Ókeypis tíðavörur í Skagafirði Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 2. maí 2021 13:05 Tíðarvörunar verða ókeypis frá haustinu 2021 í Skagafirði fyrir ungmenni í sveitarfélaglinu. Aðsend Mikil ánægja er í Sveitarfélaginu Skagafirði með þá ákvörðun byggðarráðs að boðið verði upp á fríar tíðavörur fyrir ungmenni í grunnskólum og félagsmiðstöðvum í Skagafirði frá næsta hausti. Það var Álfhildur Leifsdóttir, sem situr í sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar fyrir VG og óháð í minni hlutanum, sem lagði fram tillöguna í byggðarráði og var hún samþykkt með öllum greiddum atkvæðum. „Já, ég mætti á fund með nokkrum miðaldra karlmönnum í byggðarráði, sem tóku svona ljómandi vel í þetta drengirnir. Þeim þótti þetta bara jafn sjálfsagt og mér. Þetta er mjög gleðilegt en þetta er þó ekki nýtt af nálinni. Tillagan kemur upphaflega frá fulltrúa í ungmennaráði á höfuðborgarsvæðinu, Sögu Maríu Sæþórsdóttur og svo var þetta tekið upp í nokkrum flokkum, meðal annars hjá Vinstri grænum í borginni, höfuðborginni núna í febrúar og samþykkt þar,“ segir Álfhildur. Álfhildur sem er grunnskólakennari á Sauðárkróki segir málefni tíðavara of mikið feimnismál. „Þetta er ekki alltaf tímasett hvenær stúlkur fara á blæðingar. Það getur aukið á kvíða í skólanum þegar þetta gerist fyrirvaralaust og það eru ekki tíðavörur meðferðis.“ Álfhildur segir að kostnaður sveitarfélagsins sé óverulegur vegna málsins, hér sé bara um sjálfsagða þjónustu að ræða. Hún hvetur þau sveitarfélög, sem eru ekki með ókeypis tíðavörur í dag fyrir sín ungmenni að drífa í því að koma því í gegnum stjórnkerfið. En eru unglingsstúlkur í Skagafirði ekki ánægðar með framtak sveitarfélagsins? „Jú, ég hugsa það, þetta verði bara þægilegra fyrir þær, að þetta sé svona sjálfsagt og feimnislaust aðgengi að þessu,“ segir Álfhildur alsæl með tillögu sína, sem var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum í byggðarráði. Álfhildur Leifsdóttir, sveitarstjórnarmaður í Sveitarfélaginu Skagafirði, sem lagði tillöguna fram um fríar tíðavörur fyrir ungmenni í sveitarfélaginu.Aðsend Skagafjörður Grunnskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Erlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Fleiri fréttir Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Sjá meira
Það var Álfhildur Leifsdóttir, sem situr í sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar fyrir VG og óháð í minni hlutanum, sem lagði fram tillöguna í byggðarráði og var hún samþykkt með öllum greiddum atkvæðum. „Já, ég mætti á fund með nokkrum miðaldra karlmönnum í byggðarráði, sem tóku svona ljómandi vel í þetta drengirnir. Þeim þótti þetta bara jafn sjálfsagt og mér. Þetta er mjög gleðilegt en þetta er þó ekki nýtt af nálinni. Tillagan kemur upphaflega frá fulltrúa í ungmennaráði á höfuðborgarsvæðinu, Sögu Maríu Sæþórsdóttur og svo var þetta tekið upp í nokkrum flokkum, meðal annars hjá Vinstri grænum í borginni, höfuðborginni núna í febrúar og samþykkt þar,“ segir Álfhildur. Álfhildur sem er grunnskólakennari á Sauðárkróki segir málefni tíðavara of mikið feimnismál. „Þetta er ekki alltaf tímasett hvenær stúlkur fara á blæðingar. Það getur aukið á kvíða í skólanum þegar þetta gerist fyrirvaralaust og það eru ekki tíðavörur meðferðis.“ Álfhildur segir að kostnaður sveitarfélagsins sé óverulegur vegna málsins, hér sé bara um sjálfsagða þjónustu að ræða. Hún hvetur þau sveitarfélög, sem eru ekki með ókeypis tíðavörur í dag fyrir sín ungmenni að drífa í því að koma því í gegnum stjórnkerfið. En eru unglingsstúlkur í Skagafirði ekki ánægðar með framtak sveitarfélagsins? „Jú, ég hugsa það, þetta verði bara þægilegra fyrir þær, að þetta sé svona sjálfsagt og feimnislaust aðgengi að þessu,“ segir Álfhildur alsæl með tillögu sína, sem var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum í byggðarráði. Álfhildur Leifsdóttir, sveitarstjórnarmaður í Sveitarfélaginu Skagafirði, sem lagði tillöguna fram um fríar tíðavörur fyrir ungmenni í sveitarfélaginu.Aðsend
Skagafjörður Grunnskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Erlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Fleiri fréttir Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Sjá meira