Viðskiptalífið hafi lært lexíu 11. nóvember 2004 00:01 Davíð Oddsson utanríkisráðherra segist vona að viðskiptalífið hafi lært lexíu af olíumálinu. Getið er um tölvupóst á milli Kristins Björnssonar, forstjóra Skeljungs, og Einars Benediktssonar, forstjóra Olís, í skýrslu Samkeppnisstofnunar vegna viðtals við Davíð sem þá var forsætisráðherra. Hann sagði í viðtalinu að félögin ættu að geta lækkað olíuverð vegna aðstæðna á erlendum mörkuðum. Tölvupósturinn var merktur „Áríðandi trúnaðarmál, DO í Íslandi í dag“. Honum hafði verið eytt úr gagnasafni forstjóranna þegar starfsmenn Samkeppnisstofnunar komu höndum yfir það. Davíð Oddsson sagði í þættinum að það væri skynsamlegt ef olíufélögin lækkuðu verðið. Ummælin voru einnig spiluð í fréttatímum Bylgjunnar. Davíð segist ekki þekkja tiltekið dæmi en hann hafi nokkrum sinnum haft orð á því að olíufélögin væru tregari til að lækka verðið en að hækka það í takt við aðstæður á heimsmarkaði. Spurður hvort hann haft slíkt ægivald í íslensku viðskiptalífi að menn bregðist við þessum hætti í kjölfar ummæla hans segir Davíð að það hafi komið fyrir, t.d þegar hann hafi krafist af bönkunum að þeir lækkuðu vexti. Davíð segir að hann hafi þannig oft fundið að ýmsu í viðskiptalífinu, svo sem að ýmsir tækju ekki þátt í að halda niðri vöruverði og verðbólgu og treysta undirstöður kjarasamninga. Spurður hvort hann haldi að viðskiptamenn andi léttar núna þegar hann sé kominn í utanríkismál segist Davíð ekki vita neitt um það. Hann vonar hins vegar að allt verði með öðrum brag og að stjórnmálamenn þurfi ekki að vera einhverjir hrópendur eins og hann hafi kannski verið á þeim. „Ég vona að það læri allir lexíu af þessu. Ég vildi ekki vera í sporum blessaðra olíumannanna núna,“ segir Davíð og bætir við að kannski sé full hart gengið að þeim þessa dagana. Þeir þurfi vitanlega að fá að gera gein fyrir sínum málum og koma með sínar varnir. Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Stj.mál Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Sjá meira
Davíð Oddsson utanríkisráðherra segist vona að viðskiptalífið hafi lært lexíu af olíumálinu. Getið er um tölvupóst á milli Kristins Björnssonar, forstjóra Skeljungs, og Einars Benediktssonar, forstjóra Olís, í skýrslu Samkeppnisstofnunar vegna viðtals við Davíð sem þá var forsætisráðherra. Hann sagði í viðtalinu að félögin ættu að geta lækkað olíuverð vegna aðstæðna á erlendum mörkuðum. Tölvupósturinn var merktur „Áríðandi trúnaðarmál, DO í Íslandi í dag“. Honum hafði verið eytt úr gagnasafni forstjóranna þegar starfsmenn Samkeppnisstofnunar komu höndum yfir það. Davíð Oddsson sagði í þættinum að það væri skynsamlegt ef olíufélögin lækkuðu verðið. Ummælin voru einnig spiluð í fréttatímum Bylgjunnar. Davíð segist ekki þekkja tiltekið dæmi en hann hafi nokkrum sinnum haft orð á því að olíufélögin væru tregari til að lækka verðið en að hækka það í takt við aðstæður á heimsmarkaði. Spurður hvort hann haft slíkt ægivald í íslensku viðskiptalífi að menn bregðist við þessum hætti í kjölfar ummæla hans segir Davíð að það hafi komið fyrir, t.d þegar hann hafi krafist af bönkunum að þeir lækkuðu vexti. Davíð segir að hann hafi þannig oft fundið að ýmsu í viðskiptalífinu, svo sem að ýmsir tækju ekki þátt í að halda niðri vöruverði og verðbólgu og treysta undirstöður kjarasamninga. Spurður hvort hann haldi að viðskiptamenn andi léttar núna þegar hann sé kominn í utanríkismál segist Davíð ekki vita neitt um það. Hann vonar hins vegar að allt verði með öðrum brag og að stjórnmálamenn þurfi ekki að vera einhverjir hrópendur eins og hann hafi kannski verið á þeim. „Ég vona að það læri allir lexíu af þessu. Ég vildi ekki vera í sporum blessaðra olíumannanna núna,“ segir Davíð og bætir við að kannski sé full hart gengið að þeim þessa dagana. Þeir þurfi vitanlega að fá að gera gein fyrir sínum málum og koma með sínar varnir.
Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Stj.mál Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Sjá meira