Skaðabótamál í undirbúningi 8. desember 2004 00:01 Bæði einstaklingar og fyrirtæki undirbúa skaðabótamál á hendur olíufélögunum vegna meints verðsamráðs. Lögfræðingur, sem tekið hefur málið að sér fyrir Neytendasamtökin, segir hvern þann sem getur sýnt fram á að hann hafi átt viðskipti við félögin geta látið reyna á rétt sinn. Á þriðja tug manna hefur sett sig í samband við Neytendasamtökin vegna úrskurðar Samkeppnisráðs um að olíufélögin hafi haft með sér verðsamráð frá árunum 1993 til 2001. Að sögn formanns Neytendasamtakanna hefur stjórn samtakanna ekki endanleg ákvörðun um málsókn ekki verið tekin, þótt allt bendi til þess að forsenda sé fyrir henni. Eggert B. Ólafsson héraðsdómslögmaður hefur verið fenginn til verksins en hann segist ekki geta skotið á það hve háar skaðabótakröfur fólksins gætu orðið. Fólkið myndi höfða skaðabótamál í eigin nafni en Neytendasamtökin taka skellinn, eða kostnaðinn, sem af slíku dómsmáli kynni að hljótast. Málshöfðun byggir á því hvað viðkomandi hefði átt að borga hefðu félögin ekki haft með sér verðsamráð og því er nauðsynlegt að nótur um bensínkaup á tímabilinu liggi fyrir. Það gæti því fjölgað í hópnum. Eggert segir að allir sem hafa eitthvað í höndunum til að styðja sínar kröfur, og hægt er að reikna meint tjón út frá, geti látið reyna á málshöfðun gegn olíufélögunum. Búast má við að langur tími líði áður en niðurstaða fæst í málið en væntanlega verður látið reyna á 53. ákvæði EES samningsins sem bannar verðsamráð og markaðsskiptingu En það eru ekki bara einstaklingar sem eru að kanna réttarstöðu sína gagnvart olíufélögunum þessa dagana því það sama er uppi á teningnum hjá mörgum fyrirtækjum. Hjá þeim gæti verið um verulegar fjárhæðir að ræða en kannski ekki hjá hinum almenna neytenda. Þar má geta sér til að gremja eða siðferðiskennd ráði för. Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Sjá meira
Bæði einstaklingar og fyrirtæki undirbúa skaðabótamál á hendur olíufélögunum vegna meints verðsamráðs. Lögfræðingur, sem tekið hefur málið að sér fyrir Neytendasamtökin, segir hvern þann sem getur sýnt fram á að hann hafi átt viðskipti við félögin geta látið reyna á rétt sinn. Á þriðja tug manna hefur sett sig í samband við Neytendasamtökin vegna úrskurðar Samkeppnisráðs um að olíufélögin hafi haft með sér verðsamráð frá árunum 1993 til 2001. Að sögn formanns Neytendasamtakanna hefur stjórn samtakanna ekki endanleg ákvörðun um málsókn ekki verið tekin, þótt allt bendi til þess að forsenda sé fyrir henni. Eggert B. Ólafsson héraðsdómslögmaður hefur verið fenginn til verksins en hann segist ekki geta skotið á það hve háar skaðabótakröfur fólksins gætu orðið. Fólkið myndi höfða skaðabótamál í eigin nafni en Neytendasamtökin taka skellinn, eða kostnaðinn, sem af slíku dómsmáli kynni að hljótast. Málshöfðun byggir á því hvað viðkomandi hefði átt að borga hefðu félögin ekki haft með sér verðsamráð og því er nauðsynlegt að nótur um bensínkaup á tímabilinu liggi fyrir. Það gæti því fjölgað í hópnum. Eggert segir að allir sem hafa eitthvað í höndunum til að styðja sínar kröfur, og hægt er að reikna meint tjón út frá, geti látið reyna á málshöfðun gegn olíufélögunum. Búast má við að langur tími líði áður en niðurstaða fæst í málið en væntanlega verður látið reyna á 53. ákvæði EES samningsins sem bannar verðsamráð og markaðsskiptingu En það eru ekki bara einstaklingar sem eru að kanna réttarstöðu sína gagnvart olíufélögunum þessa dagana því það sama er uppi á teningnum hjá mörgum fyrirtækjum. Hjá þeim gæti verið um verulegar fjárhæðir að ræða en kannski ekki hjá hinum almenna neytenda. Þar má geta sér til að gremja eða siðferðiskennd ráði för.
Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Sjá meira