Filippseyjar Skutu skotflaug í Kyrrhafið í fyrsta sinn í rúm fjörutíu ár Kínverjar framkvæmdu í morgun tilraun með langdræga skotflaug sem borið getur kjarnorkuvopn. Eldflaugin bar gervi-sprengiodd og var henni skotið í Kyrrahafi en þetta er í fyrsta sinn í nokkra áratugi sem Kínverjar gera tilraun sem þessa. Erlent 25.9.2024 14:01 Fyrstur til að skora fjögurra stiga körfu Hugmyndin um fjögurra stiga körfur í körfubolta er orðin að veruleika og nú hefur verið skoruð fyrsta fjögurra stiga karfan í opinberum körfuboltaleik. Körfubolti 19.8.2024 13:30 Barist við olíuleka og flóð í kjölfar fellibylsins Gaemi Yfirvöld á Filippseyjum berjast nú við að takmarka olíuleka frá tankskipinu MT Terra Nova, sem fór á hliðina þegar fellibylurinn Gaemi gekk yfir. Um borð voru 1,5 milljón lítrar af olíu, sem óttast er að gætu náð ströndum höfuðborgarinnar Manila. Erlent 25.7.2024 08:18 Bæjarstjóri sakaður um að vera njósnari: „Enginn veit hver hún er“ Bæjarstjóri filippseyska bæjarins Bamban er nú skyndilega í kastljósi fjölmiðla, bæði innan Filippseyja sem utan, vegna ásakanna um að hún sé í raun og veru að vinna fyrir Kína. Erlent 19.5.2024 08:36 Krossfesting Jesú sett á svið í Filippseyjum Krossfesting Jesú var sett á svið á Filippseyjum í dag þegar fámennur hópur kaþólskra tilbiðjenda freistaði þess að upplifa síðustu stundir Krists. Erlent 29.3.2024 22:12 Beittu vatnsfallbyssum til að stöðva birgðaflutninga Yfirvöld á Filippseyjum segja fjóra sjóliða hafa slasast lítillega þegar kínversku strandgæsluskipi var siglt utan í skip frá Filippseyjum og vatnsfallbyssum beitt gegn sjóliðum. Kínverjar voru þá að reyna að koma í veg fyrir siglingu skipanna frá Filippseyjum. Erlent 5.3.2024 13:35 Kennir erlendum hryðjuverkamönnum um Ferdinand Marcos yngri, forseti Filippseyja vill meina að erlendir hryðjuverkamenn beri ábyrgð á sprengingu sem varð í borginni Marawi. Erlent 3.12.2023 09:24 Spenna og ásiglingar í Suður-Kínahafi Yfirvöld á Filippseyjum segja áhöfn kínversks strandgæsluskips hafa siglt utan í tvö filippseysk skip í gær. Verið var að sigla filippseysku skipunum til Second Thomas-grynninga og var verið að flytja birgðir til hermanna þar. Engan sakaði. Erlent 23.10.2023 13:38 Bianca brýtur blað í sögu Formúlu 1 liðs McLaren Hin 18 ára gamla Bianca Bustamante verður fyrsti kvenkyns þróunarökumaður Formúlu 1 liðs McLaren. Þetta kemur fram í tilkynningu frá liðinu. Formúla 1 19.10.2023 13:02 Skoða að rukka nýja notendur um dal á ári Nýir notendur X, áður Twitter, í Nýja Sjálandi og á Filippseyjum, munu þurfa að greiða einn dal á ári fyrir þau forréttindi að nota samfélagsmiðilinn. Þetta er tilraunaverkefni hjá X, sem kallast Not A Bot, eða Ekki þjarki, og á að draga úr fjölda svokallaðra botta. Viðskipti erlent 18.10.2023 10:38 Fjarlægðu flotgirðingu í Suður-Kínahafi Yfirvöld á Filippseyjum segjast hafa fjarlægt flotgirðingu sem Kínverjar komu fyrir við vinsælar fiskislóðir í Suður-Kínahafi. Kínverjar höfðu komið girðingunni fyrir til að koma í veg fyrir að sjómenn frá Filippseyjum kæmust að Scarborough-rifi. Erlent 25.9.2023 15:29 Minnst þrjátíu og einn látinn eftir eldsvoða í ferju Minnst 31 er látinn og sjö er saknað eftir að eldur kviknaði í ferju við Filippseyjar í nótt. Eldurinn logaði í um átta klukkustundir en björgunaraðilum tókst að bjarga rúmlega tvö hundruð manns. Erlent 30.3.2023 12:11 Níu hjúkrunarfræðingar frá Filippseyjum ráðnir til