Kærir olíufélag 8. desember 2004 00:01 Tæplega þrjátíu einstaklingar hafa haft samband við Neytendasamtökin og lýst yfir áhuga á þátttöku í skaðabótamáli gegn olíufélögunum vegna verðsamráðs. Neytendasamtökin hafa beðið fólk sem hefur safnað viðskiptanótum vegna bensínkaupa frá 1991 um að tilkynna það til samtakanna. Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, segir að nú séu starfsmenn samtakanna að fá sendar nótur þessa hóps til að kanna hvort þær séu nothæfar. Ef þær reynist það muni sérfræðingar fara yfir málið og kanna hvort hægt verði að stefna olíufélögunum. Hann telur líkurnar á því hafa aukist upp á síðkastið. Hins vegar verði ekki farið af stað ef það verði fyrirfram talið vonlaust að olíufélögin verði dæmd til að greiða skaðabætur. Stjórn samtakanna tekur ákvörðun um þetta á næstunni. Jóhannes biður fólk um að hafa samband við Neytendasamtökin ef það hafi safnað sama nótum vegna bensínkaupa og hafi áhuga á að láta samtökin reka fyrir sig hugsanlegt skaðabótamál. Kristinn Þórhallsson tók til máls á fundi Neytendasamtakanna í fyrrakvöld um olíusamráðið. Hann segist hafa verið trúr viðskiptavinur Olís í gegnum tíðina en ætli sér í mál gegn félaginu vegna verðsamráðs. Hann segist hættur að versla við olíufélögin sem tóku þátt í verðsamráðinu. Hann á kvittanir og mánaðaruppgjör vegna viðskipta sinna við Olís frá því árið 1993 og fram til 2001. Kristinn er meðlimur í Neytendasamtökunum og hann hefur snúið sér til þeirra eftir aðstoð. Eftir að hafa farið yfir viðskiptakvittanirnar áætlar Kristinn að olíufélagið hafi haft af honum um 300.000 krónur með samráðinu frá 1993 og þangað til upp komst um það. "Ég er ákveðinn í að fara með þetta mál alla leið þrátt fyrir að það kunni að taka mig nokkur ár því að ég vil sjá réttlætinu fullnægt. Mér er sama hvort ég fái eitthvað út úr þessu fjárhagslega því að þetta er eingöngu réttlætismál." Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Kardínálarnir hittast til að skipuleggja útför Frans páfa Erlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Fleiri fréttir Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Sjá meira
Tæplega þrjátíu einstaklingar hafa haft samband við Neytendasamtökin og lýst yfir áhuga á þátttöku í skaðabótamáli gegn olíufélögunum vegna verðsamráðs. Neytendasamtökin hafa beðið fólk sem hefur safnað viðskiptanótum vegna bensínkaupa frá 1991 um að tilkynna það til samtakanna. Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, segir að nú séu starfsmenn samtakanna að fá sendar nótur þessa hóps til að kanna hvort þær séu nothæfar. Ef þær reynist það muni sérfræðingar fara yfir málið og kanna hvort hægt verði að stefna olíufélögunum. Hann telur líkurnar á því hafa aukist upp á síðkastið. Hins vegar verði ekki farið af stað ef það verði fyrirfram talið vonlaust að olíufélögin verði dæmd til að greiða skaðabætur. Stjórn samtakanna tekur ákvörðun um þetta á næstunni. Jóhannes biður fólk um að hafa samband við Neytendasamtökin ef það hafi safnað sama nótum vegna bensínkaupa og hafi áhuga á að láta samtökin reka fyrir sig hugsanlegt skaðabótamál. Kristinn Þórhallsson tók til máls á fundi Neytendasamtakanna í fyrrakvöld um olíusamráðið. Hann segist hafa verið trúr viðskiptavinur Olís í gegnum tíðina en ætli sér í mál gegn félaginu vegna verðsamráðs. Hann segist hættur að versla við olíufélögin sem tóku þátt í verðsamráðinu. Hann á kvittanir og mánaðaruppgjör vegna viðskipta sinna við Olís frá því árið 1993 og fram til 2001. Kristinn er meðlimur í Neytendasamtökunum og hann hefur snúið sér til þeirra eftir aðstoð. Eftir að hafa farið yfir viðskiptakvittanirnar áætlar Kristinn að olíufélagið hafi haft af honum um 300.000 krónur með samráðinu frá 1993 og þangað til upp komst um það. "Ég er ákveðinn í að fara með þetta mál alla leið þrátt fyrir að það kunni að taka mig nokkur ár því að ég vil sjá réttlætinu fullnægt. Mér er sama hvort ég fái eitthvað út úr þessu fjárhagslega því að þetta er eingöngu réttlætismál."
Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Kardínálarnir hittast til að skipuleggja útför Frans páfa Erlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Fleiri fréttir Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent