Sektar Mentor um 3,5 milljónir vegna öryggisbrestsins Atli Ísleifsson skrifar 4. maí 2021 11:27 Vegna veikleika í kerfinu gátu tveir aðilar, einn á Íslandi og annar í Svíþjóð, nálgast kennitölur og myndir, svokallaða avatars, samtals 424 barna án þess að hafa til þess heimild. Vísir/Samsett Persónuvernd hefur lagt 3,5 milljóna króna stjórnvaldssekt InfoMentor ehf. vegna öryggisbrests sem átti sér stað í vefkerfinu Mentor í febrúar 2019. Vegna veikleika í kerfinu gátu tveir aðilar, einn á Íslandi og annar í Svíþjóð, nálgast kennitölur og myndir, svokallaða avatars, samtals 424 barna án þess að hafa til þess heimild. Frá þessu segir á vef Persónuverndar. Þar segir að veikleikinn hafi falist í því að sex stafa kerfisnúmer nemenda hafi verið sýnileg í vefslóð tiltekinnar síðu í Mentor-kerfinu og unnt hefði verið að nálgast þær persónuupplýsingar sem þar var að finna með því einu að breyta tölum í viðkomandi vefslóð. „InfoMentor ehf. gekkst við því að mannleg mistök hefðu orðið til þess að lagfæringu veikleikans hefði ekki verið lokið að fullu, þrátt fyrir að fyrirmæli hefðu verið gefin þar um. Þannig hafði lausn þegar verið þróuð, en ekki innleidd í kerfið fyrr en eftir að fyrirtækinu varð kunnugt um öryggisbrestinn. Taldi Persónuvernd að koma hefði mátt í veg fyrir öryggisbrestinn með fullnægjandi eftirfylgni og prófunum öryggisráðstafana.“ Sendu líka kennitölur barnanna til rangra skóla og persónuverndarfulltrúa Persónuvernd komst að þeirri niðurstöðu að InfoMentor hefði ekki tryggt öryggi persónuupplýsinga innan Mentor-kerfisins með þeim hætti sem áskilið er persónuverndarlögum. Persónuvernd taldi sömuleiðis að InfoMentor hafi ekki tryggt fullnægjandi öryggi persónuupplýsinga þeirra skráðu einstaklinga sem urðu fyrir áhrifum öryggisbrestsins þegar fyrirtækið sendi kennitölur hlutaðeigandi einstaklinga í nokkrum tilvikum til rangra skóla og persónuverndarfulltrúa. Helga Þórisdóttir er forstjóri Persónuverndar.Vísir/Egill „Við ákvörðun stjórnvaldssektarinnar var einkum horft til fjölda þeirra skráðu einstaklinga sem öryggisbresturinn hafði áhrif á og sem hefðu getað orðið fyrir áhrifum hans með tilliti til fjölda notenda Mentor-kerfisins. Einnig hafði mikla þýðingu að um var að ræða persónuupplýsingar barna sem njóta sérstakrar verndar laga nr. 90/2018 og reglugerðarinnar. Þá taldi Persónuvernd þurfa að gera enn ríkari kröfur en ella til InfoMentors ehf. sem vinnsluaðila í ljósi þess að meginstarfsemi fyrirtækisins felst í þróun og rekstri vefkerfis sem er sérstaklega ætlað fyrir vinnslu persónuupplýsinga um börn. Á hinn bóginn benti ekkert til þess að skráðir einstaklingar hefðu orðið fyrir tjóni vegna öryggisbrestsins, auk þess sem InfoMentor ehf. lagði fram gögn sem sýndu fram á ýmsar ráðstafanir sem fyrirtækið hafði gripið til með það að markmiði að tryggja öryggi persónuupplýsinga í Mentor-kerfinu. Þótti stjórnvaldssektin því hæfilega ákveðin kr. 3.500.000,“ segir á vef Persónuverndar. Persónuvernd Skóla - og menntamál Grunnskólar Mest lesið 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Neytendur Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fleiri fréttir 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Sjá meira
Frá þessu segir á vef Persónuverndar. Þar segir að veikleikinn hafi falist í því að sex stafa kerfisnúmer nemenda hafi verið sýnileg í vefslóð tiltekinnar síðu í Mentor-kerfinu og unnt hefði verið að nálgast þær persónuupplýsingar sem þar var að finna með því einu að breyta tölum í viðkomandi vefslóð. „InfoMentor ehf. gekkst við því að mannleg mistök hefðu orðið til þess að lagfæringu veikleikans hefði ekki verið lokið að fullu, þrátt fyrir að fyrirmæli hefðu verið gefin þar um. Þannig hafði lausn þegar verið þróuð, en ekki innleidd í kerfið fyrr en eftir að fyrirtækinu varð kunnugt um öryggisbrestinn. Taldi Persónuvernd að koma hefði mátt í veg fyrir öryggisbrestinn með fullnægjandi eftirfylgni og prófunum öryggisráðstafana.“ Sendu líka kennitölur barnanna til rangra skóla og persónuverndarfulltrúa Persónuvernd komst að þeirri niðurstöðu að InfoMentor hefði ekki tryggt öryggi persónuupplýsinga innan Mentor-kerfisins með þeim hætti sem áskilið er persónuverndarlögum. Persónuvernd taldi sömuleiðis að InfoMentor hafi ekki tryggt fullnægjandi öryggi persónuupplýsinga þeirra skráðu einstaklinga sem urðu fyrir áhrifum öryggisbrestsins þegar fyrirtækið sendi kennitölur hlutaðeigandi einstaklinga í nokkrum tilvikum til rangra skóla og persónuverndarfulltrúa. Helga Þórisdóttir er forstjóri Persónuverndar.Vísir/Egill „Við ákvörðun stjórnvaldssektarinnar var einkum horft til fjölda þeirra skráðu einstaklinga sem öryggisbresturinn hafði áhrif á og sem hefðu getað orðið fyrir áhrifum hans með tilliti til fjölda notenda Mentor-kerfisins. Einnig hafði mikla þýðingu að um var að ræða persónuupplýsingar barna sem njóta sérstakrar verndar laga nr. 90/2018 og reglugerðarinnar. Þá taldi Persónuvernd þurfa að gera enn ríkari kröfur en ella til InfoMentors ehf. sem vinnsluaðila í ljósi þess að meginstarfsemi fyrirtækisins felst í þróun og rekstri vefkerfis sem er sérstaklega ætlað fyrir vinnslu persónuupplýsinga um börn. Á hinn bóginn benti ekkert til þess að skráðir einstaklingar hefðu orðið fyrir tjóni vegna öryggisbrestsins, auk þess sem InfoMentor ehf. lagði fram gögn sem sýndu fram á ýmsar ráðstafanir sem fyrirtækið hafði gripið til með það að markmiði að tryggja öryggi persónuupplýsinga í Mentor-kerfinu. Þótti stjórnvaldssektin því hæfilega ákveðin kr. 3.500.000,“ segir á vef Persónuverndar.
Persónuvernd Skóla - og menntamál Grunnskólar Mest lesið 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Neytendur Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fleiri fréttir 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Sjá meira