Hótar óbólusettum aftur handtökum Samúel Karl Ólason skrifar 6. janúar 2022 15:30 Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja. EPA-EFE/FRANCIS R. MALASIG Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, hótaði því í dag að láta handtaka óbólusett fólk ef þau yfirgefi heimili sín. Faraldur kórónuveirunnar þar í landi er í mikilli dreifingu en fjöldi nýsmitaðra hefur tvöfaldast á nokkrum dögum. Í sjónvarpsávarpi biðlaði hann til embættismanna að finna óbólusetta Filippseyinga og tryggja að þau brjóti ekki gegn útgöngubanni. Hinn mjög svo umdeildi forseti sagði að streitist fólk gegn útgöngubanninu megi lögreglan nú handtaka það. Tilkynnt var í dag að 17.220 hefði greinst smitaðir af Covid-19. Í heildina hafa um 51.700 manns dáið vegna veirunnar, svo vitað sé. „Ég ber ábyrgð á öryggi og velsæld Filippseyinga,“ hefur Reuters eftir Duterte. Hvatti hann þá sem væru ósammála til að höfða mál gegn honum. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem hann hótar óbólusettum handtökum en í fyrra, þegar sambærilegum aðgerðum var beitt og nú sagði hann til að mynda að honum væri sama þó fólk sem afþakkaði bóluefni myndi deyja. Sjá einnig: „Mín vegna megið þið deyja hvenær sem er“ Í stjórnartíð Dutertes hefur hann farið hart fram gegn fíkniefnum og neytendum þeirra í Filippseyjum. Talið er að lögregluþjónar og hermenn hafi drepið tugi þúsunda í þessu meinta stríði. Ísland lagði árið 2019 fram tillögu um úttekt á stöðu mannréttindamála á Filippseyjum í mannréttindaráði SÞ. Sú úttekt leiddi í ljós hve margir hefðu mögulega dáið. Filippseyjar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Óskaarftaki Duterte hættir við forsetaframboð Christopher „Bong“ Go, öldungadeildarþingmaðurinn sem Rodrigo Duterte forseti Filippseyja vildi að tæki við af sér hefur ákveðið að bjóða sig ekki fram til forseta. Nú er því enginn í framboði sem núverandi ríkisstjórn styður. 30. nóvember 2021 09:43 Sara Duterte fer í framboð Sara Duterte, dóttir Rodrigos Duterte, hefur tilkynnt framboð sitt til varaforseta Filippseyja. Stjórnmálaskýrendur höfðu margir búist við að hún byði sig fram til forseta landsins. 13. nóvember 2021 09:45 Nóbelsverðlaunahafinn Maria Ressa: Segir Facebook ógna lýðræðinu Blaðakonan Maria Ressa, sem var sæmd friðarverðlaunum Nóbels í gær ásamt rússneskum kollega sínum Dmitry Muratov, sakar samfélagsmiðlarisann Facebook um að ógna lýðræði með því að „dreifa lygum, gegnsýrðum af reiði og hatri“. 9. október 2021 15:01 Duterte hafnar samvinnu í rannsókn á fíkniefnastríði hans Stjórnvöld á Filippseyjum ætla ekki vinna með fulltrúum Alþjóðsakamáladómstólsins (ICC) á hvort að þau hafi framið glæpi gegn mannkyninu í stríði Rodrigo Duterte forseta gegn fíkniefnagengjum. 16. september 2021 08:27 Duterte blótar Íslendingum í sand og ösku og vonar að þjóðin frjósi í hel Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, sparaði ekki stóru orðin um Ísland og Íslendinga í ræðu sem hann hélt í gær í Quezon-borg á Filippseyjum. Gagnrýndi hann stefnu Íslands hvað varðar þungunarrof harkalega. Kallaði hann Íslendinga drullusokka og fábjána, auk þess sem að hann sagðist vona að þjóðin frjósi í hel. 28. ágúst 2019 08:45 Duterte hótar andstæðingum sínum fangelsi Ásakanir hafa verið á lofti um að Durterte Filippseyjaforseti hafi brotið á stjórnarskrá landsins. Hann manar andstæðinga sína til að kæra sig fyrir embættisbrot því hann muni fangelsa þá. 28. júní 2019 09:06 Duterte deilir við sjötuga nunnu Forseti Filippseyja, Rodrigo Duterte, hefur tekið upp deilur við systur Patriciu Fox. Systir Fox stofnaði ásamt öðrum kirkjuna Our Lady of Sion árið 1990 í Manila og hefur síðan þá unnið góðgerðarstarf með fátækum og öðrum jaðarsettum hópum. 