Skóla- og menntamál

Fréttamynd

Helga Sigríður skipuð rektor MS

Helga Sigríður Þórsdóttir hefur verið skipuð rektor Menntaskólans við Sund. Hún hefur verið konrektors skólans frá árinu 2017 en áður starfaði hún sem deildarstjóri og aðstoðardeildarstjóri við leikskóla í Noregi.

Innlent
Fréttamynd

Börnin verða flutt úr Fossvogsskóla

Stefnt er að því að finna nýtt húsnæði undir kennslu fyrir nemendur í Fossvogsskóla frá og með mánudegi. Börnin munu ekki þurfa að mæta aftur í húsnæði skólans og er nú unnið að skipulagi.

Innlent
Fréttamynd

Hið sænska Nordtech Group festir kaup á InfoMentor

Sænska fjárfestingafyrirtækið Nordtech Group AB fest kaup á öllu hlutafé í íslenska náms- og upplýsingatæknifyrirtækinu InfoMentor. Framkvæmdastjóri InfoMentor segir að kaupunum fylgi engar sérstakar breytingar á rekstrinum hér á landi eða í umhverfi starfsfólks fyrirtækisins.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Kraftar menntunar leysast úr læðingi

Áskoranir veirufaraldurs og sú atburðarás jarðhræringa sem við upplifum nú undirstrika enn og aftur mikilvægi samfélagslegrar samstöðu við að leysa flókin verkefni.

Skoðun
Fréttamynd

Stefán Þorleifsson er látinn

Stefán Þorleifsson fyrrverandi íþróttakennari og fyrrverandi framkvæmdastjóri Fjórðungssjúkrahússins í Neskaupstað, lést þann 14.mars á 105. aldursári. Stefán var elsti karlmaður landsins.

Innlent
Fréttamynd

Tóku í­þrótta­salinn í gegn og úr varð full­búið leik­hús

Það heyrir almennt ekki til tíðinda að framhaldsskólar setji á svið leikrit, tónleika eða söngleiki, enda hefur slíkt tíðkast hjá nemendafélögum víðs vegar um landið svo lengi sem elstu stúdentar muna. Á tímum kórónuveirunnar hefur það þó reynst menntaskólanemum ærið verkefni, þar sem samkomutakmarkanir og minna aðgengi að sýningarstöðum hefur haft sitt að segja.

Lífið
Fréttamynd

Vaka kynnir fram­boðs­lista sína

Vaka, hagsmunafélag stúdenta kynnti í kvöld framboðslista sína til Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Kosningar til stúdentaráðs fara fram 24. og 25. mars næstkomandi.

Innlent
Fréttamynd

Röskva kynnir fram­boðs­listana

Framboðslistar Röskvu – samtaka félagshyggjufólks við Háskóla Íslands vegna kosninga til Stúdentaráðs Háskóla Íslands voru kynntir í kvöld. Kosningarnar fara fram 24. og 25. mars næstkomandi.

Innlent
Fréttamynd

Sam­ræmdum prófum í ensku og stærð­fræði af­lýst

Samræmdum prófum í ensku og stærðfræði, sem átti að leggja rafrænt fyrir nemendur í 9. bekk í næstu viku, hefur verið aflýst. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, tók þessa ákvörðun vegna hagsmuna nemenda og sjónarmiða skólasamfélagsins.

Innlent
Fréttamynd

Hugsum sam­ræmd próf upp á nýtt

Þegar samræmd próf voru tekin upp um miðjan áttunda áratug síðustu aldar voru þau að nokkru leyti til marks um nýja hugsun í skólastarfi. Þar með lauk þriggja áratuga tilraun sem hnitaðist að mestu um landspróf. Á bak við landspróf var frómur tilgangur.

Skoðun
Fréttamynd

Börn í Kópavogi slegin eftir uppákomu í vettvangsferð

Nemendur í fjórða bekk í Hörðuvallaskóla í Kópavogi lentu í heldur óskemmtilegri uppákomu í strætisvagni á leiðinni heim úr vettvangsferð í dag. Karlmaður í annarlegu ástandi hrópaði ókvæðisorð yfir börnin og sparkaði til nokkurra nemenda.

Innlent
Fréttamynd

Boðar breytt fyrirkomulag samræmdra prófa á næsta ári

Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra segir að fjölbreytt, stutt og hnitmiðuð rafræn próf og verkefni verði notuð til að kanna stöðu nemenda og bera saman frá og með næsta ári. Hún segir mjög mikilvægt að fram fari samræmt mat svo hver og einn nemandi viti hvar hann standi.

Innlent
Fréttamynd

Fresta samræmdu prófunum og breyta fyrirkomulagi

Ákveðið hefur verið að fresta samræmdum prófum hjá nemendum í 9. bekk grunnskóla sem fara áttu fram fyrri hluta þessarar viku. Próftaka hefst mánudaginn 15. mars og þá hafa grunnskólarnir tveggja vikna glugga til að stilla upp prófunum hjá sér í íslensku, stærðfræði og ensku.

Innlent
Fréttamynd

Enn á ný vandræði með samræmdu prófin

Nemendur í 9. bekk víða um land eiga í erfiðleikum með að þreyta samræmd könnunarpróf í íslensku. Forstjóri Menntamálastofnunar sem sér um framkvæmd prófsins segir málið í skoðun. Það tengist þjónustuaðila erlendis. Svo virðist sem vandamálið sé í sumum skólum en öðrum ekki.

Innlent
Fréttamynd

Telur ekki rétt að rífa Fossvogsskóla en fólk með mygluóþol þoli ástandið illa

Sveppafræðingur Náttúrufræðistofnunar Íslands sem greindi sýni í desember úr Fossvogsskóla segir að þó mygla hafi minnkað þar frá síðustu rannsókn hafi hlutfallslega mikið fundist af einni sveppategund. Tegundin sem kallast kúlustrýnebba getur valdið valdið fólki með sveppaóþol miklum óþægindum. Hún telur að ekki þurfi að rífa skólann en erfitt geti verið erfitt að finna upptök myglunnar.

Innlent
Fréttamynd

Stórum hluta Álfhólsskóla lokað vegna myglu

Einni álmu í Álfhólsskóla í Kópavogi verður lokað vegna myglu sem fundist hefur í þaki byggingarinnar. Lokunin tekur gildi frá og með morgundeginum og er gerð í varúðarskyni til að vernda nemendur og starfsmenn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kópavogsbæ.

Innlent
Fréttamynd

Mikil­vægi mennta­stefnu á breyttum vinnu­markaði

VR verður að vera í fremstu röð þegar kemur að stuðningi við sitt félagsfólk þegar kemur að þeim breytingum sem nú eru að verða á vinnumarkaði. Undanfarin ár höfum við í stjórn VR unnið að því að undirbúa okkur fyrir framtíðina vegna þeirra breytinga sem eru að verða á vinnumarkaði.

Skoðun
Fréttamynd

„Staðan í Foss­vogs­skóla er graf­alvar­leg“

Móðir stúlku í Fossvogsskóla er afar ósátt við að ekki eigi að bregðast við svartri skýrslu um myglu í Fossvogsskóla. Hún kennir dóttur sinni heima. Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks vill helst láta rífa skólann en borgaryfirvöld vilja ekki grípa til svo róttækra aðgerða.

Innlent