HSU Níu hjúkrunarfræðingar og einn geislafræðingur frá Filippseyjum hafa verið ráðnir til starfa hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands og nú er leitað að átta starfsmönnum til viðbótar frá útlöndum. Innlent 13.3.2023 20:09 Fundu mennina látna á eldfjallinu Yfirvöld í Filippseyjum hafa staðfest að mennirnir fjórir sem voru týndir eftir að flugvél brotlenti á Mayon-eldfjallinu séu látnir. Teymi vinnur nú að því að koma líkum mannanna niður af fjallinu. Erlent 23.2.2023 07:28 Fundu flugvélarflak á eldfjalli Yfirvöld á Filippseyjum hafa sent björgunarhópa upp á óvirka eldfjallið Mayon í leit að fjórum mönnum sem taldir eru hafa brotlent á fjallinu. Í gær náðu björgunaraðilar að staðsetja flugvélarflak mannanna ofan á fjallinu. Erlent 21.2.2023 07:21 Minnst 45 látnir vegna óveðurs á Filippseyjum Minnst 45 eru látnir og sextíu er saknað eftir skyndiflóð og aurskriður sunnanverðum á Filippseyjum í kjölfar gífurlegrar rigningar. Yfirvöld sögðu í fyrstu að minnst 72 hefðu látið lífið en lækkuðu töluna fljótt. Erlent 29.10.2022 08:05 Tæplega tvö hundruð sluppu ómeidd úr flugslysi Tæplega tvö hundruð sluppu ómeidd eftir að flugvél sem þau voru um borð í brotlenti á flugvelli á Filippseyjum. Flugstjórarnir höfðu gert tvær tilraunir til að lenda vélinni áður en það loks tókst en þá lenti vélin út af flugbrautinni og skemmdist. Erlent 24.10.2022 09:52 Rannsaka lottóið í Filippseyjum eftir að 433 unnu Leiðtogi minnihlutans á filippseyska þinginu hefur kallað eftir því að dráttur lottósins þar í landi verði skoðaður eftir 433 manns unnu stærsta vinninginn. Allar tölurnar sem dregnar voru margfeldi af níu en líkurnar á svo mörgum sigurvegurum eru stjarnfræðilegar. Erlent 4.10.2022 08:08 Kraftmikill jarðskjálfti að stærðinni sjö á Filippseyjum Að minnsta kosti tvö eru látin eftir að kraftmikill jarðskjálfti að stærðinni sjö reið yfir á Filippseyjum í nótt. Upptök jarðskjálftans voru á norðanmegin á stærstu eyju landsins um 300 kílómetra frá höfuðborginni Manila. Erlent 27.7.2022 06:50 Þrír skotnir til bana við útskriftarathöfn í Filippseyjum Þrír voru skotnir til bana við úrskriftarathöfn úr háskólanum Ateneo de Manila á höfuðborgarsvæði Filippseyja í gær. Árásarmaðurinn var handtekinn eftir eftirför lögreglu en hann hafði reynt að flýja vettvang. Erlent 25.7.2022 07:38 Marcos orðinn leiðtogi Filippseyja á ný Ferdinand Marcos yngri sór í morgun embættiseið sinn sem forseti Filippseyja og hefur því tekið við völdum í landinu af hinum umdeilda Rodrigo Duterte. Erlent 30.6.2022 07:51 Fyrirskipa enn og aftur lokun fréttaveitu Nóbelsverðlaunahafa Yfirvöld á Filippseyjum hafa enn á ný fyrirskipað að fréttaveitunni Rappler verði lokað en hún er stofnuð af Maríu Ressa, sem fékk friðarverðlaun Nóbels fyrir mannréttindabaráttu sína á síðasta ári. Erlent 29.6.2022 06:59 Öskugos hafið á Filippseyjum Öskugos hófst á Filippseyjum í morgun í fjalli suðaustur af Maníla, höfuðborg landsins. Öskuskýið frá fjallinu nær um kílómeter upp í himininn og ösku hefur rignt yfir nærliggjandi bæi. Erlent 5.6.2022 17:15 Mótmæli á Filippseyjum eftir kosningasigur Marcos Hundruð námsmanna mótmæltu kosningasigri Ferdinands Marcos yngri fyrir utan skrifstofur kjörstjórnar eftir forsetakosningarnar á Filippseyjum í dag. Sonur einræðisherrann er fyrsti frambjóðandinn í seinni tíð sem vinnur hreinan meirihluta í forsetakosningum. Erlent 10.5.2022 09:35 Sonur