21. apríl 2018 23:13 Duterte segir hermönnum að skjóta konur í píkuna Forseti Filippseyja segir að séu konur ekki lengur með píku séu þær gagnslausar. 12. febrúar 2018 13:13 Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Erlent Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Innlent Fleiri fréttir Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Sjá meira
Í sjónvarpsávarpi biðlaði hann til embættismanna að finna óbólusetta Filippseyinga og tryggja að þau brjóti ekki gegn útgöngubanni. Hinn mjög svo umdeildi forseti sagði að streitist fólk gegn útgöngubanninu megi lögreglan nú handtaka það. Tilkynnt var í dag að 17.220 hefði greinst smitaðir af Covid-19. Í heildina hafa um 51.700 manns dáið vegna veirunnar, svo vitað sé. „Ég ber ábyrgð á öryggi og velsæld Filippseyinga,“ hefur Reuters eftir Duterte. Hvatti hann þá sem væru ósammála til að höfða mál gegn honum. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem hann hótar óbólusettum handtökum en í fyrra, þegar sambærilegum aðgerðum var beitt og nú sagði hann til að mynda að honum væri sama þó fólk sem afþakkaði bóluefni myndi deyja. Sjá einnig: „Mín vegna megið þið deyja hvenær sem er“ Í stjórnartíð Dutertes hefur hann farið hart fram gegn fíkniefnum og neytendum þeirra í Filippseyjum. Talið er að lögregluþjónar og hermenn hafi drepið tugi þúsunda í þessu meinta stríði. Ísland lagði árið 2019 fram tillögu um úttekt á stöðu mannréttindamála á Filippseyjum í mannréttindaráði SÞ. Sú úttekt leiddi í ljós hve margir hefðu mögulega dáið.
Filippseyjar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Óskaarftaki Duterte hættir við forsetaframboð Christopher „Bong“ Go, öldungadeildarþingmaðurinn sem Rodrigo Duterte forseti Filippseyja vildi að tæki við af sér hefur ákveðið að bjóða sig ekki fram til forseta. Nú er því enginn í framboði sem núverandi ríkisstjórn styður. 30. nóvember 2021 09:43 Sara Duterte fer í framboð Sara Duterte, dóttir Rodrigos Duterte, hefur tilkynnt framboð sitt til varaforseta Filippseyja. Stjórnmálaskýrendur höfðu margir búist við að hún byði sig fram til forseta landsins. 13. nóvember 2021 09:45 Nóbelsverðlaunahafinn Maria Ressa: Segir Facebook ógna lýðræðinu Blaðakonan Maria Ressa, sem var sæmd friðarverðlaunum Nóbels í gær ásamt rússneskum kollega sínum Dmitry Muratov, sakar samfélagsmiðlarisann Facebook um að ógna lýðræði með því að „dreifa lygum, gegnsýrðum af reiði og hatri“. 9. október 2021 15:01 Duterte hafnar samvinnu í rannsókn á fíkniefnastríði hans Stjórnvöld á Filippseyjum ætla ekki vinna með fulltrúum Alþjóðsakamáladómstólsins (ICC) á hvort að þau hafi framið glæpi gegn mannkyninu í stríði Rodrigo Duterte forseta gegn fíkniefnagengjum. 