Beittu vatnsfallbyssum til að stöðva birgðaflutninga Samúel Karl Ólason skrifar 5. mars 2024 13:35 Filippseyskir sjóliðar nota belgi til að koma í veg fyrir skemmdir. AP/Strandgæsla Filippseyja Yfirvöld á Filippseyjum segja fjóra sjóliða hafa slasast lítillega þegar kínversku strandgæsluskipi var siglt utan í skip frá Filippseyjum og vatnsfallbyssum beitt gegn sjóliðum. Kínverjar voru þá að reyna að koma í veg fyrir siglingu skipanna frá Filippseyjum. Ráðamenn í Manilla saka Kínverja um ólöglegar og hættulegar aðgerðir. Þeir segja atvikið gefa til kynna að Kínverjar hafi lítinn áhuga á viðræðum og því að reyna að draga úr spennu á svæðinu, samkvæmt frétt Reuters. Verið var að flytja birgðir til hermanna sem halda til í flaki skips við Second Thomas-grynningarnar í Suður-Kínahafi, þegar kínverska strandgæslan reyndi að koma í veg fyrir það. Umræddu skipi var siglt í strand við grynningarnar árið 1999 til að festa tilkall Filippseyja til grynninganna. Þær eru innan tvö hundruð sjómílna efnahagslögsögu Filippseyja. Sambærilegt atvik átti sér stað í október. Þá voru Filippseyingar einni að flytja birgðir til hermannanna. Kínverjar gerðu fyrir nokkrum árum ólöglegt tilkall til nánast alls Suður-Kínahafs og er þar á meðal hafsvæði Filippseyja, Taívan, Víetnam, Malasíu og Brúnei. Alþjóðagerðadóminn í Haag, sem komst árið 2016 að þeirri niðurstöður að tilkall Kína væri ólöglegt. Þrátt fyrir það hafa Kínverjar haldið áfram hernaðaruppbyggingu á svæðinu og hafa þeir aldrei viðurkennt úrskurðinn. Meðal annars hafa þeir byggt heilu eyjurnar, flotastöðvar og flugvelli og komið eldflaugum fyrir á svæðinu. Forsvarsmenn kínversku strandgæslunnar segja að gripið hafi verið til eðlilegra viðbragða við „ólöglegri“ siglingu skipa inn á yfirráðasvæði þeirra. Ráðamenn í Kína hafa krafist þess að strandaða skipið við Second Thomas-grynningarnar verði dregið á brott. Filippseyingar segjast hins vegar ekki ætla að gefa eftir undan þrýstingi frá Kína. Ferdinand Marcos Jr., sem varð forseti Filippseyja í fyrra, hefur leitað eftir betri tengslum við Bandaríkin en forveri sinn og reynt að standa í hárinu á Kínverjum. Ríkisstjórn hans hefur ítrekað lagt fram kvartanir vegna framferðis Kínverja í Suður-Kínahafi. Suður-Kínahaf Filippseyjar Kína Tengdar fréttir Kennir erlendum hryðjuverkamönnum um Ferdinand Marcos yngri, forseti Filippseyja vill meina að erlendir hryðjuverkamenn beri ábyrgð á sprengingu sem varð í borginni Marawi. 3. desember 2023 09:24 Flaug þotu þremur metrum frá sprengjuflugvél Kínverskri orrustuþotu var flogið minna en þremur metrum upp að bandarískri sprengjuflugvél yfir Suður-Kínahafi í vikunni. Forsvarsmenn bandaríska heraflans segja kínverska flugmanninn hafa sýnt mikið gáleysi og að næstum því hafi orðið slys. 28. október 2023 11:10 Fjarlægðu flotgirðingu í Suður-Kínahafi Yfirvöld á Filippseyjum segjast hafa fjarlægt flotgirðingu sem Kínverjar komu fyrir við vinsælar fiskislóðir í Suður-Kínahafi. Kínverjar höfðu komið girðingunni fyrir til að koma í veg fyrir að sjómenn frá Filippseyjum kæmust að Scarborough-rifi. 25. september 2023 15:29 Óttast kínverskar eldflaugar Æðstu menn herafla Bandaríkjanna hafa áhyggjur af því að herstöðvar ríkisins í Kyrrahafinu séu berskjaldaðar gagnvart kínverskum eldflaugum. Unnið er að því að dreifa úr vopnum, vistaverum hermanna, stjórnstöðvum og öðrum hergögnum til að gera eldflaugaárásir erfiðari. 1. júní 2023 22:30 Saka kínverskan flugmann um „óþarflega ágenga“ hegðun Forsvarsmenn herafla Bandaríkjanna í Indlands- og Kyrrahafi sökuðu kínverskan flugmann í dag um „óþarflega ágenga“ hegðun yfir Suður-Kínahafi. Kínverskur flugmaður flaug herþotu af gerðinni J-16 í veg bandarískrar eftirlitsvélar af gerðinni RC-135. 30. maí 2023 22:35 Mest lesið Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Erlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira
Ráðamenn í Manilla saka Kínverja um ólöglegar og hættulegar aðgerðir. Þeir segja atvikið gefa til kynna að Kínverjar hafi lítinn áhuga á viðræðum og því að reyna að draga úr spennu á svæðinu, samkvæmt frétt Reuters. Verið var að flytja birgðir til hermanna sem halda til í flaki skips við Second Thomas-grynningarnar í Suður-Kínahafi, þegar kínverska strandgæslan reyndi að koma í veg fyrir það. Umræddu skipi var siglt í strand við grynningarnar árið 1999 til að festa tilkall Filippseyja til grynninganna. Þær eru innan tvö hundruð sjómílna efnahagslögsögu Filippseyja. Sambærilegt atvik átti sér stað í október. Þá voru Filippseyingar einni að flytja birgðir til hermannanna. Kínverjar gerðu fyrir nokkrum árum ólöglegt tilkall til nánast alls Suður-Kínahafs og er þar á meðal hafsvæði Filippseyja, Taívan, Víetnam, Malasíu og Brúnei. Alþjóðagerðadóminn í Haag, sem komst árið 2016 að þeirri niðurstöður að tilkall Kína væri ólöglegt. Þrátt fyrir það hafa Kínverjar haldið áfram hernaðaruppbyggingu á svæðinu og hafa þeir aldrei viðurkennt úrskurðinn. Meðal annars hafa þeir byggt heilu eyjurnar, flotastöðvar og flugvelli og komið eldflaugum fyrir á svæðinu. Forsvarsmenn kínversku strandgæslunnar segja að gripið hafi verið til eðlilegra viðbragða við „ólöglegri“ siglingu skipa inn á yfirráðasvæði þeirra. Ráðamenn í Kína hafa krafist þess að strandaða skipið við Second Thomas-grynningarnar verði dregið á brott. Filippseyingar segjast hins vegar ekki ætla að gefa eftir undan þrýstingi frá Kína. Ferdinand Marcos Jr., sem varð forseti Filippseyja í fyrra, hefur leitað eftir betri tengslum við Bandaríkin en forveri sinn og reynt að standa í hárinu á Kínverjum. Ríkisstjórn hans hefur ítrekað lagt fram kvartanir vegna framferðis Kínverja í Suður-Kínahafi.