einræðisherrans gæti unnið stórsigur Kosið er til forseta Filippseyja í dag og stefnir í að Ferdinand Marcos yngri, sonur alræmds einræðisherra eyjanna, gæti unnið yfirburðasigur. Búist er við mikilli kjörsókn en ekki er ljóst hvenær endanleg úrslit liggja fyrir. Erlent 9.5.2022 10:23 Hvítþvottur á ímynd einræðisherrans gæti skilað syni hans á forsetastól Fórnarlömbum einræðisherrans Ferdinands Marcos hrýs hugur við því að sonur hans sigri í forsetakosningum sem fara fram í næstu viku. Skoðanakannanir benda til sigurs Marcos yngri sem hefur lagt sig allan fram um að hvítþvo ímynd fjölskyldu sinnar. Erlent 5.5.2022 09:17 Tala látinna hækkar á Filippseyjum Tala látinna á Filippseyjum eftir hitabeltisstorminn Megi heldur áfram að hækka. Erlent 13.4.2022 08:30 25 látnir á Filippseyjum vegna hitabeltisstormsins Megi Að minnsta kosti 25 eru látnir á Filippseyjum eftir að hitabeltisstormurinn Megi gekk yfir landið. Mesta tjónið hefur orðið í flóðum og aurskriðum og eru björgunarsveitir enn að störfum við að bjarga fólki sem hefur orðið innlyksa á austur- og suðurströndum eyjaklasans. Erlent 12.4.2022 07:33 Einræðissonurinn fær að bjóða sig fram til forseta Einræðisherrasonurinn Ferdinand Marcos yngri fær að bjóða sig fram til forseta Filippseyja þrátt fyrir að hafa verið dæmdur fyrir skattsvik, á meðan hann var í opinberu embætti. Erlent 17.1.2022 11:18 Hótar óbólusettum aftur handtökum Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, hótaði því í dag að láta handtaka óbólusett fólk ef þau yfirgefi heimili sín. Faraldur kórónuveirunnar þar í landi er í mikilli dreifingu en fjöldi nýsmitaðra hefur tvöfaldast á nokkrum dögum. Erlent 6.1.2022 15:30 « ‹ 1 2 3 4 5 … 5 ›
Skutu skotflaug í Kyrrhafið í fyrsta sinn í rúm fjörutíu ár Kínverjar framkvæmdu í morgun tilraun með langdræga skotflaug sem borið getur kjarnorkuvopn. Eldflaugin bar gervi-sprengiodd og var henni skotið í Kyrrahafi en þetta er í fyrsta sinn í nokkra áratugi sem Kínverjar gera tilraun sem þessa. Erlent 25.9.2024 14:01
Fyrstur til að skora fjögurra stiga körfu Hugmyndin um fjögurra stiga körfur í körfubolta er orðin að veruleika og nú hefur verið skoruð fyrsta fjögurra stiga karfan í opinberum körfuboltaleik. Körfubolti 19.8.2024 13:30
Barist við olíuleka og flóð í kjölfar fellibylsins Gaemi Yfirvöld á Filippseyjum berjast nú við að takmarka olíuleka frá tankskipinu MT Terra Nova, sem fór á hliðina þegar fellibylurinn Gaemi gekk yfir. Um borð voru 1,5 milljón lítrar af olíu, sem óttast er að gætu náð ströndum höfuðborgarinnar Manila. Erlent 25.7.2024 08:18
Bæjarstjóri sakaður um að vera njósnari: „Enginn veit hver hún er“ Bæjarstjóri filippseyska bæjarins Bamban er nú skyndilega í kastljósi fjölmiðla, bæði innan Filippseyja sem utan, vegna ásakanna um að hún sé í raun og veru að vinna fyrir Kína. Erlent 19.5.2024 08:36
Krossfesting Jesú sett á svið í Filippseyjum Krossfesting Jesú var sett á svið á Filippseyjum í dag þegar fámennur hópur kaþólskra tilbiðjenda freistaði þess að upplifa síðustu stundir Krists. Erlent 29.3.2024 22:12
Beittu vatnsfallbyssum til að stöðva birgðaflutninga Yfirvöld á Filippseyjum segja fjóra sjóliða hafa slasast lítillega þegar kínversku strandgæsluskipi var siglt utan í skip frá Filippseyjum og vatnsfallbyssum beitt gegn sjóliðum. Kínverjar voru þá að reyna að koma í veg fyrir siglingu skipanna frá Filippseyjum. Erlent 5.3.2024 13:35