16. september 2021 08:27 Duterte blótar Íslendingum í sand og ösku og vonar að þjóðin frjósi í hel Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, sparaði ekki stóru orðin um Ísland og Íslendinga í ræðu sem hann hélt í gær í Quezon-borg á Filippseyjum. Gagnrýndi hann stefnu Íslands hvað varðar þungunarrof harkalega. Kallaði hann Íslendinga drullusokka og fábjána, auk þess sem að hann sagðist vona að þjóðin frjósi í hel. 28. ágúst 2019 08:45 Duterte hótar andstæðingum sínum fangelsi Ásakanir hafa verið á lofti um að Durterte Filippseyjaforseti hafi brotið á stjórnarskrá landsins. Hann manar andstæðinga sína til að kæra sig fyrir embættisbrot því hann muni fangelsa þá. 28. júní 2019 09:06 Duterte deilir við sjötuga nunnu Forseti Filippseyja, Rodrigo Duterte, hefur tekið upp deilur við systur Patriciu Fox. Systir Fox stofnaði ásamt öðrum kirkjuna Our Lady of Sion árið 1990 í Manila og hefur síðan þá unnið góðgerðarstarf með fátækum og öðrum jaðarsettum hópum. 21. apríl 2018 23:13 Duterte segir hermönnum að skjóta konur í píkuna Forseti Filippseyja segir að séu konur ekki lengur með píku séu þær gagnslausar. 12. febrúar 2018 13:13 Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Erlent Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Innlent Fleiri fréttir Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Sjá meira
Óskaarftaki Duterte hættir við forsetaframboð Christopher „Bong“ Go, öldungadeildarþingmaðurinn sem Rodrigo Duterte forseti Filippseyja vildi að tæki við af sér hefur ákveðið að bjóða sig ekki fram til forseta. Nú er því enginn í framboði sem núverandi ríkisstjórn styður. 30. nóvember 2021 09:43
Sara Duterte fer í framboð Sara Duterte, dóttir Rodrigos Duterte, hefur tilkynnt framboð sitt til varaforseta Filippseyja. Stjórnmálaskýrendur höfðu margir búist við að hún byði sig fram til forseta landsins. 13. nóvember 2021 09:45
Nóbelsverðlaunahafinn Maria Ressa: Segir Facebook ógna lýðræðinu Blaðakonan Maria Ressa, sem var sæmd friðarverðlaunum Nóbels í gær ásamt rússneskum kollega sínum Dmitry Muratov, sakar samfélagsmiðlarisann Facebook um að ógna lýðræði með því að „dreifa lygum, gegnsýrðum af reiði og hatri“. 9. október 2021 15:01
Duterte hafnar samvinnu í rannsókn á fíkniefnastríði hans Stjórnvöld á Filippseyjum ætla ekki vinna með fulltrúum Alþjóðsakamáladómstólsins (ICC) á hvort að þau hafi framið glæpi gegn mannkyninu í stríði Rodrigo Duterte forseta gegn fíkniefnagengjum. 16. september 2021 08:27
Duterte blótar Íslendingum í sand og ösku og vonar að þjóðin frjósi í hel Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, sparaði ekki stóru orðin um Ísland og Íslendinga í ræðu sem hann hélt í gær í Quezon-borg á Filippseyjum. Gagnrýndi hann stefnu Íslands hvað varðar þungunarrof harkalega. Kallaði hann Íslendinga drullusokka og fábjána, auk þess sem að hann sagðist vona að þjóðin frjósi í hel. 28. ágúst 2019 08:45
Duterte hótar andstæðingum sínum fangelsi Ásakanir hafa verið á lofti um að Durterte Filippseyjaforseti hafi brotið á stjórnarskrá landsins. Hann manar andstæðinga sína til að kæra sig fyrir embættisbrot því hann muni fangelsa þá. 28. júní 2019 09:06
Duterte deilir við sjötuga nunnu Forseti Filippseyja, Rodrigo Duterte, hefur tekið upp deilur við systur Patriciu Fox. Systir Fox stofnaði ásamt öðrum kirkjuna Our Lady of Sion árið 1990 í Manila og hefur síðan þá unnið góðgerðarstarf með fátækum og öðrum jaðarsettum hópum. 21. apríl 2018 23:13
Duterte segir hermönnum að skjóta konur í píkuna Forseti Filippseyja segir að séu konur ekki lengur með píku séu þær gagnslausar. 12. febrúar 2018 13:13