Suður-Kínahaf Filippseyjar Kína Tengdar fréttir Kennir erlendum hryðjuverkamönnum um Ferdinand Marcos yngri, forseti Filippseyja vill meina að erlendir hryðjuverkamenn beri ábyrgð á sprengingu sem varð í borginni Marawi. 3. desember 2023 09:24 Flaug þotu þremur metrum frá sprengjuflugvél Kínverskri orrustuþotu var flogið minna en þremur metrum upp að bandarískri sprengjuflugvél yfir Suður-Kínahafi í vikunni. Forsvarsmenn bandaríska heraflans segja kínverska flugmanninn hafa sýnt mikið gáleysi og að næstum því hafi orðið slys. 28. október 2023 11:10 Fjarlægðu flotgirðingu í Suður-Kínahafi Yfirvöld á Filippseyjum segjast hafa fjarlægt flotgirðingu sem Kínverjar komu fyrir við vinsælar fiskislóðir í Suður-Kínahafi. Kínverjar höfðu komið girðingunni fyrir til að koma í veg fyrir að sjómenn frá Filippseyjum kæmust að Scarborough-rifi. 25. september 2023 15:29 Óttast kínverskar eldflaugar Æðstu menn herafla Bandaríkjanna hafa áhyggjur af því að herstöðvar ríkisins í Kyrrahafinu séu berskjaldaðar gagnvart kínverskum eldflaugum. Unnið er að því að dreifa úr vopnum, vistaverum hermanna, stjórnstöðvum og öðrum hergögnum til að gera eldflaugaárásir erfiðari. 1. júní 2023 22:30 Saka kínverskan flugmann um „óþarflega ágenga“ hegðun Forsvarsmenn herafla Bandaríkjanna í Indlands- og Kyrrahafi sökuðu kínverskan flugmann í dag um „óþarflega ágenga“ hegðun yfir Suður-Kínahafi. Kínverskur flugmaður flaug herþotu af gerðinni J-16 í veg bandarískrar eftirlitsvélar af gerðinni RC-135. 30. maí 2023 22:35 Mest lesið Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Erlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira
Kennir erlendum hryðjuverkamönnum um Ferdinand Marcos yngri, forseti Filippseyja vill meina að erlendir hryðjuverkamenn beri ábyrgð á sprengingu sem varð í borginni Marawi. 3. desember 2023 09:24
Flaug þotu þremur metrum frá sprengjuflugvél Kínverskri orrustuþotu var flogið minna en þremur metrum upp að bandarískri sprengjuflugvél yfir Suður-Kínahafi í vikunni. Forsvarsmenn bandaríska heraflans segja kínverska flugmanninn hafa sýnt mikið gáleysi og að næstum því hafi orðið slys. 28. október 2023 11:10
Fjarlægðu flotgirðingu í Suður-Kínahafi Yfirvöld á Filippseyjum segjast hafa fjarlægt flotgirðingu sem Kínverjar komu fyrir við vinsælar fiskislóðir í Suður-Kínahafi. Kínverjar höfðu komið girðingunni fyrir til að koma í veg fyrir að sjómenn frá Filippseyjum kæmust að Scarborough-rifi. 25. september 2023 15:29
Óttast kínverskar eldflaugar Æðstu menn herafla Bandaríkjanna hafa áhyggjur af því að herstöðvar ríkisins í Kyrrahafinu séu berskjaldaðar gagnvart kínverskum eldflaugum. Unnið er að því að dreifa úr vopnum, vistaverum hermanna, stjórnstöðvum og öðrum hergögnum til að gera eldflaugaárásir erfiðari. 1. júní 2023 22:30
Saka kínverskan flugmann um „óþarflega ágenga“ hegðun Forsvarsmenn herafla Bandaríkjanna í Indlands- og Kyrrahafi sökuðu kínverskan flugmann í dag um „óþarflega ágenga“ hegðun yfir Suður-Kínahafi. Kínverskur flugmaður flaug herþotu af gerðinni J-16 í veg bandarískrar eftirlitsvélar af gerðinni RC-135. 30. maí 2023 22:35