Kennir erlendum hryðjuverkamönnum um Ferdinand Marcos yngri, forseti Filippseyja vill meina að erlendir hryðjuverkamenn beri ábyrgð á sprengingu sem varð í borginni Marawi. Erlent 3.12.2023 09:24
Spenna og ásiglingar í Suður-Kínahafi Yfirvöld á Filippseyjum segja áhöfn kínversks strandgæsluskips hafa siglt utan í tvö filippseysk skip í gær. Verið var að sigla filippseysku skipunum til Second Thomas-grynninga og var verið að flytja birgðir til hermanna þar. Engan sakaði. Erlent 23.10.2023 13:38
Bianca brýtur blað í sögu Formúlu 1 liðs McLaren Hin 18 ára gamla Bianca Bustamante verður fyrsti kvenkyns þróunarökumaður Formúlu 1 liðs McLaren. Þetta kemur fram í tilkynningu frá liðinu. Formúla 1 19.10.2023 13:02
Skoða að rukka nýja notendur um dal á ári Nýir notendur X, áður Twitter, í Nýja Sjálandi og á Filippseyjum, munu þurfa að greiða einn dal á ári fyrir þau forréttindi að nota samfélagsmiðilinn. Þetta er tilraunaverkefni hjá X, sem kallast Not A Bot, eða Ekki þjarki, og á að draga úr fjölda svokallaðra botta. Viðskipti erlent 18.10.2023 10:38
Fjarlægðu flotgirðingu í Suður-Kínahafi Yfirvöld á Filippseyjum segjast hafa fjarlægt flotgirðingu sem Kínverjar komu fyrir við vinsælar fiskislóðir í Suður-Kínahafi. Kínverjar höfðu komið girðingunni fyrir til að koma í veg fyrir að sjómenn frá Filippseyjum kæmust að Scarborough-rifi. Erlent 25.9.2023 15:29
Minnst þrjátíu og einn látinn eftir eldsvoða í ferju Minnst 31 er látinn og sjö er saknað eftir að eldur kviknaði í ferju við Filippseyjar í nótt. Eldurinn logaði í um átta klukkustundir en björgunaraðilum tókst að bjarga rúmlega tvö hundruð manns. Erlent 30.3.2023 12:11
Níu hjúkrunarfræðingar frá Filippseyjum ráðnir til HSU Níu hjúkrunarfræðingar og einn geislafræðingur frá Filippseyjum hafa verið ráðnir til starfa hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands og nú er leitað að átta starfsmönnum til viðbótar frá útlöndum. Innlent 13.3.2023 20:09
Fundu mennina látna á eldfjallinu Yfirvöld í Filippseyjum hafa staðfest að mennirnir fjórir sem voru týndir eftir að flugvél brotlenti á Mayon-eldfjallinu séu látnir. Teymi vinnur nú að því að koma líkum mannanna niður af fjallinu. Erlent 23.2.2023 07:28
Fundu flugvélarflak á eldfjalli Yfirvöld á Filippseyjum hafa sent björgunarhópa upp á óvirka eldfjallið Mayon í leit að fjórum mönnum sem taldir eru hafa brotlent á fjallinu. Í gær náðu björgunaraðilar að staðsetja flugvélarflak mannanna ofan á fjallinu. Erlent 21.2.2023 07:21
Minnst 45 látnir vegna óveðurs á Filippseyjum Minnst 45 eru látnir og sextíu er saknað eftir skyndiflóð og aurskriður sunnanverðum á Filippseyjum í kjölfar gífurlegrar rigningar. Yfirvöld sögðu í fyrstu að minnst 72 hefðu látið lífið en lækkuðu töluna fljótt. Erlent 29.10.2022 08:05
Tæplega tvö hundruð sluppu ómeidd úr flugslysi Tæplega tvö hundruð sluppu ómeidd eftir að flugvél sem þau voru um borð í brotlenti á flugvelli á Filippseyjum. Flugstjórarnir höfðu gert tvær tilraunir til að lenda vélinni áður en það loks tókst en þá lenti vélin út af flugbrautinni og skemmdist. Erlent 24.10.2022 09:52
Rannsaka lottóið í Filippseyjum eftir að 433 unnu Leiðtogi minnihlutans á filippseyska þinginu hefur kallað eftir því að dráttur lottósins þar í landi verði skoðaður eftir 433 manns unnu stærsta vinninginn. Allar tölurnar sem dregnar voru margfeldi af níu en líkurnar á svo mörgum sigurvegurum eru stjarnfræðilegar. Erlent 4.10.2022 08:08
