Viðskiptalífið hafi lært lexíu 11. nóvember 2004 00:01 Davíð Oddsson utanríkisráðherra segist vona að viðskiptalífið hafi lært lexíu af olíumálinu. Getið er um tölvupóst á milli Kristins Björnssonar, forstjóra Skeljungs, og Einars Benediktssonar, forstjóra Olís, í skýrslu Samkeppnisstofnunar vegna viðtals við Davíð sem þá var forsætisráðherra. Hann sagði í viðtalinu að félögin ættu að geta lækkað olíuverð vegna aðstæðna á erlendum mörkuðum. Tölvupósturinn var merktur „Áríðandi trúnaðarmál, DO í Íslandi í dag“. Honum hafði verið eytt úr gagnasafni forstjóranna þegar starfsmenn Samkeppnisstofnunar komu höndum yfir það. Davíð Oddsson sagði í þættinum að það væri skynsamlegt ef olíufélögin lækkuðu verðið. Ummælin voru einnig spiluð í fréttatímum Bylgjunnar. Davíð segist ekki þekkja tiltekið dæmi en hann hafi nokkrum sinnum haft orð á því að olíufélögin væru tregari til að lækka verðið en að hækka það í takt við aðstæður á heimsmarkaði. Spurður hvort hann haft slíkt ægivald í íslensku viðskiptalífi að menn bregðist við þessum hætti í kjölfar ummæla hans segir Davíð að það hafi komið fyrir, t.d þegar hann hafi krafist af bönkunum að þeir lækkuðu vexti. Davíð segir að hann hafi þannig oft fundið að ýmsu í viðskiptalífinu, svo sem að ýmsir tækju ekki þátt í að halda niðri vöruverði og verðbólgu og treysta undirstöður kjarasamninga. Spurður hvort hann haldi að viðskiptamenn andi léttar núna þegar hann sé kominn í utanríkismál segist Davíð ekki vita neitt um það. Hann vonar hins vegar að allt verði með öðrum brag og að stjórnmálamenn þurfi ekki að vera einhverjir hrópendur eins og hann hafi kannski verið á þeim. „Ég vona að það læri allir lexíu af þessu. Ég vildi ekki vera í sporum blessaðra olíumannanna núna,“ segir Davíð og bætir við að kannski sé full hart gengið að þeim þessa dagana. Þeir þurfi vitanlega að fá að gera gein fyrir sínum málum og koma með sínar varnir. Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Stj.mál Mest lesið Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Erlent Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Erlent Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Erlent Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Innlent Sólmyrkvi á laugardaginn Innlent Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Innlent Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Fleiri fréttir Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Bannað að heita Gríndal og Illuminati Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Segir ekkert eðlilegt við starfslokasamning Sameykis Barnavernd með í för þegar lögregla stöðvaði ræktun í Mosfellsbæ Minnist móður sinnar sem lést í morgun Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Nýbakaðir foreldrar sjúkir í nafnið Aþenu Kynna nýjan rektor í dag að loknu kjöri Fjarlægja plasthanska af dælum og gefa fjölnota í staðinn Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna Sjá meira
Davíð Oddsson utanríkisráðherra segist vona að viðskiptalífið hafi lært lexíu af olíumálinu. Getið er um tölvupóst á milli Kristins Björnssonar, forstjóra Skeljungs, og Einars Benediktssonar, forstjóra Olís, í skýrslu Samkeppnisstofnunar vegna viðtals við Davíð sem þá var forsætisráðherra. Hann sagði í viðtalinu að félögin ættu að geta lækkað olíuverð vegna aðstæðna á erlendum mörkuðum. Tölvupósturinn var merktur „Áríðandi trúnaðarmál, DO í Íslandi í dag“. Honum hafði verið eytt úr gagnasafni forstjóranna þegar starfsmenn Samkeppnisstofnunar komu höndum yfir það. Davíð Oddsson sagði í þættinum að það væri skynsamlegt ef olíufélögin lækkuðu verðið. Ummælin voru einnig spiluð í fréttatímum Bylgjunnar. Davíð segist ekki þekkja tiltekið dæmi en hann hafi nokkrum sinnum haft orð á því að olíufélögin væru tregari til að lækka verðið en að hækka það í takt við aðstæður á heimsmarkaði. Spurður hvort hann haft slíkt ægivald í íslensku viðskiptalífi að menn bregðist við þessum hætti í kjölfar ummæla hans segir Davíð að það hafi komið fyrir, t.d þegar hann hafi krafist af bönkunum að þeir lækkuðu vexti. Davíð segir að hann hafi þannig oft fundið að ýmsu í viðskiptalífinu, svo sem að ýmsir tækju ekki þátt í að halda niðri vöruverði og verðbólgu og treysta undirstöður kjarasamninga. Spurður hvort hann haldi að viðskiptamenn andi léttar núna þegar hann sé kominn í utanríkismál segist Davíð ekki vita neitt um það. Hann vonar hins vegar að allt verði með öðrum brag og að stjórnmálamenn þurfi ekki að vera einhverjir hrópendur eins og hann hafi kannski verið á þeim. „Ég vona að það læri allir lexíu af þessu. Ég vildi ekki vera í sporum blessaðra olíumannanna núna,“ segir Davíð og bætir við að kannski sé full hart gengið að þeim þessa dagana. Þeir þurfi vitanlega að fá að gera gein fyrir sínum málum og koma með sínar varnir.
Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Stj.mál Mest lesið Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Erlent Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Erlent Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Erlent Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Innlent Sólmyrkvi á laugardaginn Innlent Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Innlent Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Fleiri fréttir Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Bannað að heita Gríndal og Illuminati Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Segir ekkert eðlilegt við starfslokasamning Sameykis Barnavernd með í för þegar lögregla stöðvaði ræktun í Mosfellsbæ Minnist móður sinnar sem lést í morgun Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Nýbakaðir foreldrar sjúkir í nafnið Aþenu Kynna nýjan rektor í dag að loknu kjöri Fjarlægja plasthanska af dælum og gefa fjölnota í staðinn Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna Sjá meira