra eftir aðstoð. Eftir að hafa farið yfir viðskiptakvittanirnar áætlar Kristinn að olíufélagið hafi haft af honum um 300.000 krónur með samráðinu frá 1993 og þangað til upp komst um það. "Ég er ákveðinn í að fara með þetta mál alla leið þrátt fyrir að það kunni að taka mig nokkur ár því að ég vil sjá réttlætinu fullnægt. Mér er sama hvort ég fái eitthvað út úr þessu fjárhagslega því að þetta er eingöngu réttlætismál."
Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Sjá meira