Kraftmikill jarðskjálfti að stærðinni sjö á Filippseyjum Að minnsta kosti tvö eru látin eftir að kraftmikill jarðskjálfti að stærðinni sjö reið yfir á Filippseyjum í nótt. Upptök jarðskjálftans voru á norðanmegin á stærstu eyju landsins um 300 kílómetra frá höfuðborginni Manila. Erlent 27.7.2022 06:50
Þrír skotnir til bana við útskriftarathöfn í Filippseyjum Þrír voru skotnir til bana við úrskriftarathöfn úr háskólanum Ateneo de Manila á höfuðborgarsvæði Filippseyja í gær. Árásarmaðurinn var handtekinn eftir eftirför lögreglu en hann hafði reynt að flýja vettvang. Erlent 25.7.2022 07:38
Marcos orðinn leiðtogi Filippseyja á ný Ferdinand Marcos yngri sór í morgun embættiseið sinn sem forseti Filippseyja og hefur því tekið við völdum í landinu af hinum umdeilda Rodrigo Duterte. Erlent 30.6.2022 07:51
Fyrirskipa enn og aftur lokun fréttaveitu Nóbelsverðlaunahafa Yfirvöld á Filippseyjum hafa enn á ný fyrirskipað að fréttaveitunni Rappler verði lokað en hún er stofnuð af Maríu Ressa, sem fékk friðarverðlaun Nóbels fyrir mannréttindabaráttu sína á síðasta ári. Erlent 29.6.2022 06:59
Öskugos hafið á Filippseyjum Öskugos hófst á Filippseyjum í morgun í fjalli suðaustur af Maníla, höfuðborg landsins. Öskuskýið frá fjallinu nær um kílómeter upp í himininn og ösku hefur rignt yfir nærliggjandi bæi. Erlent 5.6.2022 17:15
Mótmæli á Filippseyjum eftir kosningasigur Marcos Hundruð námsmanna mótmæltu kosningasigri Ferdinands Marcos yngri fyrir utan skrifstofur kjörstjórnar eftir forsetakosningarnar á Filippseyjum í dag. Sonur einræðisherrann er fyrsti frambjóðandinn í seinni tíð sem vinnur hreinan meirihluta í forsetakosningum. Erlent 10.5.2022 09:35
Sonur einræðisherrans gæti unnið stórsigur Kosið er til forseta Filippseyja í dag og stefnir í að Ferdinand Marcos yngri, sonur alræmds einræðisherra eyjanna, gæti unnið yfirburðasigur. Búist er við mikilli kjörsókn en ekki er ljóst hvenær endanleg úrslit liggja fyrir. Erlent 9.5.2022 10:23
Hvítþvottur á ímynd einræðisherrans gæti skilað syni hans á forsetastól Fórnarlömbum einræðisherrans Ferdinands Marcos hrýs hugur við því að sonur hans sigri í forsetakosningum sem fara fram í næstu viku. Skoðanakannanir benda til sigurs Marcos yngri sem hefur lagt sig allan fram um að hvítþvo ímynd fjölskyldu sinnar. Erlent 5.5.2022 09:17
Tala látinna hækkar á Filippseyjum Tala látinna á Filippseyjum eftir hitabeltisstorminn Megi heldur áfram að hækka. Erlent 13.4.2022 08:30
25 látnir á Filippseyjum vegna hitabeltisstormsins Megi Að minnsta kosti 25 eru látnir á Filippseyjum eftir að hitabeltisstormurinn Megi gekk yfir landið. Mesta tjónið hefur orðið í flóðum og aurskriðum og eru björgunarsveitir enn að störfum við að bjarga fólki sem hefur orðið innlyksa á austur- og suðurströndum eyjaklasans. Erlent 12.4.2022 07:33
Einræðissonurinn fær að bjóða sig fram til forseta Einræðisherrasonurinn Ferdinand Marcos yngri fær að bjóða sig fram til forseta Filippseyja þrátt fyrir að hafa verið dæmdur fyrir skattsvik, á meðan hann var í opinberu embætti. Erlent 17.1.2022 11:18
Hótar óbólusettum aftur handtökum Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, hótaði því í dag að láta handtaka óbólusett fólk ef þau yfirgefi heimili sín. Faraldur kórónuveirunnar þar í landi er í mikilli dreifingu en fjöldi nýsmitaðra hefur tvöfaldast á nokkrum dögum. Erlent 6.1.2022 15:30
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti